Vikan


Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 44

Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 44
Angelique Hafioiia^hutiit INNI ÚTI BÍLSKÚRS SVALA HURÐIR ýhHi- & 'Útihuriir h □ . VILHJAUMSSDN RÁNARGDTU 12 SIMI 19669 \ & . v ^ />/'SKÓ''X HAGNÝTT ER HEIMANAM Veljið einhverjar af hinum 40 námsgreinum skólans, útfyllið og sendið oss pöntunarseðilinn og vér sendum yður fyrstu námsgögn þegar í stað. Bréfaskóli SÍS & ASI. •w w Q HH Oh 0h hH w - — KLIPPIÐ HER Undirritaður óskar að gerast nem. i eftirt. námsgr.; □ Vinsaml. sendið gegn póstkröfu. □ Greiðsla hjálögð kr.......... (Nafn) (Heimilisfang) -----— KLIPPIÐ HÉR--------------- ’W « HH Oh Oh HH P Þér snariO með éskrift V.. VIKAN SkíphOltí 33 - sfmi 35320 44 VIKAN 24-tbI- Framhald af bls. 23 Þau störðu þegjandi á hað sem fyrir augun bar og drukku það allt í sig með augunum. Skipsbáturinn lyftist upp á freyðandi öldu og nam svo staðar á fjöru- mölinni, sem sýndist blóðrauð í gegnum sjóinn, en þegar aldan féll út varð liturinn allt í einu fjólublár. Nokkrir sjómannanna stukku ofan i sjóinn og drógu bátinn upp á ströndina. Joffrey de Peyrac stóð ennþá í stafni og sneri sér að fólkinu. — Prestur, þessi vel falda vík hefur alltaf verið athvarf sjóræningja. U,m langan tima allt síðan hinir norrænu sæfarendur, sem kallaðir voru víkingar, og trúðu á heiðna guði lentu hér, hefur sérhver sá Evrópu- maður sem leitað hefur skjóls hér verið i andstöðu við lögin, ævintýra- maður eða útlagi, eins og ég álít sjálfan mig, því þótt ég sé ekki glæpa- maður og leiti ekki styrjaldar við nokkurn mann, lýt ég engum lögum nema mínum eigin. Þar af leiðandi, prestur, verður þú fyrsti guðsmað- urinn, maður guðs Abrahams, ísaks og Jakobs, eins og hinn heilagi texti myndi kalla Þig, til aö stíga fæti á þetta land og helga það. Þess- vegna bið ég þig, prestur, að vera fyrstan til að stíga frá borði og leiða fólk þitt á hið nýja land. Gamli maðurinn sem var gersamlega óviðbúin slíkri beiðni stökk á fætur, greip um stóru Biblíuna sína, það eina sem hann hafði tekið með sér og þrýsti henni fast að brjósti sér. Án þess að bíða hjálpar og með ótrúlegri fimi stökk hann úr skipsbátnum og hljóp upp eftir grunnsævinu milli bátsins og strandarinnar. Hvítt hár hans blakti í vindinum, þvi hann hafði týnt hattinum sínum á sjónum. Áfram hélt hann, grannur og svartklæddur og þegar hann var kominn nokkur skref upp á ströndina nam hann staðar, tvihenti hina helgu bók yfir höfði sér og tók að syngja sálm en hinir tóku undir í kór. Það voru margir, margir dagar liðnir, síðan mótmælendurnir höfðu sungið herra sínum dýrð. Hálsarnir höfðu verið of mettaðir af salti og hjörtun of sorgmædd til þess að þau gætu beðið saman. Raddir þeirra risu titrandi eins og þær væru að hressast eftir veikindi. Nokkr- ir þeirra fluttu börnin á land í fangi sér; borið santan við koparlita búð Indíánanna, sýndust þessi litlu Evrópubörn í upplituðu fötunum, föl og veikluleg. Augu þeirra voru galopin af furðu yfir öllu því, sem fyrir þau bar. Umhverfis þennan hóp stóð furðulegt samansafn fólks — dýra- ríki Dawn East, eins og Joffrey var vanur að kalla þau -- í hálfhring og virti fyrir sér hina nýkomnu. Þarna voru Indíánar, menn og kon- ur, þorpsbúar og stríðsmenn með fjaðrir sínar, loðfeldi og glampandi vopn, allir útmálaðir og konurnar með litlar, málaðar púpur á bök- unum, sem reyndust síðar vera smábörn þerira; síðan var hin sundur- leita hjörð sjómanna, sem hafði verið áhöfnin á Gouldsboro, allt frá hinum hörundsdökku Miðjarðarhafskynþáttum, til hins hörundsljósa og rauðhærða Ericsons, sem stóð þarna og jóðlaði á tóbakinu sínu við hlið á Napolibúa með rauða húfu og' tvegggja Araba með vefjar- hetti, sem blöktu í vindinum. Hver og einn var með bjúgsverð, sveðju og skil'mingasverð. Hópur manna, skeggjaðra eins og Nicholas Perrot og klæddir i leður, með húfur á kollinum, stóðu ofurlítið lengra frá og hölluðu sér fram á músketturnar, en ofurlítil deild spánskra her- manna, með brjóstplötur og svarta stálhjálma, sem glömpuðu í sól- inni, stóðu i réttstöðu og héldu frá sér löngum spjótum, eins og i skrúðgöngu. Magur lágstéttarspánverji með yfirskegg, mjög óvenjulegt i snið- um, virtist foringi þeirra. Angelique hafði séð hann um borð i Goulds- boro, þegar gagnárásin var gerð á mólmælendurna. Ilann beit saman vörunum og endrum og eins íét hann skína illskulega i tennurnar. Það lék ekki á tveim tungurn, að það var honum hrein þjáning, honum, sem var þegn hans hákaþólsku hátignar, að sjá vantrúarhunda stíga á land á þessum slóðum. Angelique fannst hann fráleitastur allra við- staddra. Hvað i ósköpunum var hann að gera hér? Hann var eins og hann hefði stokkið beint út úr gylltum málverksramma á vegg hjá göfugri kastilíanskri fjölskyldu. Hún starði svo ákaft á hann og tindátana, að hún hrasaöi. þegar hún s:té niður úr skipsbátnum. Hún reyndi að ná jafnvæginu aftur, en allt hringsnérist í kringum hana, og það var eins og ströndin risi móti fótum hennar, til þess síðan að falla burlu, þegar hún reyndi að ganga, svo hún var nærri fallin á hnén. E’n sterkur handleggur studdi hana og hún sá eiginmann sinn hlæja. Landið ætlar að verða þér erfitt. Þér mun enn um nokkra daga finnst sem þú sért um borð á skipi og þurfir að stíga ölduna. Og þannig atvikaðist það að þau gengu arm í arm upp ströndina og þótt það væri ekki annað en tilviljun, fannst henni það góðs viti. En ótimabær bjartsýni var varla hugsanleg meðan sjómennirnir frá Gouldsboro miðuðu múskettum á fangana. Nú þegar hin fyrsta spenna landgöngunnar var ’liöin hjá biðu þessir mennn áhyggjufullir ásamt fjölskyldum sinum eftir að vita hvaða örlög biðu þeirra. Þeir voru jafn harðir við sjálfa sig og aðra og gerðu sér engar gyllivonir um það sem framundan lá. Hér hlutu lög hefndarinnar að gilda, jafn- vel enn fremur en annarsstaðar, og þeir gátu engra griða vænzt af manni, sem þeir höfðu svo oft dáðst að hve snöggur var í svifum. Reyndar voru þeir mest hissa á því að vera enn á lífi. Nokkrir Indiánar gengu til fanganna og settu fyrir framan þá knippi af gullnu korni, körfur með grænmeti og ýmsa drykki i und- arlegum, ávölum ílátum, sem virtust skorin út úr einkar létt- um viði. Þarna voru einnig soðnir og steiktir réttir á birkibarkar- diskum. — Fyrsti réttur veizlunnar, sem undirbúinn er fyrir hinn mikla Sachem, sagði de Peyrae greifi. — Hann er ekki hér ennþá, en hann kemur bráðlega. Manigault var í vörn. — Hvað ætlið þér að gera við okkur? spurði hann. — Við álítum, herra, að tími sé til, kominn að þér segið okkur það! Ef við eigum að deyja, til hvers er þá að fagna okkur þannig? Það er ekki annað en leikaraskapur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.