Vikan


Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 18

Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 18
HLATURINN hverfa af mínu yfirráðasvæði. Peter Styles laut niður og dró upp hægri buxnaskálm sína. f ljós kom plastefnið, böndin og málmskífurnar í gervifæti. — — Þegar þetta henti mig, ung- frú Landers, sagði hann og rétti úr sér; lét buxurnar falla aftur niður — heyrði ég hlátur. Sams konar hlátur og þér heyrðuð. Má ég tala við yður? Peter Styles sem hafði íbúð á Gramercy Park hafði skroppið í klúbbinn sinn til að fá sér að borða. Þetta var þögult og hljóð- látt kvöld í The Player's. Barinn var auður, nema hvað fjórir menn sátu við eitt langborðið og borðuðu, menn sem Peter þekkti ekki. Hann rabbaði ögn við Ju- an, barþjóninn, meðan hinn síð- arnefndi blandaði honum þurran Martini. Hann sá að Juan var með kvöldblað bak við barinn og spurði hvort hann gæti fengið að lita í það. Hann settist við eitt borðið með glasið sitt og blaðið og kveikti í pípunni, fannst hann vera einn og þægilega ánægður með tilveruna. Það var ekkert sérstakt í fréttum, raunar svo lítið, að blaðið hafði séð sér ástæðu til að slá upp frétt, sem hafði ekkert sérstakt frétta- gildi, BAÐAÐI SIG NAKIN — VAR BARIN OG NAUÐGAÐ. Peter bjó sig undir að fletta, hafði ekki áhuga fyrir svona uppsláttarfréttum, þegar hann sá útundan sér undirfyrirsögnina: Fórnarlambið heyrði árásar- mennina hlægja. Nokkrar litlar hrukkur mynd- uðust við augnakróka Peters. Hann flatti blaðið út á borðinu fyrir framan sig; tók að lesa fréttina. Hún var stíluð daginn áður, í Delafield Connecticut: Ungfrú Mary Landers, lista- maður, til heimilis í Delafield varð fyrir árás, þar sem hún kom nakin af sundi í tjörn á eign sinni hér, síðari hluta sunnu- dags. Árásarmennirnir, tveir óþekktir menn, nauðguðu henni. Ungfrú Landers gat ekki lýst mönnunum sem réðust á hana. Hús ungfrú Landers er á af- skekktum stað í skóginum um þrjár mílur frá borginni Dela- field, aðseturstaður Delafield Manufacturing Company. Um hundrað metra frá húsinu er tjörn í skóginum og ungfrú Landers syndir þar oft. Eftir því sem hún sagði Robert Macklyn, ríkislögregluforingja á staðnum, er ekki óalgengt að hún syndi þar nakin. Næsta hús er í meira en mílu fjarlægð og það er eng- inn vegur eða stígur nærri tjörninni. f gær var heitt í veðri og hún fór úr fötunum og gekk frá þeim á tjarnarbakkanum. Hún buslaði um stund í tjörn- inni, en synti síðan þvert yfir hana og hvíldi sig um hríð á flötum klettum í sólinni. Hún telur sig hafa legið þar í fimmt- án eða tuttugu mínútur, áður en hún synti aftur þangað sem hún hafði skilið eftir fötin. Um leið og hún kom upp úr vatninu var ráðizt á hana aftan frá. Yfir höfuð hennar var varpað klæði, sem síðar reyndist hennar eigið pils. Hún var barin þangað til hún missti meðvitund að mestu og síðan nauðguðu báðir menn- irnir henni. Hún heyrði þá hlægja, þegar þeir yfirgáfu hana að lokum og hurfu inn í skóg- inn. Delafield Manufacturing Com- pany hefur samvinnu við stjórn Bandaríkjanna um gerð eld- flauga, aðallega varðandi varn- arvopn, sem mikil leynd hvílir yfir, um sjö hundruð menn vinna í verksmiðjunni. Þessi litla borg er auk þess krökk af gestum, nú sem stendur, vegna hins mikla golfmóts, sem þar á að hefjast á fimmtudaginn, en Samuel Dela- field, forseti Delafield Company hefur gefið hundrað þúsund dollara verðlaun til golfmótsins. Macklyn lögregluforingi lét í ljós þá skoðun að erfitt myndi reynast að hafa uppi á mönnun- um, sem réðust á ungfrú Land- ers, Enginn leið er að fylgjast með ferðum þeirra sem koma og fara. Sem stendur eru fleiri gest- ir en íbúar í Delafield. Peter hélt að hann hefði kom- izt yfir þessa sérkennilegu, ólg- andi reiði, sem kom höndum hans til að skjálfa, þegar hann lagði pípuna á borðið við hlið- ina á glasi sinu. Hún heyrffi þá hlægja, þegar þeir yfirgáfu hana aff lokum og hurfu inn í skóginn. Mynd sem Peter hafði lagt hart að sér til að þurrka út úr minn- ingunni blasti nú við hugskots- sjónum hans aftur, greinileg og lifandi. Snjóugur vegurinn, sem lá niður fyallið í Vermount. — Hann heyrði í bílflautu á eftir sér, sá fólksbílinn, sem beygði svo snöggt inn á veginn fyrir íraman hann að hann kom bein- línis við framstuðarann á hon- um. Hann minntist spennunnar í fölu andliti föður síns, þegar bíllinn fór fram úr þeim. Tveir menn í úlpum með snjógleraugu yggldu sig á þá og annar þeirra hrópaði: — Ræflar! Þegar Peter barð- ist við að halda bílnum á vegin- um. Maðurinn hló háum, móður- sýkislegum hlátri. Mennirnir með stóru snjógleraugun voru að leika sér að þeim. Hann hélt áfram, framhjá fólksbílnum, þar sem hann hafði beygt út fyrir veginn, og áður en nokkurn varði var hann kominn á eftir þeim aftur. Að þessu sinni ætlaði Pet- er ekki að hleypa honum fram úr, Hann hélt sig á miðjum vegi, en fólksbílinn ók aftan á hans bíl. Þá missti faðir Peters stjórn á sér. Hann teygði út höndina og greip í stýrishjólið. — Hleyptu þeim framhjá! hrópaði hann. Bíll Peters flaug í gegn- um varnargarðinn utan við veg- inn og steyptist niður snarbratta hlíðina meira en hundrað og þrjátíu metra fall. Fyrir aftan og ofan sig heyrði Peter þennan hlátur aftur, svo kastaðist hann út úr bílnum og missti meðvit- und um hríð. Hann rankaði við sér með óbærilegar þjáningar í hægra fæti og heyrði æðisgeng- in hróp föður síns meðan hann brann til bana í bílflakinu. Peter hafði komið af sjúkra- húsi með fótinn af fyrir neðan hné og hljóminn af þessum djöf- ullega, ógleymanlega hlátri klingjandi í eyrum sér, — Grínmorðingjarnir voru mennirnir í fólksbílnum skírðir í blöðunum. Enginn hafði nokk- urn tíma uppi á þeim. Eftir að hafa vanið sig í næstum ár við að vanta fótinn, hafði Peter far- ið að leita að þeim. En hlægj- andi mennirnir tveir voru horfn- ir, sokknir í víðáttumikið haf fólks og staða, en sá hugur sem gerði þeim tilraunina mögu- lega var enn til staðar til að berjast við: Skeytingarleysi nú- tímans, sem lætur sig engu varða um valdbeitingu og grimmd sér til skemmtunar, skeytingarleysi þess sem stendur hjá í hóp og horfir á morð, án þess að lyfta litlafingri. Hann gerðist blaðamaður, réð- ist í krossferð gegn því öfug- snúna fólki, sem notaði öfugsnú- inn aldaranda sem afsökun fyrir nýrri tegund kvalalosta og morð- fýsnar. En þetta kvöld varð þetta allt mjög persónulegt aftur. Hún heyrffi þá hlægja, þegar þeir yf- irgáfu hana aff lokum og hurfu inn í skóginn. Það var ólíklegt að þetta væru þeir sömu og eyðilögðu líf Peters, en jafnvel þótt möguleikarnir á því væru aðeins einn á móti milljón, vissi hann að hann varð að freista þess. .. . Morguninn eftir tók það Pet- er um það bil þrjár klukkustund- ir að aka til Delafield. Það voru fá mótel í borginni og aðeins ein lítil krá, en það varð fljótlega bersýnilegt að hvert fáanlegt gistirúm í margra mílna fjar- lægð hafði verið pantað. Þar voru á ferðinni golfmenn, sölu- menn, blaðamenn, golfáhuga- menn og jrfirleitt allir þeir sem gátu látið sig nokkru um stóra golfmótið varða. Svo hann tók að leita að Macklyn lögreglufor- ingja. Macklyn var unglegur maður, ljóshærður, hreinlegur og vel snurfusaður, ofurlítið kuldalegur í fasi, í fyrstu, og ófús að tala um mál Mary Landers. Það var ekki fyrr en einhverju laust niður í huga hans sem hann varð ofurlítið hlýlegri, þó með var- færni. — Eg les það sem þér skrifið í Newswiev, sagði hann. — Eg man það núna — þér lentuð í einhverju með tvo svona náunga í Vermount fyrir nokkrum árum. Þeir sátu í skrifstofu Macklyns í ráðhúsi Delafield. Macklyn lét augun hvarfla að löngum leggj- um Peters, sem hann hafði teygt fram fyrir sig. — Haldið þér ef til vill að þetta gætu verið sömu menn- imir? — Það er afar fjarstætt, en vegna þess möguleika er ég kom- inn hingað, svaraði Peter. — Já. Þetta eru kvikindi. Dauft bros lék um varir Mack- lyns, — Vitið þér nokkuð um þessa borg, herra Styles? — Ymislegt um Delafield Company. — Rétt. Og Delafield Com- pany er svo sem ekkert annað en gamli Sam Delafield. Hann á sitt hús uppi á hæðinni og hann á verksmiðjurnar og hann á lóð- irnar og hann, ja það má svo sem segja að hann eigi bankann nokkurn veginn, vatnsveitufélag borgarinnar, sjúkrahúsið og yf- irleitt allt það sem er þess virði að nefna það. Þetta er eins og hver önnur gamaldags verk- smiðjuborg, Styles, og FBI og CIA eru hér á sífelldum þönum til að ganga úr skugga um að leynd hvíli yfir leyndarmálun- um og Sam Delafield hefur efnt til mikils samkvæmis og hann vill ekki láta spilla því fyrir sér. —- Ekki tala í gátum við mig, sagði Peter. —- Þetta eru engar gátur. Eg á við golfmótið. Það er barn Sams gamla. Hingað koma allir í dag og á morgun, öll stærstu nöfnin í golfinu — Palmer, Nick- lau, Lema, Boros. Ef þér getið 'nefnt fleiri þá verða þeir hér. Næst fyrsta dollarnum sem Sam vann sér inn, elskar hann golfið mest. Og hann lagði til þess hundrað þúsund dollara af eigin fé, til að tryggja þátttöku allra mestu golfsnillinganna. Með öðrum orðum, hann hefur tryggt sér eftirminnilegan dag með golfi og sól og hann ætlar sér ekki að láta eyðileggja það fyr- ir sér. — Of mikil athygli á nauðg- unarmálinu myndi gera hann óhressan, sagði Peter. — Þér skiljið málið, Styles. Hann spurði mig, hvort ég gæti gert það sem ég þyrfti að gera, án þess að veita blaðaviðtöl næstu vikuna. Hann vill að þetta fari fram í kyrrþey. Og ég gæti bætt því við, að ef ég væri ekki samvinnuþýður er ekkert líklegra en að ég verði kominn í götulögregluna á afskekktum stað í næstu viku. Þess vegna get ég unnið mitt starf, án þess Framhald á bls. 31. 18 VIKAN 24-tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.