Vikan


Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 29

Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 29
Ein af kvikmyndunum sem Olinka hefur leikið í er „Gullleitarmaðurinn frá Arkansas“. Þar lék hún bóndadóttur og mótleikari hennar var Brad Harris. Meðan á töku þessarar myndar stóð, urðu þau ást- fangin hvort af öðru. Einn eftirminnilegasti atburður í lífi Olinku var þegar Elisabeth Englandsdrottning heilsaði henni, við frumsýninguna á „Romeo og Júlía“. Hún er hér á myndinni með ísraelska leikaranum Popol, Amcríkumanninum Richard Chamberlain og Jean Collins. I kvikmyndinni „Hefnd drottningarinnar“, leikur Olinka Ayeshu drottningu. Þessi mynd var nokk- uð kostnaðarsöm. Það þurfti að fá leikkonu, sem líktist Ursulu Andress (Ursula lék í fyrri hluta myndarinnar), og Olinka var valin. Leikstjórinn sagði: — Andress er eins og marmaralíkneskja, en Berova er af holdi og blóði . . . bæði austan- og vestantjalds. Hún lék í tveim öðrum kvikmyndum í heimalandi sínu. Þá réði þýzki kvikmyndaframleiðand- inn Wolf C. Hartvig hina ljóshærðu feg- urðardís, til að leika í kvikmynd sinni „Leyndardómur kínversku nellikkunnar", og strax á eftir í „Gullleitarmaðurinn frá Arkansas". Kvikmyndirnar tók hann í Prag og Olly fékk aðalhlutverkið í þeirri síðar- nefndu. „Gullleitarmaðurinn“, varð sérstaklega ör- lagarík mynd fyrir Olly, því að mótleikari hennar var Ameríkumaðurinn Brad Harris. Hann hafði verið í Hollywood í nokkur ár, sem staðgengill, þegar um hættuleg atriði var að ræða. En svo fór hann til Róm og fór sjálfur að leika. Þar kynntist hann þýzk- um framleiðanda, og svo komst hann til Hartwigs. Þar kynntist hann Olly Schober- ovu, sem varð yfir sig ástfangin af þessu glæsilega vöðvafjalli. Hún vissi auðvitað ekki þá að hún myndi giftast honum eftir þrjú ár, Þau héldu upp á trúlofun sína rétt fyrir utan tékknesku landamærin. Þá hafði hún fengið tilboð um að leika í kvikmynd í Austurríki. Hún lék með Peter Alexander í Vín í annarri spémynd um Vesturlönd, „Bobby greifi“. Olly fékk þó aðeins auka- hlutverk, og það fékk hún einnig í þýzku kvikmyndinni „Kommisar X“. Og hún fékk fleiri tilboð. Framhald á bls. 50. Með atomhraða sigraði tékkneska fegurðardísin, hin Ijóshærða Olinka Berova, bæði áhorfendur kvikmynda- húsanna og eiginmann sinn, krafta- karlinn Brad Harris, kvikmyndaleik- ara.........

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.