Vikan


Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 24

Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 24
HREINTORG FðGURBORG! J byrjun júnímánðar var gerð mikil hreinsun í Reykjavík og var ekki vanþörf á. Slíkar hreinsanir þarf' annað hvort að gera oftar, eða hafa strangara eftirlit með að rusli sé hent jafnharðan í stað þess að safna því fyrst í hauga mánuðum eða kannske árum saman. Rétt áður en vorhreingerningar á höfuðborginni hófust, fórum við í reisukorn um staðinn og tókum myndir af nokkru því, sem fyrir augun bar. Við skulum vona, að það sé nú allt liorfið og hreinlætið ráði nú ríkjum samkvæmt kjörorði borgarinnar: Hrein torg — fögur borg. LJÖSM.: KRISTJÁN MAGNÚSSON Séð úr Dugguvogi niður í Kænuvoff. Þetta er dót sem tilheyrir húsbygging-um en það var orðinn ærinn tími frá því að það var notað. Slíkt dót ætti fremur að geyma þar sem minna ber á þvi og tvímælalaust færi betur að verja það vindum og veðri. Rétt hjá mestu umferðargötu Reykjavíkur: Laugavegi. Nán- ar tiltekið á horni Nóatúns og Brautarholts, skáhallt móti Þórskaffi. Af ruslahrúgunni má marka, að þarna sé rckið púströraverkstæði. Bíllinn mun aðeins hafa prýtt hauginn um stundarsakir. t Við Dugguvog stendur einhvers konar verkstæði og eins og títt er, hafði þar safnazt saman alls konar skran.. Bílpallur tróndi þar á tunnum og var eitt helzta ornament staðarins. Fyrir miðju hægra mesin: Hreyfill á stórt og gott hús við' Grensásveg. Trúlega er þar gert við dekk, eða hvernig get- ur annars staðið á allri þessari dekkjahrúgu norðan undir húsinu? Ytri myndin: Algeng sjón í Súðarvogi. » Áður fyrr meir fóru farþegar Loftleiða að og frá Reykja- víkur flugvelli framhjá Pólunum, Síðan voru Pólarnir rifn- ir og vegurinn eyðilagðist. Þá var annar lagður undir Öskju- hlíðinni framhjá Slökkvistöðinni — og skrani því, sem sjá má þar hægra megin. Þessu safni hefur nú verið giftusam- lega rutt burtu svo eítir standa aðeins braggarnir; um þá er það gott hægt að segja, að ekki rýkur þar úr strompum svo farþegar Loftleiða, Pan Ams, Flugsýnar og Þyts þurfa ekki endilega að halda, að' þar sé búið. i Vísir að bílakirkjugarði hafði myndazt á opnu svæði milli Fellsmúla og Síðumúla gegnt Grænmetisverzlun ríkisins. Það er eins og sumir menn gangi af bílum sínum fyrir fullt og allt, þar sem þeir gefast upp. ♦ Við Ármúla austanverðan stóð þessi skúlptúr, sem minn- ir mest á fallbyssu úr fyrri heimsstyrjöldinni. Og hefur líklega staðið þar síðan. Kannski kanónu þessari hafi ver- ið skilað, þegar vopnin voru innkölluð á dögunum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.