Vikan


Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 41

Vikan - 20.06.1968, Blaðsíða 41
'léttasta skeiði, horfir ó allt þetta eins og þaulæfður sjónvarpsfrétta- maður. Henni verður fyrst fyrir, þegar eldurinn gýs upp, að þrffa kvikmyndatökuvélina sína upp úr tösku og taka eins mikið af mynd- um og henni er unnt. Nú grúfir hún sig eins og allir hinir. Vélin snertir. Um leið verður fyrsta sprengingin og vélin stend- ur öll í Ijósum loga. Reykurinn stíg- ur sem svartur bólstur til himins og áhorfendur og björgunarmenn á staðnum þykjast fullvissir um, að enginn komist lífs úr þessu. Inni í vélinni æpir kona móðursýkislega og treðst í óttina að neyðardyrun- um. Popsöngvarinn Mark Wynther var á leið til brúðkaups síns f Melbourne. Þegar flugfreyrinn hrópar: „Allir út!" þreifar Mark eftir töskunni sinni með nótunum, sem hann hafði undir sætinu. Hann kennir ekki hitans, hugsar um það eitt að nó í töskuna. Hann finnur hana og treðst af stað með þetta fyrirferðarmikla koffort. Flugfreyr kemur aðvífandi og sparkar koffort- inu úr höndum hans, hrindir hon- um sjólfum út á vænginn. Hann reynir að koma fótum fyrir sig, og það síðasta sem hann heyrir, þegar hann hólf veltur ofan af vængnum úr þessu logandi helvfti er skefja- laus grótur ungrar stúlku. Frú Melda Wilday berst fram til að bjarga sér. Hún finnur ekki út- göngudyrnar fyrir reyk og snýr við, reynir að troðast móti mannhafinu inn í vélina aftur. Einhver þrífur í hana og snarar henni út ó renni- brautina, til lífsins. Sprengingarnar fylgja hver ann- arri eftir eins og f púðurkerlingu, og enginn veit, hvenær lokasprenging- in glymur. Frú Joan McClaren kast- ar tíu ára syni sínum og fjórum börnum öðrum út úr logunum áður en hún flýr sjálf. Frú Shirley Coop- er reynir að komast út með fjögurra ára son sinn í fanginu. Hún veit, að enn er átta ára dóttir hennar, Jacqueline, inni f eldhafinu, og ein- hvers staðar að maður hennar með soninn Kevin. í troðningunum missir hún drenginn. Enginn tekur eftir honum á gólfinu. Honum er sparkað til, stigið á hann, og mökk- urinn er svo þykkur, að hún sér hann ekki. Hún berst móti þessu rennsli fólks f örvæntingu, slær um sig f blindu æði og þreifar um gólfið þar til hún finnur barnið. Hún þrffur það upp og snarar af hendi út f gegnum op á logandi vélarbúknum. Einhvern veginn berst hún sjálf út með straumnum til að frétta, að Jacqueline hafi ekki kom- izt út. Og enn er fólk þarna inni. Kona ein gengur af göflunum. Hún nær taki efst á rennibrautinni og skelf- ingin gefur henni aukinn kraft til að halda sér. Flugfreyja sparkar æðislega í bakið ó henni. Tveir karlmenn þrffa sinn í hvorn hand- legg hennar og fleygja henni nið- ur. Sekúndu sfðar verður ný spreng- ing og karlmaður fleygist einhvers staðar út úr vélinni af loftþrýstingn- Hvernlg maður skolar kyrrstælt raffmagn úr þvottlnum sfnum (og gerir það létt, mjúkt og yndislegt) Bætið E.-4 út í síðasta skolvatnið. Látið þvottavélina þvo þvottinn í 3 mínútur, þá drekkur það í sig þau endurbyggjandi efni, sem finnast í E.-4. (Við smáþvott eigið þér aðeins að hreyfa létt við þvottinum með hendinni). E-4 er hagkvi Þvotturinn hefur nú verið endur- byggður. Hver einasti þráður er þakinn ótrúlega þunnri E.-4 himnu, sem er á þykkt við móle- kúl. Þegar þvotturinn er þurr, „ýta“ himnurnar hinum einstöku þráðum hvorum frá öðrum, svo þvotturinn verður gljúpur, létt- ur og svalur, eins og hann væri nýr. Rafmagnið er horfið úr nyl- on-þráðunum, vegna þess að þeir snerta ekki hvern annan vegna hinnar þunnu E.-4 himnu, Það er auðvelt að ganga frá strauning- unni þegar þvotturinn hefur ver- ið skolaður í E.-4. imasl Auk hinnar vinsælu 1/1 líters flösku fæst E.-4 nú einnig í 2 V2 líters risa- flösku með handarhaldi. — Þegar þér kaupið hana, Frá Dansk Droge Import A/S, Köbenhavn — Herlev. Innflytjandi: íslenzka Verzlunarfélagið hf., Laugavegi 23, sími 19943. 24. fbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.