Vikan


Vikan - 30.01.1969, Qupperneq 8

Vikan - 30.01.1969, Qupperneq 8
GefjunaráklæÖin breytast sí- fellt í htum o,(j múnstrum, því ? æður tízkan hverju sinni. Eitt breytist þó ekki, vöru- vöndun verksmiðjunnar og gæði íslenzku ullarinnar. Allt þetta hefur hjálpað til að gera Gefjuna'i áklæðið vinsælasta húsgagnaáMæðið r landinu. IJUafverksimðjan G EFJ UN NÝÁRSFYRIRHEIT FYRIR LÍKAMA OG SÁL Nýlega fengum við bréf frá lesanda, sem var alveg sprengfullur (eða spreng- full) af nýársfyrirheitum. Þau voru reyndar allt of mörg til að hægt væri að koma þeim fyrir í einni mannlegri veru, en ég hefi nú verið að streitast við að hafna og velja (eins og „lesandi“ segir að sé mjög nauðsynlegt), og þar sem mikil gleði er á himnum yfir einum syndara sem gerir iðrun, held ég það væri ráð að rabba saman: Þá er það lífið og tilver- an. Þú ert ekki einn um það, lesandi góður, að hafa þurft að fórna þér, eða leggja eitthvað af mörkum kringum blessaða jólahá- tíðina. Það getur verið lær- dómsríkt og ánægjulegt, sérstaklega ef þú hefir það á tilfinningunni að hafa glatt náunga þinn. Þú segist nú halda þig he'ma, og mala eins og köttur af eintómri „borg- aralegri “ ást á heimilinu. Þú þarft ekki að fyrir- verða þig fyrir það, það er engin skömm að því að vera „borgaralega" heima- kær. Þú segist hafa fundið fyrir hjarta þínu fyr'r tveim mánuðum. Þú hafðir unnið fram á rauða nótt, fleiri vikur í röð, og þegar þú lagðist á koddann, kom angistin skríðandi. Þú fannst fyrir auka hjarta- slætti, stundum heilli runu, sem endaði í hóstakviðu. Ég hefi orðið fyrir þessu líka. Á slíkum augnablik- um verður manni á að hugsa hvort við leggjum ékki of mikið á okkur, hvort það sé þess virði, þótt við fáum kannski svo- lítið meira í aðra hönd. En að morgni er allt eins og áður. Hjartað tifar ró- lega, angistartilfinningin er horfin. Þú segir að maður verði að læra að hafna og velja. Það getur verið satt og rétt. Það þola ekki allir að erfiða of mikið, bæði við brauðstritið og einka- lífið; en þú segist ekki vera forsætisráðherra, svo þar ætti ein lífshættan að vera úr sögunni. Þetta með hjartað þarf ekki að vera neitt ógnvekj- andi. Og þó! Þegar það er lagt saman við sígarettu- stubbana í öskubakkanum, kílóin sjö síðan í sumar, þá getur það verið gild ástæða fyrir gríðarstóru nýársfyr- irheiti. Við höfum heyrt mikið talað um hagræð'ngu við vinnuna, að leggja ekki meira á okkur en orkan leyfir, og að varast auka- bita eins og sjálfa pestina; láta ekki yfirmenn eða vinnufélaga fara í taug- arnar á okkur, þetta sé allt bezta fólk inn við beinið, enda heflr enginn nema maður sjálfur illt af erg- elsinu. Og svo höfum við heyrt allt sem vert er að vita um streitu og of mikla fitu í æðunum. Sumir hafa tröllatrú á allskonar þrekæfingum og áhöldum til þess brúks. Það getur verið að þú hafir fengið æfinga^xjól eða gorma í jólagjöf. Notaðu það bara, en hafðu samt í huga að ofreyna þig ekki i fyrstu, og æfa þig reglu- lega. Það er hressandi að fara í gönguferð á sunnu- dögum, en það er auðvitað ekki staðbundin þjálfun. Svo komum við að við- kvæmustu spurningunni, reykingunum. Það lítur út fyrir að þar séum við í sama báti. Þú hefir hætt 74 sinnum að reykja, ég get ekki talið þau skipti lengur, og ég ætla ekki að hugsa um það í bili. En ég vona að þegar við erum búin að koma okkur niður á minni streitu og meiri hreyfingu, þá komi þetta allt af sjálfu sér, smátt og smátt. Við erum sammála um að okkur langi til að lifa sæmilegu lífi innan um fólkið í landinu, — gefa kannski svolítið meira af okkur sjálfum. Það getur verið þörf á því. ...

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.