Vikan - 30.01.1969, Blaðsíða 11
;
Matarbar FOLDEN. Notalcgur og
smekklegur matstaður, ekki dýrari cn
aðrir sambærilegir í Kaupmannahötn.
Af reykvíkskum stöðum minnir Ask-
ur einna helzt á Folden, en er þó
órólegri.
4 Lcngst til vinstri: Milli matarbars-
ins og gangsins er skemmtilega skreytt
þil. Ilægra megin að ofan: Úr sýni-
kcnnslusalnum. Þar cru sæti fyrir 64.
Fyrir miðju: „Brug smör, det gör vi,“
sögðu dönslcu kokkarnir, og konurn-
ar sýndust því ekki mótfallnar. Neðst
hægra megin: Bragðið á réttunum —
den er god — den er dansk'. Hvenær
kemur hér: Það er gott — það er ís-
lenzkt!? Neðst vinstra megin: Úr upp-
lýsingaskrifstofu Ekkodanmark. Þar
gctur hver og einn fengið þær upp-
iýsingar um mat — sérílagi danskan
— sem hann kýs.
arinnar er að kynna, matreiða
og bjóða danskar landbúnaðar-
vörur eins og þær eru beztar.
Eftir að ég uppgötvaði þessa
ágætu matarmiðstöð, lét ég aðr-
ar veitingastofur í Kaupmanna-
höfn lönd og leið en saddi' hungr-
ið ævinlega á Foldenbarnum.
Verðið þar er eins hóflegt og á
öðrum stöðum í Kaupmannahöfn,
dýrt að vísu, en ódýrara gefur
ekki í þeirri borg. Danir hafa
sem sé orðið varir við efnahags-
vanda eins og við, og hjá þeim
er veruleg dýrtíð. Og maturinn á
Folden er fyrsta flokks. Þar við
bætist, að húsnæðið allt er fram-
úrskarandi smekklegt og nota-
legt. Þegar setið er innan til við
barinn blasir við skifrúmið milli
hans og gangsins, það er úr
málmstoðum og málmhlutum
með gleri og sýningarkössum á
milli, hér og þar getur að líta
spjöld með dönskum uppskrift-
um, sumum fornum á kátlegu
máli. Allar aðrar skreytingar eru
eftir því látlausar og vel til
fundnar.
Ekki taldi ég mig hafa efni á
að fara inn í veitingasalinn, en
sá þó þangað. Þar er allt jafn
smekklegt og annars staðar,
mildir litir, falleg húsgögn og
röggvarfeldir á gólfum. Glóðar-
steikuibúðin er raunar eins og
búðir gerast, en hún er í tengsl-
um við veitingastofuna og þaðan
koma tilbúnu réttirnir, sem hægt
er að taka með sér heim. Og til
þess að enginn þurfi að kaupa
köttinn í sekknum, er réttum
dagsins hverju sinni stillt út í
sýningarkassa inni í anddyrinu.
í E-delikatessunni fæst svo úr-
val af hráefni í danskan mat, og
þar er hægt að fá bragðprufu af
hverju einu áður en kaupin eru
gerð, síðan, ef þér líkar bragðið,
getur þú keypt einhvern af hin-
um margbreytilegu gjafakössum
með úrvals dönskum mat, og sent
vinum þínum víða um heim.
Hvert sem er í heiminum, sagði
raunar afgreiðslumaðurinn, sem
ég talaði við. Ég bað hann þá að
senda Ojukwu í Bíöfru svo sem
einn kassaskjatta með skinku,
beikoni, eggjum og osti, en sá
danski hló við og sagðist ekki
myndu taka nema hálfvirði fyr-
ir hann, því það væri ekki víst
að hann kæmist alla leið. Ég vildi
ekkert kaupa á afsláttarprís en
sagðist skyldu borga fullt verð,
þegar ég fengi línu frá Ojukwu
með þökk fyrir matinn. Skildum
við svo báðir í góðu skapi, því
fátt kunna Danir betur að spauga
með en mat.
Að íslenzkum garðyrkjumönn-
um má svo skjóta því, að við
hliðina á delíakatessunni er
sýningargluggi, þar sem skraut-
jurtaræktendur sýna framleiðslu
sína á hinn fegursta hátt.
Þá er eftir að geta um kennslu-
salinn í húsi þessu. f hvert
skipti, sem ég kom þarna á
verzlunartíma, var salurinn þétt-
setinn og staðið meðfram bekkj-
unum. Verið var að kynna ýms-
ar landbúnaðarvörur og sýna
matreiðslu þeirra, kennararnir
lýstu jafnharðan því sem þeir
voru að gera og áhorfendum til
hægðarauka var gríðarstór speg-
ill yfir borðinu, svo allir sæju
handbrögðin þótt fjölmenni
skyggði á sjálft borðið. í sam-
bandi við þetta var svo útbýtt
uppskriftum og upplýsingabækl-
ingum. Slagorðið þegar ég var
þarna var Brug smör — det gör
vi ■— og með því var tíðum mjmd
af tveim þriflegum kokkum með
girnilegar kökur og brauð. Mér
var sagt, að það væru sjónvarps-
kokkarnir þeirra Dananna.
Maður sá, sem fyrstur leiddi
mig á þennan stað, hefur vinnu-
stað handan götunnar við efni
alóskylt þessu, vinnur raunar
Framhald á bls. 50.
5. tbl.
'
VIKAN 11