Vikan


Vikan - 30.01.1969, Síða 12

Vikan - 30.01.1969, Síða 12
SMÁSAGA EFTIR ERICK KNIGHT AM SMALL sannfærðist ekki um það smám sam- an að hann gæti flogið — það kom yfir hann allt í einu. Hann hafði farið með Mully um kvöldið niður í Los Ang- eles til þess að hlusta á systur Minnie Tekel Upharsin Smith á samkomu í Musterinu. Sam hafði ekki langað til að fara, en áður en lauk varð hann að viðurkenna, að þetta hefði reyndar ekki verið svo vit- laust, og Mully var frá sér numin af hrifningu. Eftir fyrsta sálminn, bað systir Minnie allt kalifornískt fólk að standa upp og taka í hendur hinna, er viðstaddir voru, og segja: „Guð blessi þig, bróðir eða systir“, eftir því sem við átti. Sam varð dálítið hvumsa, þegar bráðókunnugt fólk fór að taka í höndina á honum, en Mully þótti gaman að því. Þegar systir Minnie bað allt litlent fólk að standa upp og segja frá, hvaðan það væri, fór Mully að leggja að Sam að gera það. En Sam vildi ekkert við það eiga. Fólk fór að hrópa, að það væri frá Þýzkalandi, Ítalíu, Kína og Hawaii; það var meira að segja frá Indlandi. Loks stóðst Mully ekki mátið. Llún hnýtti hattband- inu þétt undir hökuna, reis á fætur og kallaði eins hátt og hvin gat: „Herra og frú Sammywell Small, Powki'- thorpe Brig, Huddersfield, Yorksha, England". Svo settist hún niður, kaf- rjóð í framan, en allir við- staddir klöppuðu. Kona frá Ioway, sem sat næst henni, gaf sig á tal við hana, og Mully lýsti því yfir, að Kali- fornía væri yndislegastii og vinalegasti staðurinn, sem þau hjónin hefðu fyrirhitt á ferð sinni umhverfis jörðna. Sam reyndi að láta sér fátt um finnast, en jafnvel hann fór að leggja við hlustirnar, þegar systir Minnie hóf ræðu sína. Ræðan bar titilinn: „Trúin ílytur fjöll“. Allt byggist á trúnni, sagði systir Minnie, og hún var svo trúuð, að hún vissi, að færu þessi 5000 systkini niður til San Bern- hardino, gætu þau flutt Baldyfjallið, tíu fet nær sjón- um. Auðvitað væri ekki ráð- legt að reyna það, því að mikið rask væri því samfara að flytja; fjall um tíu fet. Jarðfallið öðru megin fjalls- ins gæti legið um ágætis land- areignir og ruðningurinn hin- um megin væri skaðlegur Kaliforníu. Samt sem áður var trúin dásamleg; ef bræð- urnir og systurnar voru nógu trúuð, væri enginn sá hlutur til, sem þau gætu ekki gert. Enginn! Samkomunni lauk með sálmasöng. Fyrst söng annar helmingur áheyrenda og síð- an hinn, til þess að vita, hvor hefði meiri hljóð. Að ])ví loknu ruddust allir til dyra. Þegar Mully og Sam stóðu á horninu og voru að bíða eftir strætisvagninum, gat Mully loksins stunið upp: „Eg veit nú ekki hvernig þér hefur líkað, Sammywell, en mér fannst voða gaman og ég held að það sé al-huggu- legasti staðurinn, sem við höf- um rekist á í ferðalaginu“. Sam vissi ofurvel, að þessi ummæli hennar voru þáttur í árásarherferð þeirri, sem hafði það markmið, að fá hann til að vera um kyrrt í Kaliforníu. Hvorki Mully né Lavina, dóttir þeirra, létu neitt tæki- færi ónotað til að hrósa staðn- um. Vinnie langaði að vera kyrr, svo að hún gæti orðið kvikmynd astj arn a; Mully vildi ekki fara, vegna þess að hún var svo hrifin af því, að pálmatré yxu í landi hvítra manna. Þessvegna voru þær alltaf að sýna Sam fram á, að hann ætti ekkert erindi til Englands, þar eð hann væri hættur að starfa sökum aldurs, og væri auk þess sæmilega efnaður. Sam þóttist vita, að þær mundu fá sínu framgengt að lokum, en þó reyndi hann að streitast á móti. TTann snýtti sér og sagði: „Ójá, það er alls ekki sem verst hér, þegar öllu er á botninn hvolft. Þó vildi ég nú gefa tíu skrotuggur fyrir að vera kominn heim í Arnar- krána, í kunningjahópinn, með ölkrús fyrir framan mig og arineld til að ylja á mér endann“. Mully fussaði. „Sammy- well, sagði ég þér ekki að fá þér hreinan vasaklút, áður en við fórum út í kvöld“! Sam vissi, að hann mundi bíða ósigur, ef hann léti liafa sig út í pex um smámuni, svo hann stakk bara klútskömm- inni í vasann og þagði. Mully hélt áfram að nöldra og narta í hann — eins og konum er lagið; og loks hætti Sam að hlusta á hana — eins og menn gera undir slíkum kring umstæðum. Og meðan liún hélt áfram að nudda, var hann önnum kafinn við að hugsa um trúna. ITann var að velta því íyrir sér, hvort hópur af samtaka fólki gæti í raun og veru flutt fjall úr stað — þótt ekki væri nema einn eða tvo þumlunga. Honum fannst auðskilið, að sá, sem ætlaði að flytja eitt- hvað með trú, yrði að byrja á einhverju auðveldara fyrst, og auka síðan verkefnin, unz hann legði í fjallið. Strætis- vagn væri ágætur til að byrja með — og þar sem hann væri á hjólum, gæti maður sagt að það væri sízt til að spilla. Sam lokaði því augunum og sagði við sjálfan sig: „Eg trúi því, að þegar ég opna augun, verði strætisvagn kominn“. ITann liafði ekki fyrr sagt þetta við sjálfan sig en Molly rak olnbogann í síðuna á hon- um svo mælandi: „Vaknaðu, dauðýflið þitt“! ITann lauk upp augunum og þarna stóð strætisvagninn fyrr framan hann. Sam varð bæði forviða og 12 VIKAN 5-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.