Vikan - 30.01.1969, Qupperneq 13
ánægður. Þetta gat auðvitað
verið hreinasta tilviljun; en
það var samt ímyndunarefni.
Og Sam var að liugsa um
þetta alla leiðina lieim.
Sam og Mully fóru úr vagn-
inum hjá Strandgötu og
gengu hægt heim að gistihús-
inu, þar sem þau bjuggu.
JNIully þótti gaman að ganga
eftir þessari götu — hún var
friðsamleg, rómantísk og svo
suðræn. Hún liggur meðfram
bergbrún, langt fyrir ofan
ströndina; þaðan er hægt að
horfa yfir trégirðinguna, nið-
ur á hallir kvikmyndastjam-
anna og út yfir hafið.
Þegar þau voru komin móts
við hús Marion Davies, stað-
næmdust þau og horfðu yfir
grindverkið. Sam var ennþá
hugsi. Hann tottaði pípuna
í ákafa, horfði út á sjóinn og
hugsaði.
Það var á þessu augnabliki,
sem hann varð altekinn af
hinni furðulegu fullvissu. Ef
til vill stafaði það af því, að
hann stóð svo hátt uppi, eft-
ir að hafa hlýtt á ræðuna og
orðið fyrir hinu kynlega at-
viki með strætisvagninn.
Hver svo sem orsökin var,
þá var hann fullkomlega
sannfærður um að hann gæti
flogið. Hann átti erfitt með
að standa kyrr.
„Mully“, sagði hann;
„stundum finnst mér að mað-
ur gæti hent hér liérna fram
af og flogið ef maður hefði
nógu mikla trú“.
„Já, ef“! sagði Mully og
saug upp í nefið.
Það var svo sem ekki mikla
uppörvun að sækja til lienn-
ar. En því er svo varið með
Yorksliiremann, að því meiri
andstöðu, sem hann mætir,
þeim mun ákveðnari verður
hann. „Jæja þá“, sagði Sam
við sjálfan sig, „ég er viss um
að maður gœti gert það — ef
trúin væri nógu sterk“.
Þegar hann var háttaður
um kvöldið, fór hann að
liugsa um, hve gaman væri
að geta flogið til þess að geta
sýnt Mully fram á, að hún
hafði á röngu að standa. Svo
fór hann að trúa því, trúa
því statt og stöðugt að liann
gæti flogið. Hárin risu á liöfði
hans, þegar hann varð þess
var allt í einu, að hann fór
að lyftast hægt og hægt upp
úr rúminu.
Hann átti bágt með að
skilja þetta. Hann fálmaði
með hendinni undir líkama
sinn. Það var satt! Hann náði
ekki niður í rúmið með hend-
inni. Hann varð svo hissa, að
hann lét sig detta ofan í rúm-
ið, til þess að geta íhugað
málið. Það marraði í dýnunni
við fallið, og Mully hreytti
út úr sér: „Sammywell, ef þú
hættir ekki að hamast svona
í rúminu, þá sef ég í stóln-
um“.
Sam ákvað að bíða, þar til
Mully væri sofnuð, og gera
þá aðra tilraun, en svo illa
tókst til, að hann sofnaði
sjálfur.
Þegar hann vaknaði morg-
uninn eftir, var hann fyrst að
hugsa um að segja Mully allt
af létta. En það var ekki svo
auðvelt um liábjartan dag-
inn, þegar sólin skein á morg-
unverðarborðið, og Mully og
Lavinia sátu þarna svona
eðlilegar og rólegar. Sam sagði
því aðeins: „Mig dreymdi
skrítinn draum í nótt Mully;
mér fannst ég vera að fljúga“.
„Hmm“, sagði Mully.
„Hvað sagði nú pilturinn á
ferðaskrifstofunni okkur að
segja, ef við vildum fá hér
höggvinn sykur“?
„Molasykur, mamma“,
svaraði Lavinia.
„Já, það var rétt. Flýttu
þér nú að borða, telpa mín,
og komdu þér af stað. Við
áttum að hitta kvikmynda-
stjórann í Coolver City
klukkan tíu“.
Framhald á bls. 39.
5. tbi. VIKAN 13