Vikan - 30.01.1969, Blaðsíða 16
Leynífarþegínn
mtnn
M
111
EFTII JOSEPH COHRAO 2. HIUTI
TEIKNING BALTASAR
Þessi kvíði var fullgott svar
við spurningu minni. I því fól-
ust svo átakanlega vandræði
mannsins öll. Ég lokaði gluggan-
um varlega, svo öllu væri óhætt.
Þá mátti tala ofurlítið hærra.
„Hver var þetta?“ hvíslaði
hann þá.
„Annar stýrimaður minn. En
þann mann þekki ég ekki frem-
ur en þér gerið.“
Ég fór að segja leynifarþega
mínum undan og ofanaf um sjálf-
an mig. Ég sagðist hafa verið
ráðinn skipstjóri óviðbúinn, fyr-
ir hálfum mánuði. Engan tíma
haft til viðbúnaðar og undirbún-
ings. Og hvað skipshöfnina
snerti, þá vissi enginn þeirra
neitt um mig, nema að ég ætti
að stýra skipinu heim á leið. —
Annars, sagði ég, var ég ámóta
ókunnugur á skipinu og hann.
Og aldrei hafði ég fundið eins
til þess og núna. Ég sagðist
finna það á mér, að lítið þyrfti
út af að bera svo ég yrði ekki
næsta tortryggilegur í þeirra
augum.
Meðan ég var að segja þetta,
sneri hann sér að mér, og við,
þessir tveir framandi menn á
skipinu, litum nú hvor á annan,
og okkur virtist nokkuð jafnt
vera á komið með okkur báð-
um.
„Stiginn,“ hvíslaði hann eftir
dálitla þögn. „Hver mundi hafa
haldið að stigi væri úti við skips-
hlið um hánótt, og það á skipi,
sem lægi við akkeri! Þegar ég
sá þetta kom yfir mig óþægileg-
ur dofi. Hver maður annar, sem
hefði lifað slíka meðferð, sem ég
hafði orðið að þola, í níu vikur,
hefði verið orðinn þróttlaus.
Enda var ég uppgefinn. Og sjá,
þarna er þá stigi! Og svo greip
ég í hann. Samt sagði ég við
sjálfan mig: hvað þýðir þetta?
Og þegar ég sá mann sem kall-
aði til mín, þá var rétt komið að
mér að sleppa stiganum og synda
burt og láta hann kalla á eftir
mér, hvaða tungumál, sem það
annars væri, sem hann kallaði á.
Mér var sama þó að einhver sæi
mig. Mér þótti það bara gott. Og
svo töluðuð þér til mín svo þægi-
lega, eins og þér hefðuð búizt
við mér. Og þá hætti ég við að
sleppa takinu á stiganum. Ég var
í slæmri klípu, ekki einungis
eftir að ég lagði í þetta sund,
heldur hafði ég engan haft til
að tala við svo lengi. Eg varð
svo feginn að mega eiga orða-
stað við mann, sem ekki var á
Safóru. Og þegar ég spurði eft-
ir skipstióranum, þá var það
svona af því mér datt það í hug.
Ekki hefði ég treyst mér til að
vænta neins góðs af því, því þa
hlaut að komast upp um mig, og
óvinirnir komnir að sækia mig
í fyrramálið. Eg get ekki með
vissu sagt hvað mér gerði, hvort
það var einungis þörfin á að sjá
mann og tala við mann, áður en
ég héldi áfram. Ég veit ckki
hvað ég kynni að hafa sagt. .. .
„Gott veður í kvöld," eða eitt-
hvað þvíumlíkt.“
„Haldið þér, að þeir verði
komnir áður en varir?“ sagði ég
dálítið vantrúaður.
„Það þykir mér fiarska lík-
legt.“ saeði hann dauflega.
Allt í einu var hann orðinn
breyttur — framúrlegur svo ógn
var að siá. Það var varla að
hann héldi höfði.
...Tæia bá. Ætli við reynum
ekki að mæta þeim. En væri
ekki grænst að reyna að sofa
bangpð til? Þarna er rúmið,“
hvíslaði é?. ..Þarf ég að hjálpa
yður? Ée skal koma.“
Það var óvenju hátt upp í
rúmið og skáDar undir því. Þessi
sundgarpur barfnaðist sannar-
lega þess að ég rétti honum
hjálparhönd og Ivfti fótunum
upp í. Hann valt útaf, velti sér
upd í loft og lagði handlegg yfir
augun. Oe þegar hann var kom-
inn í bessar stellingar og lítið
sem ekki sást framan í hann,
skil ég ekki að nokkur hefði
þekkt okkur að. Ég stóð í sömu
sporum stundarkorn og horfði
á þennan tvífara minn, og svo
dró ég rúmtjöldin fyrir, en þau
léku á högldum á koparstöng.
Mér datt í hug snöggvast að
krækja þeim saman til frekara
öryggis, en eg var þa setztur a
bekkinn og nennti einhvern veg-
inn ekki að standa upp til að na
í nælur. É'g ætlaði að gera það
þegar ég væri búinn að jafna
mig betur. Ég var eitthvað svo
úrvinda, þreyttur og hryggur
inn í hjart’arætur, af því að
þurfa að laumast svona með
manninn og hvísla og svo af því
að þurfa að bera með honum
þessa skelfilegu launung. Klukk-
an var orðin þrjú og ég hafði
verið á fótum síðan níu um
morguninn, en samt var ég ekk-
ert syfjaður. ég hefði ekki get-
að sofnað. Þarna sat ég svona
dauðþreyttur, og hafði ekki aug-
un af rúmtjöldunum, og reyndi
að átta mig á þeirri furðu að ég
skyldi þurfa að vera á tveimur
stöðum í einu, og þá hrökk ég
allt í einu í kút, því mér fannst
ég heyra barið hátt inni í höfð-
inu á mér. En svo rann það upp
fyrir mér, mér til óumræðilegs
léttis. að högein voru ekki inni
í höfðinu á mér, heldur var bar-
ið að dvrum. Og þá vissi ég ekki
fyrr til en ég var búinn að
segia: „Kom inn“, og brvtinn
kominn inn með morgunkaffið
mitt á bakka, svo ée hafði þá
sofnað. þrátt fyrir allt, og svo
rinelaður varð ég og skelfdtjr,
að ég hrópaði hátt: „Hineað! Ég
er hérna, bryti,“ eins og hann
hefði verið í mílna fiarlægð.
Hann setti bakkann á borðið sem
næst var legubekknum, og saeði
um leið. ósköp hóglátlega: „Þér
sjáið að þetta er ég, herra.“ Ég
bóttist verða þess var að hann
liti á mig nokkuð fast, en ég
þorði ekki að líta á móti. Hann
hlýtur að hafa spurt sjálfan sig
hvernig á því stæði að ég hefði
dregið rúmtjöldin fyrir en farið
svo að sofa á legubekknum. Svo
fór hann út, og krækti hurðinni
upp, eins og hann var vanur.
Ég heyrði að farið var að þvo
þilfarið yfir höfði mér. Ég vissi
að mér hefði óðar verið sagt til,
ef nokkur byrvindur hefði bært
á sér. Svo það hlaut að vera logn.
Ekki þótti mér það góð tilhugs-
un. Sannast að segja var ég tvíl-
ráðari en nokkru sinni fyrr. Og
svo kemur brytinn aftur þegar
mig sízt varði. Ég stökk upp af
slíkri skyndingu að hann hrökk
við.
„Hvað viljið þér?“
„Eg ætla að loka glugganum
hjá yður, því það er verið að þvo
þilfarið."
„Hann er lokaður,“ sagði ég
og roðnaði.
„Allt í lagi, herra,“ sagði hann.
En hann fór ekki úr gættinni,
heldur mætti hann augnaráði
mínu með nokkuð annarlegri
festu litla stund. Svo fóru aug-
un að flökta, og allur andlits-
svipurinn breyttist, og hann
sagði með óvenjulega blíðri
rödd, og brá fyrir í henni hreim
af stríðni:
„Má ég koma og taka bollann
yðar, herra?“
„Því ekki það?“ Ég sneri við
honum baki meðan hann var að
þessu, svo lokaði ég hurðinni, af-
læsti, og setti slagbrand fyrir.
Þetta mátti varla góðri lukku að
stýra til lengdar. Það var ill-
heitt inni í klefanum, og ekki
bætti það um. Ég gægðist á tví-
farann minn, og sá að hann lá í
sömu stellingum, handleggurinn
lagður yfir augun, eins og þegar
hann lagðist fyrir, en brjóstið
bærðist fyrir andardrættinum,
hárið var vott, og sviti spratt á
hökunni. Ég rétti út hönd yfir
hann og opnaði gluggann.
„Ég verð að láta sjá mig uppi,“
hugsaði ég.
Því varð samt ekki neitað, að
samkvæmt stöðu minni gat ég
gert hvað sem mér sýndist, án
þess nokkur maður á skipinu
hefði vald til að skipta sér af
því, en að loka klefanum og taka
lykilinn, það þorði ég ekki.
Um leið og ég kom fram frá
félaga mínum, sá ég stýrimenn
mína báða, annar stýrimaður
berfættur, fyrsti í gúmmístígvél-
um, og brytinn kominn hálfa
leið niður stigann að tjá þeim
eitthvað af mesta áhuga. Hann
sá mig og hörfaði, flýtti sér úr
augsýn, en annar stýrimaður
stökk í mesta flýti yfir á aðal-
þilfar og fór að hrópa upp ein-
hverjar fyrirskipanir, en fyrsti
stýrimaður kom til mín, og sneri
við húfunni.
Mér sýndist ekki betur en að
hálfdulin forvitni lýsti sér í aug-
unum, og það kom ekki vel viö
mig. Ekki veit ég hvort brytinn
hefur sagt honum að ég væri
„skrýtinn", eða að ég væri
dauðadrukkinn, en það sá ég
þegar, að hann var að gefa gæt-
ur að mér. Ég beið eftir honum
með bros á vör, sem hafði þau
áhrif þegar ég var kominn vel í
ljósmál, að það var því líkast
sem sjálft skeggið frysi. Ég
leyfði honum ekki að verða fyrri
til að ávarpa mig.
„Gerið að reiðanum!"
Þetta var hin fyrsti fyrirskip-
un mín eftir að ég tók við skip-
stjórninni, og ég beið uppi með-
an hún var framkvæmd. Mér
hafði fundizt þörf á að láta sjá
að ég gæti látið til mín taka.
Þessi ófeilni strákur varð sumsé
að lægja drambið dálítið við
Framhald á bls. 33.
5. tbi. VIKAN 17
16 VIKAN s- tw.