Vikan


Vikan - 30.01.1969, Side 21

Vikan - 30.01.1969, Side 21
áhuga á að gera samning um hljóm- plötuútgáfu. Eg sagði: — Það fer eftir því .... Hann spurði, hvort ég gæti komið til London, en ég kvaðst ekki geta það fyrr en í næstu viku. Hann lét það gott heita og slitum við talinu. A eftir sagði ég móður minni alla söguna og einnig, að mér hefði virzt röddin líkjast mjög rödd Paul McCart- neys. Fimm mínútum síðar hringir síminn enn og sama röddin segir formálalaust: — Geturðu ekki komið hingað á morgun? Ég sagðist því miður ekki geta það. — Hvers vegna geturðu ekki komið á morgun? Láttu nú ekki svona. Spurðu hana mömmu þína. Ég lét hann tala sjálfan við mömmu og nú kynnti liann sig' loksins. Ég hef aldrei í lífinu verið eins spennt og æst. Eg, sem alltaf hafði verið mesti Bítla- aðdáandinn i allri Wales. Ég var farin að minnast á þá í skólanum löngu áður en nokkur hafði hugmynd um, hverjir þeir væru. Þér liefðuð átt að sjá skóla- bækurnar mínar. Þær voru allar útlímd- ar í Bítlamyndum .... Daginn eftir sendí Paul bíl eftir okk- ur. Um leið og við birtumst á skrifstofu lians, sagði hann: — Hafið þið fengið nokkuð að borða? Eigum við ekki að koma hérna út á liorn og fá okkur steiktar kartöflur með spældu eggi? Paul er sætur og elskulegur í þess orðs beztu merkingu. Paul valdi lagið, sem ég átti að syngja á fyrstu plötuna. Mér þótti lagið fall- egt, en ég hélt ekki, að ég gæti sungið það. Eg hélt áfram að halda því fram, að það væri ekki við mitt liæfi, og ég mundi aldrei geta sungið það vel. En hann neitaði því harðlega og sagði, að ég gæti vel sungið það. Ég var lirædd við að syngja það aðallega af því, að ég hef aldrei verið ástfangin. Ég varð þess vegna að reyna að ímynda mér, hvernig ungri stúlku líður, þegar hún er í slíku hugarástandi.“ Mary hætti í skólanum í maí, án ])ess að hafa lokið prófi og hefur ekki komið í gamla þorpið sitt, síðan hún öðlaðist frægð sína. „Ég kvíði svolítið fyrir að koma heim,“ segir hún. „Hvað skyldi fólkið tala og hugsa um mig? En ég er viss Framhald á bls. 37. 5. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.