Vikan - 30.01.1969, Síða 24
FYRST KARLMAÐUR
ÞESSI KONA Eð TIECUA SARNA FAOIR
Þetta er ekkert spaug, — held-
ur bláber sannleikur. Jean Jous-
selol var með læknisaðgerð gerð,-
ur að konunni Jeannette, sem
þá var kvæntur maður og faðir
tveggja barna. Hann var einn af
þeim óhamingjusömu mönnum,
sem náttúran hefir leikið á
grimmilegan hátt. — Að ytra út-
liti karlmaður, en sálarlega og
líffræðilega kona. Það er sannað
mál að það eru milljónir slíkra
tvíkynjunga til í heiminum, sem
sannarlega eiga við erfiðleika að
stríða, og líða fyrir þessi vand-
ræði sín, og þrá að vera það
sem þeir í raun og veru eru. Nú
er hægt að hjálpa þessu fólki með
læknisfræðilegum aðgerðum. Það
er hægt að lækna hið erfiða sál-
arstríð, sem þjakar það fólk, sem
er fætt með þessum ósköpum.
Hér verður sagt frá örlögum
fólks, sem orðið hefir fyrir sárri
reynslu, vegna þessa meðfædda
vanskapnaðar, en sem hefir feng-
ið bót með læknishjálp. . . .
Það var kveikt á ljóskösturun-
um yfir skurðborðinu. Hjúkrun-
arkonan gekk til og frá. Klukk-
an var hálfníu. Klukkan níu ætl-
aði skurðlæknirinn dr. Duras að
gera aðgerð, sem breytti Jean
Jousselot í Jeanette.
Þetta var eina skurðaðgerðin
sem hann ætlaði að gera þennan
rigningardag í september, árið
1962. Læknirinn beið í vinnu-
stofu sinni, meðan verið var að
ljúka við undirbúning á skurð-
stofunni.
Á skrifborðinu fyrir framan
hann lá samþykkt læknafélags-
ins, undirskrifuð af þekktum
prófessor í læknisfræði:
... erum við komnir á þá skoð-
un að sjálfsagt sé að reyna skurð-
aðgerð, þar sem aðrar læknisað-
gerðir hafa ekki hjálpað sjúk-
lingnum....
Litlu síðar kom dr. Duras við
í sjúkrastofu númer 17. Þar lá
Jean Jousselot í rúmi sínu. Hann
virtist alveg rólegur.
— Hvernig líður yður? spurði
iæknirinn.
— Vel. En mér á eftir að líða
betur.
— Ég verð ennþá að endur-
taka: — Þér vitið hvað þessi að-
gerð hefir í för með sér? sagði
læknirinn, alvarlegur í bragði. —
Þér getið aldrei snúið við!
— Ég kæri mig heldur ekki um
það.
— Þér eruð ekki einn í heim-
inum. Hugsið um alla þá sem þér
þekktuð og sem þekktuð yður
sem karlmann. Konu yðar. Börn-
in yðar.
— Börnin mín taka mig nú
þegar sem konu. Um hina þarf
ég ekki að hugsa. Þeir geta þá
ekki hæðzt að mér lengur. Ég
verð að byrja nýtt líf, innan um
nýtt fólk.
— Þér skuluð hugsa þetta vel.
Þér verðið að stunda kvenmanns-
verk, og þar af leiðandi fáið þér
laun samkvæmt því.
— Ég veit þetta allt! Læknir-
inn fann að sjúklingurinn var
orðinn óþolinmóður. — Tilfinn-
ingar mínar eru tilfinningar
konu, allt annað væri ekki sann-
leikanum samkvæmt.
Dr. Duras rétti úr sér, þegar
barið var að dyrum. Það var
svæfingarhjúkrunarkonan. — Já,
þá byrjum við, sagði læknirinn.
Nokkru síðar stóð dr. Duras í
skurðstofunni. Klukkan var þá
nákvæmlega níu. Framundan
voru þrjár klukkustundir við
skurðborðið.
Dr. Duras rétti úr sér. —
Skurðhníf, sagði hann....
JEAN VAKNAÐI SEM KONA.
þekktuð og sem þekktu yður
heiminum, sem taka að sér að-
gerðir sem þessa. Menn eins og
þessi franski læknir eru ekki
margir. Fjrrir sumum, já, jafn-
vel starfsbræðrum sínum, eru
þeir álitnir hálfgerðir skottu-
læknar. En það eru aðrir sem
líta á slíkar aðgerðir sem lausn
þessarra vandamála, sem sann-
arlega eru útbreiddari en fólk
grunar.
Þá kemur upp sú spurning: Eru
þessar aðgerðir varanleg hjálp?
Sjúklingurinn Jousselot hefir
fengið varanlega hjálp.
Jeanette Jousselot segir nú: —
Þegar ég vaknaði eftir aðgerð-
ina fannst mér ég vera í sjöunda
himni. Sársaukinn var ekkert.
Það eina sem skipti máli var það
að ég gæti yfirgefið sjúkrahúsið
sem kona. Ég kom þangað sem
36 ára karlmaður, en fór sem ung
kona.
Nú eru liðin sex ár frá þessum
atburði og Jeanette segir okkur
sögu sína:
Jean Jousselot fæddist á eyj-
unni Re.
— Ég var eirðarlaus og veiklu-
24 VIKAN 5-tbl'