Vikan - 30.01.1969, Page 26
FYRST KARLMAÐUR-SÍÐAN KONA
hús dr. Duras, eftir átta vikna
dvöl þar, fór hún að kanna hina
nýju veröld.
Fyrst lá leið hennar í nærfata-
deild í stórri verzlun.
Jeanette segir: — Mér þótti
mjög notalegt að handleika þess-
ar mjúku silkivörur, velja ilm-
vatn, púður og varalit.
Aðspurð hvort hún hefði ekki
farið hjá sér fyrst í stað, í þess-
um búningi, segir hún: — f
fyrstu glumdi svolítið í háu hæl-
unum á gangstéttinni. En mér
fannst notalegt að finna fyrir
pilsinu. Ég reyndi að sjá það á
vegfarendum hvort eitthvað væri
athugavert við mig, en varð þess
ekki vör. Hún var greinilega
kvenleg.
Hún fékk svo atvinnu sem
gengilbeina á veitingahúsi. Hún
var mjög nákvæm með snyrtingu
sína, enda virtust karlkyns
gestir veitingahússins ánægðir
með frammistöðu hennar.
Og svo kynntist hún karl-
manni frá Marselle. Hann var
nokkuð eldri, en henni fannst
það ekkert verra, henni fannst
þá sem hún væri sjálf ennþá
yngri.
Það var af tilviljun að hann
rakst inn á þessa veitingastofu.
Hann var frekar óframfærinn,
en hann fór þó að venja kom-
ur sínar þangað, og að lokum
kom að því að hann bauð henni
í helgarferðalag. Þessi kynni
byrjuðu eins og venjulegt ástar-
ævintýri, og Jeanette var mjög
hamingjusöm. Það virtist sem öll
vandamál hennar væru nú leyst.
En svo fór hann að tala um
hjónaband, já, og jafnvel um að
eignast börn.
Atti hún að segja honum sann-
le'kann? Hún var á báðum átt-
um í viku, en svo ákvað hún að
segja honum frá fortíð sinni.
— Ég sá það á andliti hans hve
skelfingu lostinn hann var. Hann
sagði ekki neitt og ég óska þess
að ég hefði aldrei séð hann.
Næsta dag kom hann ekki,
eins og hann hafði þó talað um.
Bréfin, sem hún skrifaði honum,
komu óopnuð til baka. Hún sá
hann aldrei framar.
— Ég þjáðist hræðilega og
hugsaði jafnvel um að svipta mig
lífi.
En hún fékk sér stöðu á öðr-
um stað, og náði sér von bráðar.
— Ég hitti karlmenn og kunni
vel við mig í félagsskap þeirra,
var hreykin þegar þeir sögðu að
ég væri lagleg stúlka. En það
var ekki stundargaman sem ég
þráði
Svo ákvað hún að fara frá
París. Hana langaði til að fara til
æskustöðvanna. Hún keypti bíl
á Flóamarkaðinum, lét gera úr
honum íbúðarvagn og hélt til
eyjarinnar Re, við vesturströnd
Frakklands. Þangað var farið til
að heimsækja Jeanette fyrir
nokkrum vikum.
Þegar blaðamennirnir komu
til hennar var hún að ríða net,
og var í bláum gallabuxum og
gamalli ullarpeysu, sem var svo
þröng að mjög mikið bar á
brjóstunum. Sítt, kastaníubrúnt
hárið var bundið saman í hnakk-
anum. Hún var ekki ólík söng-
konunni Lale Anderson. En
hendur hennar voru hrjúfar og
röddin dimm.
Um kvöldið var hún búin að
hafa fataskipti, var þá mjög að-
laðandi og vel snyrt. En í vagn-
inum hennar var mynd af tve:m
telpum, og hún var í raun og
veru faðir þeirra.
Jeanette hefur verið skilin við
„konu“ sína í átta ár.
— Sjáið þér þá ekki fyrrver-
andi konu yðar?
— Hún kemur oft með telp-
urnar. Við erum eiginlega eins
og systur.
— En börnin?
— Þær kalla mig frænku, þær
vita ekkert annað.
Þannig er líf hennar, sem einu
sinni var Jean Jousselot. Er hún
ánægðari, eða iðrast hún eftir að
hafa látið gera þessa aðgerð?
- Nei, ég hef aldrei iðrazt
þess. Fyrra líf mitt, 36 vandræða-
ár, er liðið. Mér finnst að nú sé
ég að nrnnsta kosti ég sjálf.
Þessi kynskipting á Jeanette
Jousselot er frá læknisfræðilegu
sjónarmiði mjög athyglisverð, en
frá mannlegu sjónarmiði er þetta
raunar sorgarsaga: Tvö börn
missa föður sinn og eiginkona
manninn.
En þessi furðusaga er þó ekk-
ert einsdæmi, og skal hér iítil-
lega drepið á örlög nokkurra ann-
arra, sem hafa orðið fyrir þessu
og snúizt við því á sama hátt og
Jeanette:
IADY ASHLEY-
CORBETT
En það er ekki alltaf sem kyn-
skipti leiða til fullkominnar
gleði, og bezta dæmið um það er
hlutskipti Lady Ashley-Corbett.
Lord Rovalland Corbett var ekki
í neinum vafa, þegar hann hitti
fyrirsætuna April Ashley, að
hann hefði fundið ,,þá einu
réttu“. Og nokkru síðar varð hún
Lady Ashley-Corbett, gift ein-
um ríkasta manni í Englandi.
Lady Corbett þekkti allt fína
fólkið í London, og þau hjónin
áttu íbúð í London, landsetur á
Englandi og sumarhús á Spáni.
Það leit út fyrir að April hefði
höndlað hamingjuna. Það vissu
ekki margir um uppvaxtarár
hennar og það var gott, því að
hún var fædd sem drengur. Hann
var 19 ára og staddur í París, er
hann komst að því að mögu-
leikar voru á þvi að breyta um
kyn, en hann hafði alltaf haft
það á tilfinningunni að hann yrði
hamingjusamari sem kona.
— Fyrsti áfanginn var hor-
mónagjafir, en síðar var gerð
aðgerð á einkasjúkrahúsi í París.
Þá gat ég snúið mér að þvi að
fá skilríkjum mínum breytt .
Svo varð George Ashley April
Ashley, sem varð fyrirsæta. Hún
kynntist svo Lord Corbett og
varð konan hans. Þau voru gift
í þrjú ár, en þá var það orðið ljóst
að April var haldin verulegri
kyndeyfð.
Nú lifir hin fyrrverandi lady
Ashley-Corbett hinu ljúfa lífi
fyrirsætunnar ýmist í London
eða Róm. Hún virðist ánægð eins
og er.
26 VIKAN 5-tbl