Vikan - 30.01.1969, Síða 30
Framhald af bls. 23
— Látið sem ekkert sé, fagra frú, sagði L'Aubigniére. — Þetta er
bara til minningar um vináttu Irokanna. Það er ekki fallegt, ég skal
viðurkenna bað, en það kemur ekki í veg fyrir að ég geti notað
byssuna.
— Pyntuðu Irokarnir yður?
— Þeir náðu mér, þegar ég var sautján ára, haust nokkurt, þegar
ég fór að skjóta endur i fenjunum umhverfis Þrífljót, þessvegna er
ég allt eins þekktur sem Þrífingur Þrifljóta.
Og þegar Angelique gat ekki varizt því að líta með meðaumkun á
þessa hræðilegu hendur hélt hann áfram:
— Þeir byrjuðu með því að skera af mér þrjá fingur með beitt-
um skeljum. Stubburinn, sem eftir var, var sviðinn i Indíánapípu og
svo sneru þeir sér að hinum fingrunum og rifu af þeim neglurnar með
tönnunum, en brenndu sumar.
— Og þú lézt ekki bugast?
Þar var rödd Florimond. Hann rak úfinn kollinn upp fyrir brúnina
á súputarínunni og augu hans gneistuðu af æsingi.
1/2 lítri köld mjólk
1 ROYAL búðingspakki.
Hrœrið saman.
Tilbúið eftir 5 mínútur.
Súkkulaði karamellu
vanillu jarðarberja
sítrónu.
— Tisti ekki einu sinni, ungi maður. — Heldurðu að ég hafi kæid
mig um að sýna úlfunum þá ánægju að sjá mig engjast og snúast i
kvöl? Og það sem meira er, ég hefði dæmt sjálfan mig til dauða og
það meira að segja fyrir hendi Indíánakerlinganna. Hvilik smán. Þegar
þær sáu að ég var hraustur og þolinn tóku þeir mig að sér ég var
meira en ár hjá þeim.
— Talarðu þá Iroksku?
— Sennilega betur en hinn mikli höfðingi Swanissit sjálfur ...
Og svo bætti hann við, snögglega, eftir að hafa litazt um í salnum með
fjarrænu augnaráði. — Það er hann, sem ég er að svipast um eftir
hér.
Hann var með svört augu í brúnu andliti. Hár hans var brúnt og
hrokkið og bylgjaðist ofan á Indíánajakkann hans úr görfuðu leðri.
Um höfuðið var hann með band, útsaumað með litlum perlum með
tvær fjaðrir i aftast.
Það hlaut að vera þetta band um lokkana, sem gaf honum þennan
sakleysislega og næstum barnalegan svip, þrátt fyrir þrekvaxnar axl-
irnar og tröllavöxtinn.
— Ef það er Swanissit, sem þú ert að leita að. drengur minn, lítur
helzt út fyrir að þú sért að reyna að forðast hann, því að í síðasta
mánuði var hann norður við Mistasinvatn, ásamt nokkrum af mönn-
um sínum, sagði Loménie greifi. — Það fréttum við eftir tveimur villi-
mönnum ofan úr fjöllunum, sem til allrar hamingju tókst að flýja, áður
en Irokarnir komust til þorpsins þeirra.
— Og ég fullvissa yður um að hann er hér, svaraði l’Augbigniére og
lamdi krepptum hnefa í borðið. — Hann er kominn til að slást í hóp
með Otakke, hinum mikla Móhaukaforingja. Við náðum í Iroka i fyrra-
kvöld, við komum honum til að tala.... Þar sem Otakke er, finnur
þú Swanissit. Fláðu leðrið af þessum tveimur hausum og þar með hef-
urðu bundið endi á hinar fimm þjóðir Irokanna.
— Þú ætlar að hefna Þinna þriggja fingra, sagði Maupertuis og hló.
— Ég ætla að hefna systur minnar og mágs og ættingja nágranna
míns Maudreuils, sem hér er. I síðastliðin sex ár höfum við verið á hæl-
um þessa gamla refs, Swanissit, til að klappa honum um kollinn.
— Vertu rólegur, Eliacien, sagði hann og sneri sér að baróninum
unga, sem hann hafði sér við hiið. — Dag nokkurn muntu halda á leðri
Swanissit í hönd þér og ég hampa höfuðleðri Otakkes.
— Þegar ég var með Irokum, hélt hann áfram, — var Otakke bróðir
minn. Hann er mesti ræðusnillingur sem ég þekki, hinn slyngasti og
hefnigjarnansti maður, sem mér er- kunnugt um. Hann er nokkurskon-
ar meðalamaður og stendur i nánu sambandi við anda draumanna. Ég
ann honum og hata hann í senn. Við getum orðað það þannig: Ég
virði hann fyrir hugrekki hans, en ég myndi með ánægju drepa hann,
vegna þess að hann er sannarlega grimmasta skepna sem Frakki getur
rekizt á.
— Ætlarðu að gefa þessari konu nokkuð að éta, frændi? spurði
Eloi Macollet geðvonzkulega.
— Já, já afi, rífðu ekki af þér hárið. Madame, ég bið yöur fyrir-
gefningar. Pont-Briand getur þú ekki gert eitthvað i málinu?
— Jú, ég er að því. Ég er að leita að einhverjum bita í þessari ágætu
kássu, sem sæmdi gaffli svo fagurrar konu, en ....
— Hvað þá um þetta, bjarnarlöpp? Það er bezti bitinn. Þú ert þöngul-
haus, Pont-Briand, vinur minn. Það er auðvelt að sjá að þú ert nýkominn.
— Ég? Ég hef verið fimmtán ár í Kanada!
— Ætlarðu eða ætlarðu ekki að gefa henni eitthva'ö að éta? spurði
gamli maðurinn ógnandi.
— Jú, jú, hér kemur það. Þeir drógu griðarstóran disk i áttina til
hennar með hiaupkenndum, dökkum kjöthlunkum syndandi i rafgulri
fitusósu. Romain de 1‘Aubigniére rak skaddaða fingur sína ofan í krás-
ina, án þess að skeyta um hitann. Hann losaði soðið kjötið fimlega frá
beittum klónumi, hver um sig minnti á lítinn, hættulegan, íbjúgan
rýting og það glamraði í klónum, þegar hann kastði þeim frá sér á
borðið.
— Vinur okkar Mopuntook þarna gæti gert sér bærilega festi úr
þessum klóm, til að vefja um lendar sér og háls, gerið svo vel, Madame,
þetta gétið þér borðað, án þess að eiga á hættu að Maskwa, hans há-
göfgi björninn — festi eitt af varnarvopnum sínum í hálsi yðar.
Angelique virti vandlega fyrir sér bjarnarkjötsbitann, sem sá sem
næstur henni sat hafði iagt svo kurteislega fyrir framan hana og hulið
með feitri sósu, hún hafði komið hingað til að ræða um hryssuna við
eiginmann sinn, en hafði rekizt inn i næstum formlega veizlu. Hún
hrópaði hvað eftir annað i áttina til Peyracs, sem sat þó nokkuð frá
henni við endann á langborðinu, en vegna reyksins og hreyfingar gest-
anna ,náði hún ekki augnasambandi við hann og sá auk þess heldur varla
framan í hann. Þó íann hún við og við að það var eins og hann horfði
á hana. Hún ákvað að reyna að vera kurteis við þessa hálfdrukknu
Frakka ,sem höfðu boðið henni að setjast hjá sér og kynnu að taka það
illa upp, ef hún þæði ekki góðgerðir þeirra.
Hún var ekki svöng, en þegar allt kom til alls hafði hún gert ýmislegt
annað erfiðar um dagana, en éta soðið bjarnarkjöt; svo liún stakk bita
upp í sig.
— Fáið yður glas, sagði Pont-Briand. — Þér verðið að fá eitthvað að
drekka til að skola fitunni niður.
Angelique saup á glasinu og féll næstum aftur fyrir sig.
Allir við borðið fylgdu hverri hennar hreyfingu i algjörri þögn, eins
og veiðimenn, sem biða færis.
Sem betur fór hafði Angelique lært að drekka við frönsku hirðina
og náði sér fljótlega eftir þetta.
— Nú fer ég að siklja hversvegna Indíánarnir kalla vinanda ykkar
eldvatn, sagði hún, þegar hún hafði náð sér aftur.
Allir ráku upp hlátur og glas hennar var barmafyllt á ný með ánægju.
Allt í einu sneru allir sér að mat sínum aftur og samræðugnýrinn brauzt
út á ný. Angelique kom nú auga á Octave Malaprade matsveininn, sem
hafði nú komið i ljós við hinn enda herbergisins með steikta hæsna-
fugla, þá mundi hún eftir Jonasarfólkinu og bjóst til að standa upp,
í því skyni að biðja hann að fara með eitthvað matarkyns til litla
hússins. En Pont-Briand þreif í hana, af svo miklu afli að hún sárfann
til í framhandleggnum.
— Farið ekki, sagði hann með mikilli ákefð. — Ég get ekki afborið
það.
30 VIKAN 5-tbl'
öll réttindi dskilin, Operu Mundi, Parjs, — Framh. í næsta blaði.