Vikan - 30.01.1969, Síða 41
varð að láta dóttur sína fara
eina í kvikmyndaverið. Og
þótt undarlegt megi virðast,
var svo að sjá sem Laviniu
gengi betur en áður, og það
fór að líta út fyrir, að hún
mundi eiga framtíð fyrir sér
á kvikmyndasviðinu. Það
eina, sem spillti fyrir henni,
að því er hún sagði sjálf, var
heimilið.
„Þetta hús“, sagði hún, „er
svo lítið — og nágrennið! Við
ættum að búa þar sem ég
gæti haldið veizlur, hitt á-
hrifamikið fólk og náð í sam-
bönd“.
Það varð úr, að Mully og
Lavinia fengu stórt og fallegt
hús. Það stóð á fögrum stað
og í garðinum voru allskonar
tré og einnig gosbrunnur.
Þegar þær höfðu lcomið sér
fyrir, bauð Lavinia ýmsu fyr-
irfólki heim.
Sam hafði fremur lítið hlut-
verk með höndum í veizlunni,
þar til talið barst af hendingu
að flugvélum. Flutningaflug-
vél hafði hrapað í San Fran-
ciscoflóa og allir viðstaddir
höfðu skýringar á reiðum
höndum.
„Nei, þetta er elcki rétt lijá
ykkur“, skaut Sam inn í.
„Sennilega hefir flugvélin
hrapað af því, að loítið var
hvikult“.
„Var hvað“? spurði stúlka
nokkur, með hvellri röddu.
„Það var hvikult“, sagði
Sam. Allir hættu að tala, og
Sam fór að útskýra þetta nán-
ar. „Ég hefi fundið upp þetta
orð, en ég skal útskýra það
betur fyrir ykkur. Stundum
er loftið eins gott og slétt eins
og maður getur óskað sér .. “
„Pabbi“, skaut Lavinia inn
í, „viltu ekki setja upp borð-
tennisnetið“?
„Rétt strax“, sagði Sam.
„Stundum er það aftur á móti
í eintómum linökrum. Ég
kalla það hvikult. Sjáið nú
til, við slculum segja að ég
sé flugvél“. Hann baðaði út
höndunum. Öllum var mikið
skemmt, og Sam var óneitan-
lega dálítið skringilegur, þar
sem hann stóð þarna með út-
rétta armana.
Þegar Mully sá gestina
brosa, var henni allri lokið.
Hún hnippti svo duglega í
Sam, að Jrað lá við að hann
rifbrotnaði. „Það er kominn
tími til að setja upp borð-
tennisnetið væni“, sagð.i hún
með áherzlu.
Sam setti upp netið, og
gestirnir fóru að slá boltann
á milli sín. Sam horfði á
þá um stund, en ráfaði svo
einn um húsið. Hann var
fremur niðurdreginn, þegar
hár, myndarlegur piltur vatt
sé allt í einu að lionum.
„Herra Small“, sagði hann,
„ég heiti Harry Hanks. Ég
fékk áhuga á því sem þér
voruð að tala um — livik-
ult loft. Það var tekið fram
í fyrir yður“.
„Jæja“, sagði Sam, „það er
svona“. Hann baðaðá aftur
út höndunum, en leit í kring-
um sig, til þess að vita, hvort
Mully væri nálæg. „Komdu
fram í eldhús, lagsmaðVir“,
sagði Sam, „við verðum síð-
ur truflaðir þar“.
1 eldhúsinu útskýrði Sam,
hvernig loftið verður hvikult
öðru hvoru, og hversvegna
fuglar geta þolað það, af því
að vængir þeirra eru sveigj-
anlegir. „En flugvélavængir
láta ekki undan“.
„Mjög athyglisvert“, sagði
pilturinn. „Haldið áfram“.
Og Sam hélt áfram útskýr-
ingum sínum. Veizlunni var
lokið, áður en Mully hug-
kvæmdist að leita að Sam i
eldhúsinu. Þegar hún kom
fram, sagðist ungi maðnrinn
þurfa að fara strax. Mully
beið, þangað til hann var far-
inn. Þá einblíndi hún á sex
tómar bjórflöskur á borðinu.
„Ertu byrjaður á fífla-
skapnum aftur“, byrjaði hún.
Sam þekkti Mully sína, svo
við borðið, en Mully og Lav-
inia sugu upp í nefið og
hundsuðu hann, eins og kon-
ur gera, þegar karlmaður hef-
ir fallið í ónáð hjá þeim. Loks
brast Lavinia í grát.
„Æ, stilltu þig nú“, bað
Sam þreytulegum rómi.
„Hvernig getur telpan gert
að því þó hún gráti“? sagði
Mully, glöð yfir því að hafa
fengið átyllu til þess að taka
þátt í deihmni. „Guð veit, að
við erum eins og við getum,
en þú eyðileggur allt. Þú
fleiprar um hluti, sem þú hef-
ir ekki minnsta vit á — og
hellir í þig bjór frammi í eld-
húsi“.
„Sei, sei. Við drukkum að-
eins tvær eða þrjár flöskur
hvor. Og þetta er amerískur
bjór — sem ekkert gagn er
í“.
„Það fóru allir að hlægja
að þér“, hélt Mully áfram.
„Þeir kunna þá ekkimanna-
siði“, sagði Sam. „Ég tala
ekki bull, þegar ég tala á ann-
að borð. Píltarnir í Arnar-
kránni voru allir hrifnir af
því, sem ég lagði til mál-
anna“.
„Þeir ræflar“, hvæsti
Mully.
„Þetta er eklci Arnarkráin,
pabbi, þetta er Hollywood“,
sagði Lavinia kjökrandi. „Og
þú ferð með herra Hanks
fram í eldhús“.
„Hvað um það, pilturinn
hafði áhuga á málinu“, sagði
Sam hvatskeytlega, því að
það var farð að síga í hann.
„Eg skýrði út íyrir honum
nokkur smáatriði varðandi
flug, annað ekki“.
Við þessi orð æpti Lavin-
ia upp yí'ir sig og huldi and-
litð í höndum sér.
„Hvað hefi ég gert“? stundi
Sam.
„Hvað hefir þú gert“, hvein
í Mully. „Herra Hanks er
enginn annar en kvikmynda-
stjórinn, sem ætlaði að ráða
Laviniu. Og þar á ofan er
hann enginn annar en flug-
maðurinn, sem hefir sett öll
nýjustu metin í hraðflugi,
hæðarflugi og langflugi. Sá er
maðurinn. Og svo sezt þú nið-
ur, þöngulhausinn þinn, herra
Sam Small, og ætlar að fara
að fræða hann um flugmál“.
„Og nú hefir þú gjöreyði-
fyrir mér“, sagði Lavinia.
„Hann hlýtur að halda að
ég sé komin af kolbrjáluðu
fólki“.
Mully og Lavinia skiptust
á um að hella úr skálum reiði
sinnar yfir Sam, unz honum
var nóg boðið og hann stóð
upp.
„Hættið þið nú“, þrumaði
hann, „nú er nóg komið“!
Sam talaði í þessum tón
svo sem einu sinni á ári, en
þegar hann gerði það, var mál
til komið að hafa sig hægan,
var Mully vön að segja. Hvað
var lika varið í að vera gift
manni, sem ekki var liægt að
stríða dálítið daglega? Og
hver vildi á hinn bóginn
mann, sem ekki gat sýnt,
svona einu sinni eða tvisvar
á ári, hver var húsbóndi á
heimilinu? Mully og Lavinia
sátu kyrrar eins og mýs og
Sam starði á þær.
„Jæja þá“, sagði hann. Eg
ætla að fá mér göngutúr —
og ég ætla að far einn, án
þess að nokknr sé aði elta
mig“.
Hann beið andartak, en
hvorug mótmælti. Hann stik-
aði því út og setti npp spari-
hattinn sinn. Hann stefndi ó-
sjálfrátt niður að ströndinn.
Hann gekk út að grindunum
og starði fram fyrir sig, langt
fyrir ofan hallir kvikmynda-
stjarnanna og brimgarðinn,
sem sást óglöggt i rökkrinu.
Hann lagði hattinn á bekk,
gekk fram á brúnina og hóf
sig til flugs.
Uppstreymið við bergið
sveiflaði honum hátt upp í
loftið. Loftstraumarnir léku
um andlit hans, óg hann sveif
fram og aftur og naut til
íullnustu hins fyrsta flugs
undir beru lofti.
Hann gleymdi reiðinni,
gleymdi öllu nema hinni un-
aðslegu hrífningu yfir flug'-
inu. Hingað til hafði Sam
flogið í daunillu innilofti.
Þetta var allt annað. Langt
niðri í Santa Monicagjánni
sá hann pylsuvagnana og öl-
búðirnar og örsmáu bílljós-
in, sem skriðu hægt upp eft-
ir strandveginum. Hann fyllt-
ist hálfgerðri meðaumkun, er
hann sá hve bílarnir voru litl-
ir og hægfara. Vesalings jarð-
bundnu ormar! Aleðan Sam
var á flugi, fylltist hann
djúpri sarnúð með mannkyn-
inu. Hann hugsaði ekki um
Mully og kenndi ekki í brjósti
um hana. Hugur hans um-
faðmaði allar Mullyar og all-
ar konur, sem elska, þjást og
þræla fyrir karlmennina.
Gagntekinn af þessari tilfinn-
ingu, sveiflaði hann sér á lilið-
ina og lenti á tánum hjá
bekknum. Svo tók hann hatt-
inn sinn og gekk hægt heim-
leiðis.
QAM var að vísu fullur
hrifningar yfir fluginu, en
þó var hann hálfdapur í
5. tbi. VIICAN 41
að hann lagði á flótta og kom
ekki heim fyrr en um kvöld-
verðartíma. Hann sat þögull lagt alla ráðningarmöguleika