Vikan - 30.01.1969, Qupperneq 44
Hogglethwaites, og þar þvoðu
þeir og klipptu hunda, og
voru steinhissa á fáfræði Am-
eríkumanna á öllu því, er
snerti hundahald. Því að Sam
var eins og allir Yorkshire-
menn, fæddur alVitringur í
öllu því, er hundum viðkom.
Allt hel'ði sennilega farið
vel, ef einn seppinn, af pek-
ingakyni, hefði ekki troðið sér
undir girðinguna. Sam var
staddur í húsgarðinum að
viðra hunda, þegar hann
heyrði Dick kalla: „Stoppaðu
þennan bölvaðan peking.“
Hann er bandvitlaus og æðir
eitthvað út í buskann.“
Sam ætlaði að þrífa í hund-
inn, en varð of seinn. Dick
hljóp út úr búðinni í hend-
ingskasti, en þegar hann kom
út í garðinn, sá hann að Sam
hélt á hundinum undir hend-
inni.
„Nú er ég alddilis ....,“
sagði Dick. „Hvernig komstu
út fyrir girðinguna?"
„Stökk yfir hana, kunn-
ingi,“ sagði Sam og glotbi.
„Taktu eftir!“
Sam spyrnti ofurlítið og
sveif yfir girðinguna. Svo
lenti hann, sneri sér við og
stökk aftur yfir. Það er að
segja; hann virtist stökkva,
en auðvitað var þetta aðeins
smávegis flugferð fyrir Sam.
„Þetta kalla ég vel af sér
vikið!“ sagði Dick. „Girðing
in cr 2,10 metrar á hæð.“
Ilann náði í málband og
mældi grindverkið. Það var
2,15 metrar.
„Heyrðu mig,“ sagði hann.
„Við þurfum að gera eitthvað
í þessu. Þú stekkur 2,15 metra
og mig minnir að heimsmetið
sé aðeins 2 metrar eða eitt-
hvað svoleiðis. Við gætum
grætt laglegan skilding á
þessu, lagsm.“
Diek stakk upp á því, að
Sam færi að æfa íþróttir.
„Það er enginn skaði skeður,
þó að við svælum nokkrar
kringlóttar út úr þessum
bannsettum Ameríkönum,“
sagði hann. „Þeir eru búnir
að vinna Olympíuleikina svo
oft, að það er kominn tími til
að almennilegur Breti slái þá
út, og næli sér í nokkur pund
um leið.“
„Ojá, það er ekkert ljótt
við það að sigra í heiðarlegri
keppni,“ sagði Sam.
Sam fór að æfa sig. Dick
gerðist þjálfari hans, lét hann
hlaupa, og stökkva hástökk
og langstökk. Hann lét hann
éta hrá egg og drekka Sherry,
og nuddaði hann.
„Jæja lasm,“ sagði hann
dag nokkurn, „ég er búinn að
þjálfa þig eins og liægt er. Eg
hefi gert það sem mér bar.
Láttu nú ekki þitt eftir
liggja.“
Þeir fóru út á íþróttavöll-
inn og Dick veðjaði á Sam.
Þegar hann kom aftur inn í
búningsklefann, ljómaði hann
allur af ánægju. „Eg hefi
veðjað fimm dollurum á móti
einum á þig,“ sagði hann.
Eftir að Dick hafði hjálpað
Sain að klæða sig í stökkbún-
inginn, fylgdi hann honum út
á völlinn. „Vertu ekki smeyk-
ur,“ sagði hann, „ég er viss
um að þú vinnur.“
„Ef þú heldur það, er mér
borgið,“ sagði Sam.
Fyrst var kep])t í hástökki.
Dick lét það eiga sig, þar til
komið var upp í 1,75 metra.
Þá færði hann Sam úr sloppn-
um. „Þetta getur þú auðveld-
lega,“ sagði hann.
Sam var dálítið taugaó-
styrkur, en traust Dicks
styrkti hann, og hann hljóp
að slánni og stökk yfir. Sláin
var hækkuð um 2,5 centi-
metra. Annar kepjjendanna
gat ekki stokkið yfir. Sam og
hinn, sem eftir var, stukku,
og sláin var alltaf að hækka,
unz allt í einu glumdi í hátal-
aranum: „Olympíumet í há-
stökki með atrennu. Sam
Small frá Stóra-Bretlandi
stekkur nú.“
Sam tók tilhlaup og flaug
yfir: Ahorfendur klöppuðu.
Hinn keppandinn stökk líka
yfir: Þegar tilkynnt var í há-
talaranum að sláin hefði ver-
ið hækkuð í nýtt heimsmet,
þustu ljósmyndarar á. Vett-
vang, og Sam sveif þó nokkuð
fyrir ofan slána. Hinum kepp-
anum mistókst.
Fólk tor að þyrpast kring-
um Sam, og dómarar komu
með málbönd, til þess að
ganga úr skugga um, að hæð-
in væri rétt. Þeir fóru að ríf-
ast sín á milli, þar til Sam
sagði: „Jæja þiltar, hækkið
þið slána um nokkra senti-
metra til öryggis.“ Þeir gerðu
það og Sam flaug yfir.
Dómararnir vildu komast
að raun um, hve hátt Sam
gæti stokkið, en Dick dró
hann í burtu. „Nei, piltar
mínir,“ sagði hann. „Það eru
tvær keppnir eftir og ég ætla
ekki að láta hann ofreyna
sig.“
Það fór á sömu leið með
stangastökkið. Sam setti nýtt
met: 4,58 metra. Svo kom
langstöWkið. Sam dauðlang-
aði að stökkva hundrað metra
en hélt að það mundi koma
veðmálunum á ringulreið.
Hann stökk því aðeins 9
metra, og setti nýtt met. Þeg-
ar allt kom til alls voru hinir
tveir lagsbræður harla ánægð-
ir yfir dagsverkinu, þegar þeir
löbbuðu heim til Dicks og
töldu peningana, sem Jjeir
höfðu unnið.
Þegar Sam hélt heimleiðis
um kvöldið, var hann daufur
í dálkinn eftir alla æsinguna.
Honum fannst hann vera ein-
mana og hann kvaldist af
heimþrá. Hann langaði til að
tala \’ið einhvern um hinn
nýja og einkennilega hæfi-
leika sinn; og við hvern átti
hann að tala nema Mully? En
þegar lieim kom, var allt á
tjá og tundri. Lavinia var ný-
búin að skrifa undir fimm ára
ráðningarsamníng við kvik-
myndafélag, og allt var í upp-
námi. Sam kom ekki að einu
orði; hann fór einn að hátta,
og fannst hann vera ein-
mannalegri en nokkru sinni
fyrr.
TW’ÆSTA morgún byrjuðu
*• erfiðleikarnir fyrir al-
vöru. Blöðin voru full af frá-
sögnum um manninn, sem
hafði „slegið“ þrjú heimsmet
á einum degi. A forsíðu blað-
anan voru myndir af Sam, þar
sem hann sveif yfir slána.
Og greinarnar, sem skrifað-
ar voru um Sam, voru óskap-
legar. Eitt blaðið í Los Ang-
els birti eina setningu um
Sam; afgangurinn af greininni
fjallaði um hvað loftslagið í
Kaliforníu gæti haft góð áhrif
á fimmtíu og þriggja ára
gamlan mann. Annað blað
taldi hinn kaliforniska appel-
sínusafa orsök þess, að fimm-
tíu og sjö ára gamall maður
færi fram úr heimsmetum.
Eitt. blaðið áleit, að hið kali-
forniska sólskin yki blóðsvk-
urinn svo mjög, að þakka
bæri því hin nýju met, og enn
annað taldi hinar kalifornisku
hlaupabrautir aðalorsök met-
anna. Blöðin í austurríkjun-
um voru á einni skoðun um
það, að hér væru á ferðinni
nýjar kaliforniskar blekking-
ar, og að dómararnir hefðu
notað sérstök kalifornisk mál-
bönd. Floridafylki fór fram á,
að hin nýju met yrðu ekki
viðurkennd, sökum þess, að
einn ræsirinn hefði ekki verið
viðurkenndur af Iþróttasam-
bandinu. Það var ekki um að
efast, að Sam var orðinn
kunnur maður.
Sam og Molly komust brátt
að raun um að svo var. í být-
ið næsta morgun hóf Mully
máls með þessum orðum:
„Hvað hefir þú nú gert af
þér?“
„Að mér heilum og lifandi
— ekki enitt.“
„Ekki neitt! Llvað vilja
Jjessir tuttugu fréttaritarar,
sem bíða niðri? Og hvað er
þetta?“ Hún keyrði dagblað
framan í Sam; það var mynd
af honum, þar sem hann var
að stökkva langstökk.
„Hvað gengur á? Eg var
bara að æfa mig svolítið í
gær. Og svo er þetta ekki
heldur líkt mér, er það?“
Mully reif blaðið af honum:
„Jæja, Sam Small, ég veit
ekki hvar þetta ætlar að enda.
Maður á þínum aldri að ham-
ast í íþróttaæfingum! I guðs-
bænum, hvað hefir komið fyr-
ir þig.“
„Eg heli engar fréttir að
segja,“ muldraði Sam þrjózk-
ur. „Jæja væni,“ sagði Mully.
„Komdu og seztu hérna á sóf-
ann hjá mér. Þú leynir mig
einhverju. Segðu mér það!“
Sam leit á Mully. Honum
svelgdist svolítið á, en hann
gerði sér fljótt ljóst, að ósann-
indi stoðuðu ekki. „Jæja
Mully mín,“ sagði hann, „það
er ekkert annað en það, að ég
get flogið.“
„Getur hvað?“ hváði
Mully.
,,FIogið,“ sagði hann.
„Hægan nú! Eg skal sýna þér
það.“ Hann lyl'ti sér frá gólf-
inu, og eftir að hafa svifið dá-
lítið um herbergið, lenti hann
á tánum rétt hjá Mully.
„Þarna sérðu. Eg get l'logið."
„Víst getur þú það,“ sam-
44 VIKAN 5 tbl