Vikan


Vikan - 30.01.1969, Side 49

Vikan - 30.01.1969, Side 49
— m.inn, sem var að reyna að fljúga. Þeir hlógu, og því meira sem þeir hlógu, því hraðar hljóp Sam og hoppaði, unz hann var kominn að niður- lotum. Þá nam hann staðar. Fólkið var hætt að hlægja, það fussaði og öskraði af reiði. Hann sá sýningarskrár og dagblöð þyrlast um loftið. Hann var i hálfgerðu anóki, er honum var ýtt eftir gang- inum og inn í búningsher- bergið. Mully stóð við hlið hans og Jim starði á hann. „Borgið þeim til baka. Eg Sam. „Borgið þeim til baka. Eg skal borga leiguna fyrir hús- ið og allt annað, þó að ég verði að eyða öllu, sem við eigum.“ Jim reis á fætur. „Gott og vel, herra Small,“ sagði hann. „Ekki ásaka ég yður.“ „Fallega mælt, drengur minn,“ sagði Sam. „Flýttu þér fram og segðu fólkinu frá þessu.“ Svo var Sam einn eftir með Molly, og hún leit á hann. „Eg býst við að þú sért bálreið út i mig,“ sagði hann. „Nei, væni,“ sagði hún. „Eg er ekkert reið, en þú varst dálítið asnalegur þarna frammi áðan. Skiptu nú um föt og við skulum aldrei minnast á flug aftur.“ Svo fór hún. „Kannske mig hafi bara dreymt að ég gæti flogið,“ sagð Sam við sjálfan sig. Hann klæddi sig í fötin, dap- ur í bragði. Honum sárnaði mest af öllu, hvernig Mully leit til hans. Hún mundi aldr- ei framar trúa honum. Trú! En hún var orsökin til alls þessa! Hann mundi allt í einu eft- ir orðum litla prófessorsins: „Segið við sjálfan yður: „Ég get flogið. Ég get ]rað! Ég get það! Og trúið því ávallt.“ Sam brá á sig axlaböndunum i hendingskasti: „Guð minn góður,“ hrópaði hann, „ég get flogið. Opnið þið bölvað- ar dyrnar!“ Um leið og hurðin opnað- ist, liófst hann á loft og sveif yfir höfuð lögregluþjónanna, sem köstuðu sér niður til þess að verða ekki á vegi hans. Hann þaut el'tir ganginum, fyrir oían fólkið, og sveif upp í hinn geysistóra áhorfenda- sal. „Bölvaðir ræflar,“ æpti hann, „ég skal sýna ykkur það!“ Hann þaut nærri beint upp undir loftið og horfði niður á hinar fölu ásjónir, sem störðu vantrúaðar á hann. „Ég skal sýna ykkur það!“ æpti hann aftur og steypti sér niður eins og steypiflug- vél. Ahorfendurnir hrukku í allar áttir, skelfingu lostnir, og kútveltust hver um ann- an, en Sam þaut áfram i átt- ina til útgöngudyranna. Hann flaug með ofsahraða yfir fólksfjöldann og skauzt lit um dyrnar. „Nú, get ég þá flogið?“ hrópaði hann og sveif i hringjum og steypti sér í náttmyrkrinu, rétt uppi yfir bifreiðum og fótgangandi fólki. Hann tyllti sér á hús- þak og horfði niður á stræt- in. Bifreiðar rákust á og kon- ur féllu í öngvit. Það hvein í flautum lögreglubifreiða, sjúkravagna og slökkviliðs- bíla. „Komið þér niður, þér þarna,“ kallaði lögregluþjónn, og fór að klifra upp bruna- stiga, með byssu í hendinni. Sam stökk fram af brún- inni, sveif í hringi kringum stigann, og steypti sér niður að manngrúanum á götunni. Hann þaut aftur upp á við og geystist. um borgina þvera og endilanga, hrópandi hót- anir og ögrunarorð, og kom hvarvetna allri umferð á ringulreið. Þegar hann var kominn hátt í loft upp, rann honum reiðin. Hann var orð- inn leiður á mönnunum og sveif liægt upp í náttmyrkt himinhvolfið. Hann heyrði aðeins óglöggt ys stórborgar- innar. Fyrir neðan hann var eyjan eins og ljósknipplingar. I hinum tignarlega sorta um- hverfis hann rauf ekkert kyrrðina, nema flugvélagnýr úr suðurátt. Músik loftsins, sem lék mn andlit hans, gerði hann ró- legan, en jafnframt dapran. Hann sveif hægt niður til borgarinnar og horfði á hana undrandi og ruglaður. Um leið náði hin eðlilega var- færni hans tökum á honum. „Jæja þá, Sam Small,“ sagði hann við sjálfan sig. „Þú liefur lokið þér af. En hvernig í fjandanum getur þú nú ratað heim?“ Ein af stór- byggingunum þarna niðri lilaut að vera hótelið hans, en þær voru allar eins. Hann flaug fram og aftur, þar til hann kom auga á þak með grasbletti og gosbrunni. „Hér er mjúkt að halla sér, og í býtið í fyrramálið get ég læðzt niður og komizt heim,“ hugsaði Sam með sér. egar Sam vaknaði, skein sólin framan í hann og lögregluþjónn hélt í hendina á honum. „Hver fjárinn, ég hlýt að hafa sofið yfir mig,“ sagði hann. „Hverng komstu hingað upp?“ spurði lögregluþjónn- inn. „Ég flaug hingað, lagsmað- ur,“ sagði Sam. Rétt í þessu hrópaði kona, sem stóð í ná- munda: „Leðurblöknmaður- inn!“ „Eg hef þá náð þér,“ sagði lögregluþjónninn og dró upp byssuna. „Og þii skalt ekki gera neina tilraun til að flýja.“ En jafnskjótt og Sam sá byssuna, þaut hann 20 fet í loft upp og þaut með elding- arhraða í burtu. Hann heyrði að lögregluþjónninn skaut sex skotum. Hann hvíldi sig' á þægilegum hússvölum, en heyrði hljóð að baki sér. Þeg- ar hann leit um öxl, sá hann dáfríða konu, sem lá i sól- baði. „Afsakið, frú,“ sagði Sam og sneri sér hæversklega und- an. „Mér þykir leitt að hafa ónáðað yður.“ Og enn hóf hann sig til flugs. Þannig gekk það til allan morguninn. I hvert skipti sem Sam ætlaði að lenda, æpti fólkið: „Leðurblökumað- urinn — leðurblökumaður- inn!“ og hljóp eftir strætun- um, til þess að horfa á hann. Loks gat hann hvílt sig- á einni af skrímslismynduriúm á Chryslerbyggingunni. En jafnvel þar liafði hann ekki frið, því að fólkið opnaði gluggana og hrópaði til hans. Lögregluþjónn kallaði til Sams og bað hann að koma niður, en Sam var búinn að missa virðinguna fyrir bláa 1 ögregl u bú n i ngn u m. „Nei, 5. tw. yiKAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.