Vikan


Vikan - 30.01.1969, Page 50

Vikan - 30.01.1969, Page 50
karlinn,“ sagði hann, „ef þú klifrar hingað upp, þá flýg cg bara yfir á aðra byggingu, og þú verður að klifra aftur upp á hana. Eina rnanneskj- an, sem ég vil tala við, er hún Mully mín. Sæktu hana Mully, ég skal tala við hana.“ Sam færði sig upp á turn- spíruna, og þar sat hann klukkutímum saman, unz komið var undir kvöld. Lolcs heyrðist hrópað niðri, og Sam sá grilla í hatt Mullyar á svölum fyrir neðan. Hann sveif niður til þess að hjálpa henni, unz þau voru stödd á múrbrún ein út af fyrir sig. Mully starði á hann, og munaði litlu að hún færi að gráta. „Heyrðu, Sam,“ sagði luin, „þarna hefur þú setið á skyrtunni í alla nótt eins og spörfugl. Þú hlýtur að hafa dauðkvefast.“ „Mully,“ bað Sam, „byrj- aðu nú ekki að rífast í mér. Hjálpaðu mér heldur út úr þessari klípu, og ég skal aldr- ei framar lyfta fótunum frá jörðinni. Segðu þessum lög- regluþjónaskröttum að mig langi bara að komast niður og fara heim til Yorkshire.“ „Nei, væni,“ sagði Mully, „þú verður að sitja þar sem þú ert kominn. Þú hefur kom- ið borginni á annan endann. Fólk, sem hefur verið að glápa á þig, hefur farizt tug- um saman í umferðarslysum. Menn eru íarnir að stefna þér fyrir skemmdarverk og ég veit ekki hvað.“ „Hvert í logandi,“ stundi Sam. „Forsetinn hefur skipað að loka kauphöllunum. Hann hefur kallað saman þingið, til þess að samþykkja nýja fjár- veitingu til varnarráðstafana gegn fljúgandi mönnurn. I stuttu máli, Sam Small, þú hefur komið öllu á ringulreið í heiminum.“ „Mig langaði bara að vera kominn heim til Yorkshire, Mully, með ölkrús fyrir fram- an mig og nokkra kunningja til að spjalla við á kvöldin. Og nú er ég kominn í laglega klípu!“ Sam þagði stundar- korn. „Jæja, Mully,“ sagði hann svo. „Þetta er mér að kenna. Farðu nú niður, náðu þér í lest til Kaliforníu og 50 VIKAN 5 tbl vertu hjá Laviniu. Ég skal hugsa um mig.“ „Nei,“ sagði Mully gröm. „Þetta er ekki síður mér að kenna en þér. Hér er ég og hér verð ég, hjá þér!“ Sam varð hugsi um stund og horfði yíir borgina. Þau sátu enn í sólskini, en niðri í borginni var tekið að rökkva. Hann leit á Mully. „Milli- cent Small,“ sagði hann. „Elskar þú mig, góða?“ „Vertu nú ekki að þessum bjánaskap.“ „Ég meina það. Það er þýðingarmikið. Elskar þú mig?“ Nú fór Mully að gráta — Sam til mikillar undrun- ar. Loks leit hún á hann. „Sam Small,“ sagði hún, „þú hefur ekki spurt mig um þetta í nærri því tuttugu ár.“ „Jæja, ég er fámáll mað- ur,“ sagði Sam. „Vera má, að ég hafi oft ætlað að spyrja þig að þessu. Nú spyr ég þig?“ Mully saug upp í nefið. „Ég hef fætt barn þitt, þveg- ið fötin þín, eldað ofan í þig og sofið hjá þér í tuttugu ár,“ sagði hún. „Og þú spyrð mig, hvort ég elski þig. Ef ég geri það ekki, þá hef ég siglt und- ir fölsku flaggi allan þennan tíma.“ „Þetta er mér nóg,“ sagði Sam. „Taktu nú i hendina á mér,“ sagði hann, „og vertu ekki hrædd. Trúðu bara á mig, það er allt og sumt.“ Mully leit niður á strætin, langt fyrir neðan, full af fólki. „Heyrðu, væni, það verður laglegur skellur, ef þér misheppnast,“ sagði hún og tók í hönd hans. „Teldu upp að þremur, væni.“ „Einn —,“ sagði Sam. Mully dró djúpt andann. „Tveir —,“ sagði Sam. Mully lokaði augunum. „Trúðu á mig,“ sagði Sam. „Allt í lagi,“ sagði hún. „Ég trúi á þig, Sam.“ „Þá förum við! þrír! Mully steig fram með lok- uð augun. Hún fann loftið þjóta um sig. Það var unaðs- legt. Hún opnaði augun. Svo brosti hún; þarna var Sam við ldið hennar, fingurgómar hans snertu fingur hennar, og þau svifu í stórum boga upp á við. ANNIG hurfu þau sjón- um New Yorkbúa. Fólk- ið í húsunum og mannfjöld- inn á strætunum, sá tvær manneskjur fljúga hlið við hlið upp í himingeiminn, unz þær voru eins og tvær agnir, sem bar við milt kvöldloftið — ofar og ofar, þar til þær hurfu algerlega. Og þannig flugu Sam og Mully heim til Yorkshire og settust þar að. Ef þið leggið einhvern tíma leið ykkar til Yorkshire, til staðar sem nefndur er Polkingthorpebrú, nálægt Huddersfield, getið þið komizt að raun um sann- leiksgildi þessarar sögu. Þar getið þið, hvaða kvöld sem er, gengið niður í Arnarkrána, og liitt náunga, Sam Small að nafni, sem situr með öl- krús fyrir framan sig, skíð- logandi arineld að baki, spjallandi við hóp af kunn- ingjum sínum. En það þýðir ekki að spyrja hann, hvort liann geti flogið. Ef hann er spurður um það, hvessir hann augun og segir: „Nei, það er ekki ég. Þið hljótið að eiga við annan Sam Small — náung- ann, sem missti byssuna sína og stöðvaði orrustuna við Waterloo.“ ☆ Mig dreymdi Framhald af bls. 9 Mig dreymdi í fyrra, að ég væri á skemmtistað hér í borg. Það fór fram happdrætti og númer fylgdi hverjum aðgöngu- miða. Mér fannst ég vera þarna með áðurnefndum kunningja mínum). Allt í einuhættir hljóm- sveitin að spila og komið er með stóran kassa og dregið í happ- drættinu. Nafn mitt og heimilis- fang er lesið upp. Ég geng upp á sviðið og tek við vinningnum, sem reynist vera sjálfvirkþvotta- vél. Ég sá hana ekki, en mér fannst hún samt vera þarna. Ég var afskaplega ánægð. K.B.P. Báðir þcssir draumar eru já- kvæðir og boða gott. Sá fyrri (gráturinn) táknar mikla gleði og hamingju og sá síðari (happ- drættisvinningurinn) er fyrir því, að þú munt brátt fá mikils- vert hlutverk í hendur, sem reynir á þolinmæði þína og starfsþrek, en færir þér sanna hamingju. Blunda nú bændur Framhald af bls. 11 fyrir útlent fyrirtæki. Hann sagði mér, að í fyrstu hefði Ekkodanmark átt heldur erfitt uppdráttar og verið lítið. sótt, en búnaðarsambandið hefði ekki gefizt upp, og nú væri svo kom- ið, að fyrirtækið gengi mjög vel. Og væri það að makleikum, sagði hann, því bændur landsins hefðu hag af starfsemi Ekko- danmark jafnvel þótt þeir þyrftu kannski að greiða svolítið með henni, það væri ekki efamál, að það, sem þarna væri gert, marg- efldi sölu landbúnaðarvara í landinu og jafnvel utan þess. Ef til vill er ég ósanngjarn, að bera saman danska bændur og íslenzka, svo mikill munur, sem er á löndunum. Samt get ég ekki varizt þeirri hugsun, að landar mínir og fyrrverandi fast að því starfsbræður ættu að nýta betur þá möguleika, sem þeir hafa í Reykjavík með Hallarkynnum sínum við Hagatorg. Vel er mér kunnugt um, að margháttaða saðningu er hægt að fá í því húsi, en aldrei hefur verið lögð þar að staðaldri rík áherzla á kynn- ihgu á íslenzkum landbúnaðar- afurðum og meðferð þeirra. Þar er ekki stöðug upplýsingaskrif- stofa og önnur þjónusta um mat- armeðferð og matargerð. Þar er engin landbúnaðarvöruverzl- un, þaðan af síður verzlun, sem sérhæfir sig í því að selja ein- ungis beztu fáanlegar búnaðar- vörur á hverjum tíma. Ég geri mér þess fulla grein, að nokkur kostnaður hlyti að verða af slíkri starfsemi, en það er eins í land- búnaði og öllum öðrum viðskipt- um: það kostar peninga að græða. Einnig hefur mér margsinn- is fundizt, að íslenzkir bændur séu furðu sinnulausir um sölu- málefni sín, þótt ekki sé hugsað svo hátt, að koma upp vísi að „Ekkoíslandi" í Bændahöllinni. Þeir hafa til dæmis engan áhuga sýnt því máli, í hvers lags um- búðum helmingur landsmanna, íbúar Stórreykjavíkur og ná- grennis, fái mjólkina, svo dæmi sé nefnt. Engum, sem vill vita, getui' blandazt hugur um, að hyrnurnar eru mjög óvinsælar, en tveggja lítra kassarnir, „fern- urnar“ þeim mun vinsælli. Það fer heldur elcki milli mála, þótt mörgum líki vel við dolluskyrið nýja, að jafn mörgum líkar það illa, annað hvort að bragði eða að verði, nema hvort tveggja komi til. Samt er sjaldgæft að fá skyr á gamla mátann í út- sölum mjólkursamsölunnar. Af- leiðingin verður sú, að sá, sem ekki vill dolluskyrið, kaupir ekki skyr.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.