Vikan


Vikan - 13.02.1969, Qupperneq 2

Vikan - 13.02.1969, Qupperneq 2
líftRYGGing er bezta gfdfin. í önn dagsins vill oft gleymast að hugsa um framtíð eiginkonu og barna, ef fjölskyldufaðirinn fellur frá. VERÐTRYGGÐ LÍFTRYGGING hentar sérlega vel hér á landi, þar sem verð- bólga hefur komið í veg fyrir eðlílega starfsemi líftrygginga. Tryggingar- upphœðin og iðgjaldið hœkkar árlega eftir vísitölu framfærslukostnaðar. IÐGJALD er mjög lágt, t. d. greiðir 25 ára gamall maður kr. 1.000.00 á ári fyrir líftryggingu aö upphœð kr. 248.000,00. Hringið strax í síma 38500 eða í næsta umboðsmann og fáið nánari upp- lýsingar um þessa hagkvæmu iíftryggingu. LÍFTRYGGHNGAFÉIAGID ANDVAKA ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500 Þegar pabbi hefur ekki „haft neitt“ í útvarpsþætti var nýlega sögð saga af tveimur skóla- stúlkum, sem voru að tala saman. Önnur kvaðst ekki geta farið á dansæfinguna á laugardaginn, af því að hún ætti ekki grænan eyri og pabbi hennar hafði ekki „haft neitt“ síðan um miðjan des- ember. Fyrirlesari kvaðst að vonum hafa hrokkið við, þeg- ar hann heyrði þetta orðtak „að hafa ekki neitt“, en það mun hafa verið algengt á kreppuárunum. Atvinnuleysi er eitthvert skelfilegast fyrirbæri, sem hægt er að hugsa sér. Aðeins þeir sem reynt hafa geta gert sér í hugarlund, hvernig heimilisföður líður, þegar hann hefur enga atvinnu dag eftir dag og enginn getur sagt um, hvenær hann fái atvinnu næst. Þegar þetta er ritað eru hátt á þriðja þúsund manns atvinnulausir á landinu, og talsverður uggur og kvíði hef- ur gripið um sig meðal al- mennings. Menn eru í alvöru farnir að óttast um eigin hag og velferð í framtíðinni. •> Á sama tíma geysist hag- fræðingur ríkisstjórnarinnar og aðal sérfræðingur í efna- hagsmálum fram á sjónar- sviðið og heldur því fram, að atvinnuleysið hafi um ára- mótin ekki verið nema 3%, en slíkt sé algengt í iðnþró- uðum löndum. Líklega er þessi fullyrðing citthvert bezta dæmið um hátterni strútsins sem völ er á. Þegar slíkar fullyrðingar eru bornar á borð fyrir al- menning, þá liggur við, að maður gerist svo illgjarn að óska eflir atvinnuleysi í stétt hagfræðinga. G.Gr. 2 VIKAN 7 tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.