Vikan


Vikan - 13.02.1969, Side 5

Vikan - 13.02.1969, Side 5
sem er algert trúnaðarmál milli mín og viffskiptavina minna.“ AFRÍKA í SJÓNVARPINU Kæri Póstur! Eg er einn þeirra, sem fylgdist með sjónvarps- kvikmynd ABC um Afr- íku öll fjögur kvöldin. Mér fannst myndin um margt fróðleg og skemmtileg, en mér gramdist, hvað hún var á margan hátt hlut- dræg. Sérstaklega var það í sambandi við Suður- Afríku og aðskilnaðar- stefnuna að myndargerð- armennirnir virtust hafa gert þann hluta myndar- innar með fyrirfram and- úð á aðskilnaðarstefnunni með dauðadóm yfir henni í huga. Víst má margt að henni finna, og vafalaust er hún illframkvæmanleg, en þó er margt virðingar- vert við hana. Myndin lagði áherzlu á það í sam- bandi við mörg önnur Afríkuríki, hver nauðsyn væri á því að Afríkunegr- arnir tileinkuðu sér þróun tímanna og tækju upp siði menntaðra manna, en það er einmitt þetta atriði, sem aðskilnaðarstefnan hefur að markmiði í Suður- Afríku. Svo hví er það fordæmt þar en hvergi annars staðar? Annað gleymdist líka alveg, að hvíta fólkið verður fyrir sitt leyti að gegna sömu vegabréfa- og persónu- ríkjaskyldu og svertingj- arnir, og þeir eru eins bundnir við sín svæði og þeir. Það gleymdist sem sagt að sýna allt það, sem gert er fyrir svertingjana, en lögð áherzla á það, sem ef til vill er ekki eins gott i okkar augum — en er þetta réttlátt? Með kærri kveðju. Einn, sem hefur verið suður frá. Kynþáttavandamáliff í Afríku er eflaust mjög erfitt viðureignar, en eftir aff hafa séff hina ágætu sjónvarpsþætti um Afríku, þá getum viff ekki affhyllzt affskilnaðarstefnuna í Suff- ur-Afríku. Þessir sjón- varpsþættir eru gerffir af mjög færum og snjöllum mönnum og meginmark- miff þeirra var, aff sýna ástandið í Afríku á hlut- lausan hátt. Þessir þættir hafa lilotiff mikiff lof er- lendis og ekki er okkur kunnugt um, aff stjórn- endur þeirra hafi verið gagnrýndir fyrir hlut- drægni. Viff trúum því frekar sjónvarpsmönnun- um en þér, jafnvel þótt þú hafir veriff „suffur frá“. HVERJIR FÁ ATVINNULEYSISSTYRKI Kæra Vika! Undanfarið hafa blöð og útvarp og líka sjónvarpið alltaf verið með fréttir af því, hve margir væru skráðir atvinnulausir hér og þar um landið. Þetta er náttúrlega voðalega slæmt og maður verður að gera kröfu til þess, að stjórnin geri eitthvað í þessu. Einu sinni heyrði ég nefnda þá aðferð til að efla efnahag þjóðfélagsins að lækka gjöldin á íbúunum, svo þeir hefðu meira fé handa á milli til að velta, því þá væri hægt að skattleggja peningana oftar, eftir því sem þeir væru meira í veltunni, og fá þannig jafn mikil gjöld í raun og veru þótt minna væri lagt á hvern og einn. Og það er alveg voðalegt að eiga núna í ár að greiða opin- ber gjöld af því, sem mað- ur vann sér inn í fyrra, með kannski helmingi minni tekjur. Rétt til að skrimta af. En það er þetta með þá atvinnu- lausu, fá þeir allir at- vinnuleysisstyrk? Allir þeir, sem hafa verið með bílskúraverkstæði eða húsaviðgerðir og svoleiðis hjá sjálfum sér, en hafa nú ekkert að gera, fá þeir nokkuð? Og er það rétt, að ef til dæmis pípulagninga- maður fær ekki vinnu við pípulagnir en getur til dæmis fengið vinnu við að keyra traktor, þurfi hann ekki að taka hana en geti samt fengið styrkinn, af því að það er ekki í hans fagi að keyra traktor? — Með fyrirfram svari. Einn atvinnulaus. Viff erum ekki nógu lög- fróffir til að geta svaraff þessu. Gaman væri, ef þeir, sem um atvinnuleys- isstyrki fjalla vildu svara bréfritara hér í Póstinum. LÍTIÐ VERKEFNI YÐAR NYJU LJOSI, LJOSI, OG ÞAU LEYSAST BETUR. HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR 7. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.