Vikan


Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 11

Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 11
25. Um nóttina fer Gullasmiðurinn með Potts og Truly ofan í leynihellinn undir kastala barónsins, þar sem þau finna öll þorpsbörnin í felum. 27. Næsta dag dulbuast Truly og Potts sem leikbrúður í eðlilegri stærð og Gullasmiður- inn sendir þau í kössum til kastalans. 26. Þa fær Potts ljomandi hugmynd. — skulum verða afmælisgjöfin frá þér til ónsins, segir hann við Gullasmiðinn. 28. Meðan barónshjónin skemmta sér við að horfa á brúðurnar dansa, gefur Potts merki. 29. Á samri stimdu þyrpast þorpsbörnin fram úr felustöðum sínum og ráðast á baróninn og menn hans. Það er barizt, en bömin hafa fullan sigur. 30. Jeremy, Jemima, afi og Chitty Chitty Bang Bang eru nú frjáls aftur, og þorpsbúar safnast saman og hrópa: Bless og takk! — um leið og þau yfirgefa borgina. 31. Með miklum vélargný hefur Chitty Chitty Bang Bang sig á loft og farþegarnir sjá kastalann í síðasta sinn, áður en þeir snúa heim til Englands. 32. Þar tekur Scrumptious lávarður á móti þeim. Hann vill kaupa einkaréttinn á sælgæti Potts — handa hundum! 33. Og Potts og Truly, sem þegar hér er komið sögu eru orðin ástfangin, aka á brott í Chitty Chitty Bang Bang ásamt Jeremy og Jemimu til ríkrar og hamingjusamrar fram- tíðar. ENDIR.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.