Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 17
v______________________/
Bertolt Breclit var ríkulega
gæddur þeirri mannúð og sam-
úð með hágstöddum, sem mjög
gætir hjá vatnsberafólki.
^____________________________________j
Miklu erfiðara er að gera sér
grein fyrir skapgerð og sálarlíti
vatnsberans en flestra annarra
merkja. Með ,.dýrslegu“ merkin
er þetta tiltölulega auðvelt, því
að andlegu lífi þeirra svipar svo
greinilega til dýrategunda þeirra,
sem þau eru kennd við. Með
vatnsberann er þessu ekki þann-
ig varið.
Ein kunnasta manngerðin í
þessu merki er kölluð hin „sera-
físka“ eftir orðinu seraf, sem
þýðir nánast ljósengill. Þessi
manngerð - og raunar vatns-
berinn í heild ásamt fiskamerk-
inu — er skörp andstæða fyrstu
merkjanna tveggja í hringnum,
hrútsins og nautsins, sem eru
þau grófustu og frumstæðustu.
í tveimur síðustu merkjum
hringsins hafa hinar frumstæðu
og upprunalegu hvatir minnst að
segja. Vatnsberinn — einkum sá
serafíski, algerasta andstæða
Heraklesarljónsins — er fín-
gerður yzt sem innst, viðkvæm-
ur, veikur fyrir, nánast engils-
legur. Gott dæmi um þetta eru
tónskáldin Mozart og Mendels-
ohn, en tónsmiðir eru einmitt til-
tölulega fjölmennir undir áhrif-
um merkis þessa. Vatnsberinn
vill losna við þunga efnisins,
flýja hinar dýrslegu hvatir, sem
hann finnur að koma illa heima
við dýrlingslegar tilhneigingar
hans. Hann er í eðli sínu léttur,
loftkenndur. Takmark hans er
andleg uppljómun og innsýn. „É'g
heyri himninum til, þótt ég sé
einnig barn jarðar,“ sagði Moz-
art. Það eru orð að sönnu hvað
serafíska vatnsberann snertir.
Hann hefur visst ógeð á þessum
jarðneska heimi okkar með því
sem honum fylgir. Hann minnir
að því leyti á hinn virðulega
fugl albatros, sem ófær er um
að hefja sig til flugs frá jörðu.
I sumu minnir hann á engil, sem
villzt hefur á jörðu niður.
Eðlilega hafa fæstir vatnsber-
ar þessa eiginleika í sterkustu
mynd þeirra, enda ættu þeir þá
litla möguleika til langs lífs í
grimmdarstórleik heimsins. En
að verulegu leyti koma þeir
fram og móta allt framferði þess
fólks, sem fætt er í vatnsbera-
merkinu. Það vill losna frá sjálfu
sér, skoða eigið líf úr hlutlausri
fjarlægð. Þegar þetta tekst, sem
kemur oft fyrir sem betur fer,
verður hlutaðeigandi manneskja
að mörgu leyti vel stödd. Ástríð-
ur og fýsn snerta hana að vísu,
en ekki djúpt. Til haturs finnur
hún ekki og ástin kemur henni
ekki á óvart. Fátt kemur henni á
óvart eða úr jafnvægi; hún er
yfir það hafin, getur skoðað það
af hlutlægu kæruleysi, jafnvel
eigin eymd. Hún tekur öllu með
húmor og jafnaðargeði; er allt-
af í góðri von.
Vatnsberar eru yfirleitt stór-
brotnir, rausnarlegir og félags-
lega sinnaðir. Þeir hafa augun
opin fyrir óskum og þörfum ná-
ungans og gera sitt bezta til að
koma þar til móts við hann. Þeir
eru upplagðir til að vera þjónar
heildarinnar, verja lífi sínu til
heilla fyrir marga. Vatnsberinn
vill ekki aðeins vera óháður efn-
islegum hlutum, heldur og sjálf-
um sér, eigin óskum og hvötum.
Það tekst mörgum með því að
hjálpa öðrum. Hann er laus við
hroka, en jafnfús til sjálfsgagn-
rýni. Enginn er meiri og betri
vinur en hann. Hann er líka
sannfærður um að aðrir þuifi
sín við. Hann lætur mikið að
sér kveða í félags- og menning-
armálum, og í stjórnmálum er
hann lýðræðislegur og fram-
farasinnaður, samanber RoÓSe-
velt Bandaríkjaforseta.
Þetta lítur nógu glæsilega út,
en því miður fylgir því nokkur
hætta. Sólin, sá himinhnöttur er
mest kyndir undir viljastyrkinn,
má sín lítils í vatnsberamerk-
inu. Veikur vilji er því einn sá
sálargalli, sem mest steðjar að
vatnsberafólki. Þetta hindrar
það oft í að lifa í samræmi við
hugsjón sína. Það horfist ekki
nóg í augu við þann veruleika,
að mjög gott fólk er að jafnaði
sjálfu sér verst. Það getur illa
fengið sig til að neita neinni
bón. Oft gefur það öðrum vin-
áttu sína af of mikilli léttúð, trú-
ir of fljótt á það góða í með-
bræðrunum. Það sér illa gegn-
um brögð og klæki og gengur
því oft í gildrur, sem seint verð-
ur losnað úr.
Sem sagt: stór sál, en veik
skapgerð. Líka er sagt, að minni-
máttarkennd sé tiltölulega al-
geng í þessu merki. í því er, að
sögn, tiltölulega mikið um smá-
vaxið fólk eða veikbyggt, og af
slíku vilja stundum leiða hvim-
leið komplex, einkum þegar
stjörnuáhrif eru með verra móti.
Þannig verða stundum til ein-
staklega frekar og leiðinlegar
mannkindur, sem vilja allt til
vinna að hafa einhver, og sem
allra mest, áhrif á umhverfi sitt,
sama hvernig.
Eins og nærri má geta um jafn
andlega sinnað fólk og vatnsber-
ar eru að jafnaði, leggja þeir
mikla áherzlu á að öðlast vizku
og þekkingu. Þrá þeirra eftir að
hefjast yfir hlutina, svífa yfir
þeim í vissri fjarlægð, á mestan
þátt í þessu.
Þegar Úranus má sín meira í
merkinu, kemur annað fram
sem yfirgnæfir jafnvel þekk-
ingarlöngunina: ævintýraþrá. Sú
manngerð er stundum kennd við
Prómeþeif, kappa þann úr goða-
fræði Grikkja sem færði mönn-
um eldinn í óleyfi guðanna.
7. tbi VIKAN 17