Vikan


Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 29
/ Þá sauð hún súpu Framhald af bls. 19 og þessum nágrönnum, sem voru til í tuskið. En ekki kunni Frans að meta þetta og veitti hann henni þungar átölur fyrir lifnað- inn. Hún æsti sig upp á móti og henti honum á dyr. Hann sá þann kost vænstan að gefa eftir og fékk þá aftur inngöngu á sitt eigið heimili. „Þessi kona hafði sérlega sterk áhrif á mig,“ sagði hann frá síðar. „Hún hafði feikna skap. Þegar við gengum í hjóna- bandið, tók ég föður hennar af- gamlan og fimm börn hennar af fyrra hjónabandi inn á heimilið. En þar eð ég var átján árum eldri en hún, hvað gat ég svo sem sagt......? En Frans var varkár, því að hann hafði heyrt orðróminn, sem gekk í þorpinu um dauða fyrri manns hennar. Svo kom að því Riet uppgötvaði að hún var með barni, sem Frans var ekki faðir að. Hún var hrædd um að hann tæki þetta illa upp, svo að hún eldaði aftur hænsnasúpu. Þegar Frans smakkaði réttinn, fannst honum bragðið nokkuð sérkennilegt og hætti að borða. Þessi eina skeið, sem hann hafði látið ofan í sig, dugði þó til að gera hann fárveikan. Hann dróst til læknis, sem bjargaði lífi hans. „É'g minntist ekkert á þetta við Riet, eða neinn annan,“ sagði hann. „Eg þagði vegna barnanna, en ég hafði mig á brott.“ Fyrst súpan gafst svona vel, taldi frú Sleutjes sjálfsagt að láta fleiri njóta góðs af henni. Og ekki leið á löngu áður en það fréttist út um þorpið, að faðir frúarinnar hefði látizt eftir að hafa snætt þennan herramanns- rétt. Hann hafði verið orðinn henni til byrði, vissu menn. Orð- rómurinn komst nú á það stig að yfirvöldin gátu ekki látið hann afskiptalausan. Grafir þeirra beggja, Jans van Eynd- hoven og tengdaföður hans, voru opnaðar, og krufning fór fram. Síðan var ekkert annað eftir en að tak frúna fasta og stefna henni fyrir rétt. Og nú er ekki framar keypt rottueitur í Schijndel, né heldur elduð hænsnasúpa. ☆ r nnniiRBR a D línll hHlf 1 JARÐ- GQNGOM / Um þessar mundir er verið að grafa ný jarðgöng undir Tems einhversstaðar þar sem áin renn- ur gegnum Lundúni. En ekki er það verk tekið út með sældinni, því að margir verkamanna uppá- standa að þeir séu ofsóttir af draugum niðri í göngunum. Svo sem við mátti búast eru það einkum írskir verkamenn, sem verða varir við þennan slæðing. Einn þeirra, Lou Chalmers að nafni, segir svo frá: „Eg fann eitthvað koma við hálsinn á mér að aftan. Eg sneri mér við og sá sjö feta háa veru, sem þreifaði fyrir sér méð höndunum. Eg hljóp.“ Verkamennirnir sem vinna í göngunum þéna yfir tuttugu og sjö þúsud krónur á viku, svo að öflugir mega þeir mórar vera, sem stökkva þeim á flótta frá slíkum kjötkötlum. ☆ þing, sem flokkarnir skipa eftir styrk sínum í sambandsþinginu og þingum einstakra sambands- ríkja. Við kosninguna verður Heine- mann mjög kominn upp á full- trúa Frjálsra demókrata, sem gilda sem einskonar frjálslynd- ur milliflokkur eða Framsókn í þýzkum stjórnmálum. Sextíu og níu þeirra þurfa að styðja hann til að hann fái hreinan meiri- hluta og verði kosinn. Hinsveg- ar þarf Schröder ekki að fá nema seytján þeirra með sér, svo fremi lcjörmenn nýnasistaflokks- ins, tuttugu og tveir talsins, styðji hann, en það gera þeir áreiðanlega. En frjálsdemókrat- ar eru ákaflega tvíátta í afstöðu sinni, svo að Schröder þykir öllu líklegri til sigurs. NÆSTI FORSETI UESTUR - ÞYZKALANBS? V_______________________/ Schröder. f ár ganga Vestur-Þjóðverjar til forsetakosninga, og er búizt við harðri keppni. Nýleg skoð- anakönnun bendir til að af lyst- hafendum njóti sósíaldemókrat- inn Gustav Heinemann mestra vinsælda hjá almenningi, en næst honum gengur þar Ger- hard Schröder úr flokki kristi- legra demókrata. En það eru ekki almennir kjósendur sem velja forsetann, heldur sérstakt Forsetaembætti Vestur-Þýzka- lands fylgja lítil raunveruleg völd, en á hitt er lögð megin- áherzla að forsetinn sé landi og þjóð sinni til sóma með fram- komu sinni á opinberum vett- vangi. Hvað þetta snertir þykja báðir nýju frambjóðendurnir bera höfuð og herðar yfir núver- andi forseta, Heinrich Liibke, sem orðinn er frægur fyrir að komast heldur óheppilega að orði við ýmis tækifæri. Dæmi: Fyrir skömmu var forsetinn í opinberri heimsókn í Túnis, og sýndi Búrgíba þjóðarleiðtogi þar honum þá meðal annars kastala nokkurn og gat þess um leið, að þarna hefðu Frakkar lokað hann inni um skeið, meðan á sjálfstæð- isbaráttu Túnismanna stóð. „Og það hefurðu áreiðanlega átt margfaldlega skilið," sagði Lubke á þýzku. Það mál skilur Búrgíba ekki, sem betur fer, en nærstaddur túlkur var fljótur að mæla fram einhverja samúðar- ríka athugasemd fyrir hönd for- setans. Heinemann var í fyrstu ríkis- stjórn Adenauers en sagði af sér í mótmælaskyni þegar endurher- væðing Vestur-Þýzkalands og inntaka í Nató var ákveðin. Hann er þekktur sem framfara- sinnaður maður og mannúðleg- ur. Gerhard Schröder er hinsveg- ar kunnur sem kaldrifjaður og raunsær stjórnmálamaður og metnaðargjarn að því skapi. Hann er nú varnarmálaráðherra, en var áður bæði utan- og innan- ríkisráðherra. Hann gekk í nas- istaflokkinn á sínum tíma og hefur aldrei farið dult með það, en heldur því hinsvegar fram að hann hafi eingöngu gert það af persónulegum framaástæðum. Þetta kann rétt að vera, því að allavega hafði hann kjark til að kvænast konu af Gyðingaættum 1941 og sagði sig þá um leið úr flokknum. Þetta virtist nokkuð djarflega gert, því að á því herr- ans ári 1941 var ekki annað sýnna en Þriðja ríkið gæti átt nokkra framtíð fyrir sér. ☆ 0 JOHNSQN NAFN ÞITT ER NJE- GQMAGIRNfl V____________/ Johnson fráfarandi Banda- ríkjaforseti hefur sjálfsagt haft með sér þó nokkuð af hafurtaski, þegar hann yfirgaf Hvíta húsið á dögunum, guðsfeginn að sleppa heim í friðsældina á ransinum í Texas. Meðal annars hefur hann trúlega tekið með sér albúm með eitthvað fjórðungi milljónar ljósmynda, sem hann hefur látið taka af sjálfum sér. Þetta þýðir að varla hefur nokkur hreyfing Johnsons í forsetatíð hans kom- izt hjá að festast á filmu. er reiknað út að þessi starfsemi hafi kostað minnst tuttugu mill- jónir króna árlega. Allt síðan Johnson flutti í for- setabústaðinn hefur Yoicki Ro- bert Okamota, fæddur í New York en af japönskum foreldr- um, verið hirðljósmyndari hans. „Okie“ hefur haft tuttugu manns sér til aðstoðar og myrkraher- bergi, sem stranglega er gætt. Johnson er svo mikill auglýs- ingamaður að eftir meiriháttar móttökur útbýtti hann oft fimm hundruð áskrifuðum ljósmynd- um. ☆ 7. tw. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.