Vikan - 13.02.1969, Side 39
norski hvíldarstóllinn. —
Framleiddur á Islandi með
einkaleyfi. — Þægilegur
hvíldíir- og sjónvarpsstóll. —
Mjög hentugur til tækifæris-
gjafa. — Spyrjið um VIPP
stól í næstu húsgagnaverzlun.
— Umboðsmenn um allt
land.
VIPP STÓLL Á HVERT
HEIMILI.
FRAMLEIÐANDI: ÚLFAR GIJÐJÓNSSON HF. - AUÐBREKKU G3 - KÓPAVOGI - SÍMI 41690
Pramhald af bls. 23
við að lesa villimyntuna, að hún hafði horft á trén og hafði séð að Það
voru ekki allt saman tré, heldur var þarna Indíáni lika ok þegar hún
virti hann fyrir sér sá hún að hann var ekki mannlegur, heldur andi
hatursins, holdi klæddur og nú var hún ekki lengur viss um að hún
hefði i raun og veru séð nokkuð af þessu. 1 stóra herberginu var glóð-
in að deyja út i eldstæðinu. Þar var enginn. Þessi óraunveruleikatil-
finning stóð áfram og stundarkorn rnundi Angelique ekki hvað hún
hafði vonazt til að finna þarna. Hún heyrði eitthvert hijóð risa og
hniga í sífellu og það var það sem kom henni til sjálfrar sín aftur. Það
fór hrollur um hana, þvi hún skildi ekki strax hvað það var sem olli
þessum hávaða, sem rauf þunga þögnina með reglulegu millibiii. Svo
rann Ijós upp fyrir henni — bað var aðeins Maitre Jonas sem hraut i
næsta herbergi.
Angelique dró djúpt andann og hló með sjálfri sér. Vinir hennar
höfðu gengið til hvilu og nutu nú eftir beztu getu þæginda þeirra sem
betta frumstæða hús og aðbúnaðurinn þar bauð upp á, eftir gersam-
lega þægindalaust ferðalag svo vikum skipti. Allir voru í fasta svefni,
þar á meðal Honorine, vafalitið. Á borðinu sá hún hrauk af skálum,
sem þvegnar höfðu verið upp. Það bar vitni þörf Húgenotta-húsmóður-
innar. til að ganga írá öllu i húsi sinu, áður en hún gengi til hvílu.
Uppþvottaskálin lá til þerris úti i horni og þau höfðu vandlega þurrkað
upp allt það vatn, sem hafði farið til spillis á gólfið og tekið ieifarnar
af kvöldmatnum af grófa tréborðinu.
Kerti hafði verið sett í stjaka fyrir hana og viðarflís látin við hlið-
ina. Hún kveikti á kertinu og iagði af stað með Það í hendinni, inn i
herbergið til vinstri. Þetta herbergi, sem hún hafði yfirgefið nokkrum
klukkustundum áður var einnig autt, en einhver, sennilega Elvire, hafði
tekið ferðafötin hennar og skóna til handargagns; sennilega til að þvo
þau; sömuleiðis bundið upp tjöldin á stóra rúminu og brotið upp á eitt
hornið á ábreiðunni, eins og til undirbúnings friðsælli nótt. Angelique
blessaði þessa hjálpsömu, ungu konu í huganum og kraup við eldstæð-
ið til að örva glæðurnar á nýjan leik.
Hendur hennar voru vanar hvers konar verkum og nú brutu þær
tágarnar fimlega og nú röðuðu þær niðurhöggnum eldiviðnum kerfis-
bundið upp og forðuðust löngu og beittu eininálarnar um leið og hún
kastaði handfylli af þeim inn i logann, til að gera lyktina þægilegri.
Eldurinn blossaði upp og reykurinn vall upp úr reykháfnum.
Angelique hugsaði um manninn, sem hún hafði séð rétt í svip milli
trjánna, niðri við ána. Hún hugsaði um Frakkana sem höfðu komið
frá norðursvæðunum, frá hinum köldu öldum Saint Lawrence fljóts, til
að liggja fyrir þeim, ef til vill til að yfirbuga Þau. Hún hugsaði um
syni sína tvo og um æsku þeirra, sem gerði þeim á margan hátt erfið-
ara um skilning. Hún hugsaði um Honorine. Yrði ævinlega ókleifur múr
milli dóttur hennar og hennar sjálfrar, sem hvorugt þeirra kæmist yf-
ir? Hún hugsaði einnig um eiginmann sinn og í huga hennar toguðust
á þráin eftir því að hann kæmi til hennar og þörfin til að vera ein.
Hún bjó enn yfir einhvers konar uppreisnarhug, en gat ekki nákvæm-
lega gert sér grein fyrir hvers vegna. Hún rétti hendurnar fram í átt-
ina að logunum. Logarnir dönsuðu og það gnast 1 eldiviðnum og Ange-
lique hélt dauðahaldi í það sem hún vissi fyrir vist; að hún gat enn
sveigt vilja sinn eins og eldinn, eins og villimyntuna....
Það var tekið í klinkuna og þegar hún sá hávaxinn líkama Joffrey
de Peyracs á þröskuldinum var hún yfirkomin af gleði og hungri eftir
honum. Blóðið tók að þeytast um æðar hennar og hún sagði við sjálfa
sig:
Hann er kominn aftur. Hann fer ekki frá mér. . . . Hann veit að ég
þarfnast hans og hann þarfnast mín.... Hvílík heppni að likamir okk-
ar skuli skilja hvorn annan svo vel....
13. KAFLI
Þegar Joffrey de Peyrac kom inn i kofann óttaðist hann allt i einu
að hún kynni að vera horfin. Fyrr um kvöldið hafði hún hlaupið burt
í bræði sinni niðri við ána; hann hafði íhugað þann möguleika að
hlaupa á eftir henni, en óttaðist að það myndi aðeins örva reiði hennar.
Og þar að auki varð hann að ganga frá verðinum fyrir nóttina, áður
en hann færi til hennar, verði sinna eigin manna til að fylgjast með
7. tbi. VIKAN 39