Vikan - 13.02.1969, Síða 40
-N
HatiiPiiatkutiít
INNI
ÚTI
BfLSKÚRS
SVALA
HURÐIR
ýhH(- & iftikut'lir
H □. VILHJÁLMBSDN
RÁNARBÖTtl iz <3ÍMI 19669
írönsku vörðunum. Það varð að vera einn úr hans hópi á móti hverj-
um Frakka eða Indíána. Alia nóttina átti Cantor að spila á gítarinn
íyrir hermennina og syngja fyrir pá þjóðlögin.
..—• Mouette, geniute /Liouette . . . juouette, jt te plumarai......
Spurningin var sú hver myndi plokka fjaðrirnar af hverjum. Flori-
mond átti að koma og leysa hann af í morgunsárið og ef hermennirnir
ákvæðu loks að fara aö sofa gat Florimond farið eins að, en aðeins
raust. paö voru íyrirmælin.
Octave Malaprade átti að vera liðsforingjunum til þjónustu eftir að
þeir væru gengnir til hvílu og Yann le Couennec átti aö leysa hann af,
tilbúinn að láta til skarar skriða ef vottaði fyrir nokkru grunsamlegu
af hálfu þessara heiðursmanna.
Alla nóttina áttu Perrot, Maupertuis og sonur hans að fara frá Indi-
ánatjaldi til Indíánatjalds meðal Algonkina, Húróna og Abernaka,
skrafa við Indíánahöfðingjana, reykja eina eða tvær pipur með þeim
og minna þá á gamla daga.
Hinir voru allir góðir vinir, var ekki svo? Það var eins gott að missa
ekki sjónar hver á öðrum, ekki eitt einasta andartak.
Að lokum var de Peyrac greifi frjáls að því að snúa til húss síns og
þá hvarflaði skyndUega að honum sá möguleiki að hún væri ekki þar.
Hann hafði llfað svo marga daga, svo mörg ár, án hennar og sársauk-
inn af fjarvist hennar hafði étiö sig inn í hjarta hans; nú Pegar þau
höfðu fundizt aftur fannst honum það stundum ótrúlegt og hann tók
að efast um að hún væri þar í raun og veru, eða hvort hún væri þarna
raunverulega enn.
Hún var orðin að minningu. beiskri, sársaukafuUri minningu, eins
og þegar hann hafði hugsað um hana i örmum annars manns eða látna
á marokkóönsku eyðimörkinni.
Hann virti fyrir sér autt íramherbergið með kvíða. Svo sá hann skimu
koma milli stafs og hurðar, sér á vinstri hönd og heyrði snarkið i eld-
inum. Hann skundaði þangað og fann hana þar, krjúpandi fyrir íram-
an eldstæðið með gullið hárið og slegið niður um axiirnar og hún starði
á hann með þessum ógleymanlegu, stóru augum.
Hann sparn hurðmni hljóöiega að stöfum og sneri klunnalegum lykl-
inum í skránni.
Svo gekk hann hægt í áttina til hennar og hallaði sér upp að reyk-
háfnum.
Ekkert gat aðskilið þau. Báðum varð hið sama í hug þessa stundina.
Ekkert gat aðskilið þau meðan þau þurftu ekki annað en sjást til að
fyllast ákafri þrá til að vera saman, að njótast.
Henni ílaug í hug að hún gæti samþykkt hvað sem væri til þess að
verða þeirrar gleði aðnjótandi, að vita hann þarna við hlið sér, standa
íast í báða fætur, vita af honum hjá sér í þessum háu, svörtu leður-
stigvélum. Honum flaug i hug að til Þess að hafa rétt á þvi að taka
hana í fang sér, leggja varir sínar að hennar, láta vel að þessum þrýstna,
þétta líkama, myndi hann fyrirgefa henni allt....
Hún leit upp og sá að dauft bros lék um varir hans.
— Eg held að það sem ég fékk að drekka hafi gert mig mjög kjána-
lega i kvöld, sagði hún lágt, eiginlega skömmustuleg. — Fyrirgefðu mér
að ég skyldi segja meira en ég í raun og veru meinti. Þú skauzt ekki
Wallis, er það?
— Nei. Mér dytti aldrei í hug að gera á móti þér á þann hátt. En hún
er samt hættuleg skepna og ég er mjög reiður henni fyrir þann háska,
sem hún hefur bakað þér. E'n ég verð að viðurkenna að mér skauzt
hrapallega í því að vara þig ekki við fyrirætlun minni að skjóta hana;
það eru mistök sem ekki sæma manni, sem einu sinni vildi láta kalla
sig meistara ástarinnar. Ég vona, Angelique, að þú viljir fyrirgefa mér.
Það er alltof langt siðan ég hætti að sýna konum þá tillitssemi sem ég
var vanur í Toulouse. Löndin í kringum Miðjarðarhafið kenna manni
slæma hegðun í Þvi tilliti; sambandið við þýlyndar, sálarlausar leigu-
konur koma manni til að gleyma því, að konur séu hugsandi verur.
Ösjálírátt fer maður að fyrirlita þær, á sama hátt og leikfang, hluti til
að hafa ánægju af eða ambáttir.... Hvert hljópst þú í kvöld, til að
kæla þig, eítir að Þú yfirgafst mig?
— Upp i hæðimar í vestri. Ég fann læk, Þar sem villimynta greri
á b&kk&nuni
— Gættu þín! Það er afskaplega ógáfulegt að fara svo langt frá varð-
stöðinni. Hættan býr hér í hverju skoti og enginn getur treyst neinu.
Lofaðu mér þvi að gera það ekki aftur, ástin mín! Enn einu sinni brá
snöggri hræðslu fyrir hjá Angelique.
40 VIKAN
—• Ég er hrædd, muldraði hún.
Svo herti hún upp hugann, leit fast íraman i hann og hélt áfram:
— Ég er hrædd. Ég veld þér vonbrigðum, er það ekki? Ég sagði þér
að ég skyldi aldrei verða hrædd, að Þú gætir tekið mig með þér, og ég
skyldi vera sterka og hjáipa þér .... og núna .... Hún neri hendurnar
i örvæntingu. — Ekkert eins og ég ætlaðist til. Ég veit ekki hvort það
er ég sem ævinlega ber fyrir mig vitlausan íót — Ég get ekki um ann-
að hugsað en það hvað við séum að gera i þessu hræðilega og hættu-
lega, villta landi, sem er krökkt af óvinum og hættum. Mér finnst að
þessar gifurlegu l'jarlægðir geti aðeins aðskilið okkur, að þetta sé ekik-
ert lif fyrir okkur og að ég hafi ekki, hafi ekki lengur nauðsynlega
hæfileika til að fást við það.
Hún endurtók:
— Ég veld þér vonbrigðum, er það ekki?
Hún vonaði. að hann svaraði strax. Að hann myndi ásaka hana,
varpa af sér okinu.
En hann var Þögull og hún hélt áfram að horfa á logana varpa-
bjarma sínum á þetta harðleita, örótta andlit, sem hún gat ekkert les-
ið i. I 1 ! i .
—• Nei, þú veldur mér ekki vonbrigðum, ástin mín, sagði hann að
lokum. — Þvert á móti þykir mér gott að vita að þú hvorki ert auð-
trúa né skellir skollaeyrum við hinu sanna eðli hlutanna. En nákvæm-
lega hvað ertu hrædd við?
— Ég veit það ekki, svaraði hún með hjálparvana hreyfingu.
Þvi hún var hrædd við of margt og ef hún ætti að móta það í orðum,
myndi hún þá geta sagt frá því, sem gerði hana svona óörugga, þess-
um óljósu og ónákvæmu atburðum og hlutum eins og þeirri kennd að
einhver horfði á hana milli trjánna? Og gæti hún sagt honum frá Indí-
ánanum, sem hún hafði séð þá um kvöldið?
Hún hristi höfuðið.
— Það er satt, sagði hann. —- Það kynni að hafa hjálpað okkur báð-
um að vita nákvæmlega hvað þú ert hrædd við.
Hann tók tóbakslauf, vafið upp í vindil úr vasa í úlpunni sinni.
Stundum lagði hann pípuna á hilluna um hrið og reykti þá gjarnan
vindla á meðan. Henni þótti notalegt að sjá hann reykja eins og hann
hafði gert forðum daga í höll hinna glöðu vísinda og flýtti sér að rétta
honum logandi teinung.
Hann blés reyknum hægt frá sér.
— Það sem ég er allra hræddust við, hélt hún hikandi áfram, — er
að mér hafi orðið algjör mistök á, að ég geti aldrei vanizt þessu landi
né ibúum þess, né þér. bætti hún við og brosti til að draga úr þunga
þessara orða. — Konur eru til óþægina, er það ekki, herra minn? Og
i brosinu las hann þrá hennar til fulls.
Hann kinkaði ofurlítið koUi:
— Jú, sannarlega geta eiginkonur verið til óþæginda, þegar maður
getur ekki horft á þær öðruvisi en langa til að njóta þeirra.
— Ég átti ekki við Það.
— Ég átti við það!
Hann tók að skálma um gólf.
— Sannleikurinn er sá, ástin mín, að þú ert mér tU andskoti mikilla
óþæginda. Ég verð að halda höfðinu köldu og Þó verð ég æstur og
truflaður í hvert skipti sem þú kemur nálægt mér, sama hvaða timi
sólarhringsins er. Ég hef næstum óviðráðanlega löngun til að fara með
þig afsíðis, taka þig í fang mér og kyssa þig og kyssa þig og hlusta á
mig einan tala og horfa á þig. En ég hef annað að gera og ég á mjög
erfitt með að álita ekki það allt saman aukaatriði, þegar ég sé þig ein-
hvers staðar. Það hríslast eitthvað ofan eftir hrygglengjunni, þegar ég
heyri rödd þína og ég fer alveg úr sambandi, þegar ég heyri þig hlæja.
Ég gleymi hvar ég er. . . .
Þrátt fyrir allt hafði honum lánazt að koma henni til að hlæja og
hún var farinn að fá ofurlitinn lit i kinnarnar.
-— Ég trúi Þér ekki, þú ert að þvæla.
— Það er Þvæla ef til vill, en það vill svo til að það er satt og ég
tek ekkert af því aftur. Og Það sem meira er, ég er ekki búinn ennþá.
Jú, eiginkona er til óþæginda, þegar sá karlmaður er ekki til, sem
getur horft á hana, án þess að dást að fegurð hennar og þegar hún
hrannaði að honum óvinum, hversu langt inn í auðnir og óþyggðir sem
hann fer með hana. í höll hinna glöðu visinda í Toulouse var ég hús-
bóndinn. Fólkið þekkti mig, virti mig og óttaðist. Þar hefðu fáir nokkru
sinni þorað að gerast meðbiðlar mínir og keppinautar. Hér snúa málin
allt öðruvisi við og ég verð að kenna fólkinu í Nýja Frakklandi, að ég
er ekki eftirlátur eiginmaður. Ég sé fram á einvigi, launsátur og ofbeldi
með miklum blóðsúthellingum. Hverju máli skiptir það! Ég myndi ekki
vilja losna við aila þá þjáningu og óþægindi, sem návist þín veldur mér
fyrir hinn iðulega beiska frið einsemdarinnar.
Hann fór aftur til hennar, stóð og gnæfði yfir henni, haillaði sér upp
að reykháfnum; hún sat og mændi upp til hans með hendur i kjöltu
sér, án þess að geta haft augun af dökku, aðdáunarfullu andliti hans.
— Ég er mjög hrifinn af þroska þínum, hélt Peyrac enn áfram blíð-
lega. — Þú varst reynslulaus, lítil stúlka, Þegar ég tók við þér; hugur
þinn var jafn ósnortinn og likaminn. Hversu mjög hafa aðrir mótað þig
síðan! Þú varst ekki mótaður ávöxtur ástar minnar, eins og mig
dreymdi um. Það var reyndar fjarstæðukenndur draumur, þótt við
hefðum borið gæfu til að búa saman áfram. En tíminn hefur liðið og
nú ertu ,þú sjálf, það er að segja kona i fyllsta skilningi þess orð, kona
með alla sína dulúð. Kona sem leitar ekki lengur að spegilmynd sinni
í öðrum til þess að þekkja sjálfa sig. Kona, sem stendur ein . . . sem
heyrir einungis sjálfri sér til. . . . Kona, sem hefur sjálf gert sig að þvi
sem hún er. Og þetta er sú staðreynd sem stundum opnar gjá á milli
okkar.
— En — ég heyri þér til, sagði hún mjóróma.
— Nei, ekki erinþá. Ekki algjörlega. En sá tími kemur. Hann dró
hana á fætur, lagði handlegginn um -axlir hennar og leiddi hana yfir
að kortinu, sem hann hafði fest upp á grófhögginn húsvegginn.
Hann benti á nokkra staði:
— Hérna — í norðri og austri — það er Nýja Frakkland. I suðri
sérðu Nýja England. 1 vestri höfum við írokana og hér er ég, I miðjunni
með aðeins örfáa menn, sérðu? Ég á aðeins eina leið færa að koma mér
upp bandamönnum og hvað Nýja England snertir hefur það þegar ver-
ið gert. Hvað snertir Nýja Frakkland kom Loménie Chambord ofursti
7. tbl.