Vikan


Vikan - 13.02.1969, Qupperneq 49

Vikan - 13.02.1969, Qupperneq 49
 ungshjónin voru viðstödd sýning- una, og leikur Barry vakti mikla at- hygli. Síðan tók hvert hlutverkið við af öðru. Barry Morse kvæntist leikkon- unni Sydney Sturgess 1939. Þau brugðu sér til Montreal f Kanada 1951 og urðu svo hrifin af borginni að þau ákváðu að set|ast þar að. Fyrr en varði var Barry orðinn einn helzti leikarinn hjá kanadiska sjón- varpinu. Hann hefur einnig leikið í sjónvarpsþáttum í New York og Hollywood. Hann lék til dæmis í hinum vinsæla myndaflokki. „The Untouchables", sem margir fylgd- ust með í Keflavíkursjónvarpinu, á meðan það var og hét. Þau hjónin eiga tvö börn, Mel- anie, sem er 17 ára, og Hayward, sem er 15 ára. Þau ætla bæði að feta í fótspor foreldra sinna og hafa þegar leikið nokkrum sinnum. Ný- lega lék öll fjölskyldan í sama leik- ritinu, og þótti það að vonum tíð- indum sæta. Margir fleiri kunnir leikarar koma fram í hinum nýja framhaldsmynda- flokki. Er ekki að efa, að margir munu hafa áhuga á að fylgjast með stöðugum flótta Kimbles og marg- víslegum ævintýrum. ☆ „Flóttamaðurinn“ er nýr myndaflokkur, sem líklegur er til að verða vinsæll. Hann fjallar um mann, sem er sakaður um að hafa myrt konu sína og dæmdurtil dauða blásaklaus. Hann sleppur úr haldi og er síðan á stöðugum flótta í hverjum þætt- inurn á fætur öðrum. 7. tw. vikan 49

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.