Vikan


Vikan - 13.02.1969, Qupperneq 51

Vikan - 13.02.1969, Qupperneq 51
ætlaði að taka ófrjálsri hendi disk, sem leiðangursmenn áttu veíti ítalinn honum þungar átöl- ur. „Láta vera, annars byssa segja búmm — Indíáni deyja!“ aðvaraði guðsmaðurinn. „Frá þeirri stundu voru Indí- ánarnir óvinir okkar,“ segir da Silva. „Ég sagði við prestinn að þeir væru orðnir heldur óvin- samlegir, og það gæti aðeins endað á einn veg. Af þessum sökum ákvað ég að skiljast við leiðangurinn.“ Á þetta minntist séra Calleri í síðasta loftskeytinu, sem náð- ist frá honum í Manaus. Það var þann tuttugasta og fimmta októ- ber. Þá sagði hann: „Við gerum hvað við getum, en Indíánarnir eru til skiptis brosandi og vin- samlegir eða ógnandi. f morgun yfirgaf okkur einn bezti maður leiðangursins. Við skiljum ekki hversvegna ....“ Þetta voru síðustu orðin, sem vitað er til að fram hafi gengið úr munni séra Giovannis Call- eris. Fimm vikum síðar voru nokkrir landfræðingar á leið uppeftir frumskógafljótinu San Antonio í vélbát. Þeir fundu þá cintrjáning, sem rak undan straumi, og í honum mann. Þeir héldu fyrst að hann væri dauður, því að hann var ekkert nema beinin og bjórinn og augun sokkin djúpt í höfuðið. En þarna var Alvaro da Silva lifandi kom- inn, þegar betur var að gáð. Hann kvaðst hafa haldið sig í námunda við leiðangurinn, eftir að hann yfirgaf hann, og á þriðja degi þóttist hann heyra neyðaróp frá náttbóli hans. Hann hraðaði sér þá á vettvang og kom að félögum sínum dauð- um. Indíánarnir höfðu ráðizt á þá sofandi og myrt þá alla. Da Silva kom þetta ekki á óvart, „því að Atroai-mennirnir voru tortryggnir og uppstökkir frá upphafi," sagði hann. „Þeir urðu trylltir af hræðslu við hund leiðangursins, þegar hann gelti. Og þeir voru hræddari við myndavél prestsins en nokkurt vopn .. Örlög leiðangursins hafa ovð- ið mikið fréttaefni í Brasilíu og víðar og er jafnvel ekki laust við að sumum þyki þáttur da Silva í harmleik þessum nokku'ð tortryggilegur. Illgjarnar tung- ur hafa jafnvel hvíslað að hann kunni að hafa verið í vitorði með Indíánunum. Hann er þaul- vanur skógarfari og kann að hafa margvísleg sambönd í myrk- viðnum, sem aðrir vita ekki um, segja ýmsir. En sé da Silva sek- ur, hafa bæði hann og Indíán- arnir kunningjar hans áreiðan- lega vit á að þegja yfir því. Hér er sem sagt kominn einn suður- ameríski frumskógaleyndardóm- urinn í viðbót. dþ. ÞERSPARIÐ MEDÁSKRIFT ÞÉR GETIÐ SPARAÐ FRÁ KR. 7.50 TIL KR. 15.38 MEÐ ÞVI AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG ÞÉR ÞEKKIÐ EFNIÐ: VIKAN ER IIEIMILISBLAÐ OG í I-VÍ ERU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O.FL., O.FL. Vinsamlegast sendiS mér Vikuna í áskrift □ □ 4 TOLUBLÖÐ Kr. 170.00. Hvert blað á lcr. 42.50. 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 475.00. Hvert blað á kr. 36.58. 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 900.00. Hvert blað 6 kr. 34.62. Gjalddagar fyrir 13 tölubl. oq 26 tölubl.: 1. febrúar — 1. maí — 1. ágúst — 1. nóvember. Skrifið, hringið eða komið. NAFN HEIMILI VIKAN SKIPH0LTI 33 PÖSTH0LF 533 REYKJAVÍK SÍMAR: 36720 - 35320 n i i i j

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.