Vikan


Vikan - 20.03.1969, Síða 14

Vikan - 20.03.1969, Síða 14
Listræn auglýsingaspjöld, eða plakot eíns og pau eru oft nefnd í daglegu tali, hafa átt vax- andi gengi að fagna á undanförnum árum. I Bandaríkjunum eru þau til dæmis orðin svo vinsæl, að um eins konar tízkufyrirbrigði virð- ist vera að ræða. Litrík auglýsingaspjöld eru ekki aðeins til skrauts og prýði á veggjum og í verzlunargluggum, heldur eru þau nú orðin eitthvert gagnlegasta listformið. Farið er að auglýsa allt milli himins og jarðar með aug- Iýsingaspjöldum, ekki aðeins listsýningar, há- tíðir og skemmtanir, heldur einnig heimilis- tæki og alls konar varning annan. Auglýsingaspjöldin eiga rætur sínar að rekja til opinberra tilkynninga, sem festar voru upp á staurum og húsveggjum hér á öldum áður. Síðan liafa þau þróazt smátt og smátt og tekið á sig listrænt form, sem þó hefur þann kost að vekja athygli vegfarandans og gleðja augað. Fyrir nokkrum árum tóku menn að safna aug- lýsingaspjöldum og hefur sú árátta vaxið hröð- um skrefum að undanförnu. Söfnun auglýsinga- spjalda hefur þann kost, að spjöldin eru ódýr og hver sem er getur safnað þeim fjárhagsins vegna. f flestum stærri borgum Bandaríkjanna hafa risið upp verzlanir, sem selja eingöngu auglýs- ingaspjöld. Til skamms tíma voru slík spjöld aðeins prentuð í litlu upplagi, en nú skiptir það hins vegar tugum þúsunda. f fjöldamörg ár var gefið út lítið, alþjóðlegt tímarit, sem hét Grap- his, og fjallaði eingöngu um auglýsingateiknun. Allt í einu er upplag þessa blaðs komið yfir milljón eintök á mánuði! Það er einkanlega unga fólkið, sem hefur smekk fyrir auglýsingaspjöldum, og skreytir herbergi sín með þeim hátt og lágt. En jafnvel á fínum heimilum ríka fólksins má sjá auglýs- ingaspjöld hanga í stássstofum innan um dýr- mæt verk gömlu meistaranna. ★ ' "/mm Poster Originals, Limited, nefnist ein af verzlununum í New York, sem eingöngu selja auglýsingaspjöld. Táningarnir skreyta her- bergi sín hátt og lágt með litríkum og nýtízkulegum augíýsingaspjöldum. | 14 VIKAN 12-tbl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.