Vikan


Vikan - 20.03.1969, Page 17

Vikan - 20.03.1969, Page 17
 frD 1 mm§ Andlit Mariu Filippi er mark- að þjáningum og biturð, og ekki að ástæðulausu. Hún stendur sem vitni frammi fyrir réttinum í Aquila á Ítalíu; ákærðir eru átta framkvæmdastjórar og verkfræðingar. Þeim er borið á brýn að hafa valdið dauða eitt þúsund níu hundruð fjörutíu og fjögurra manna með ruddalegu kæruleysi í sambandi við bygg- ingu stíflu nokkurrar. Maria Filippi er sú eina eftir- lifandi af níu manna fjölskyldu. Hið eina, sem hún hefur til minningar um sína látnu ástvini er myndin, sem hún heldur á. Það var níunda október 1963 að stíflan við Vajont í Norður- Ítalíu brast. Tvö hundruð og fimmtíu milljónir kúbíkmetra af jarðvegi fór af stað og gífurleg flóðalda drekkti Piavidal. Heimaþorp Mariu Filippi, Lon- garone og tvö þorp önnur ger- eyddust. Rannsókn málsins hef- ur tekið fimm ár og sýnt að þessar hamfarir voru ekki frá náttúrunnar hendi, heldur vegna hirðuleysis af hálfu verkfræð- inga sem stífluna byggðu, og hlutaðeigandi verkfræðinga. Níu menn voru upprunalega ákærðir, en verkfræðingur sá, sem hafði yfirstjórn verksins á hendi, stóðst ekki yfirheyrslurn- ar og framdi sjálfsmorð. ☆ „Eg bíð bara eftir, að karl- mennirnir fari að ganga í pils- um“, sagði íslenzkur klæðskeri í viðtali við eitt dagblaðanna ný- lega. Lesendur hafa eflaust bros- að að þessu, þegar þeir lásu það, en hvað gerist ekki nú á dögum í heimi tízkunnar? Þessi mynd er tekin úr nýlegu brezku blaði, og hún er eins og sjá má af einni stúlku í buxum og tveimur strák- um — í pilsum! Það er sérstak- lega tekið fram í myndatextan- um, að hér sé ekki um Skota að ræða. ☆ Joan Crawford, fyrrverandi kvikmyndaleikkona í Hollywood, er nú einn af forstjórum Pepsi- Cola-verksmiðjunnar, á dóttur, 24 ára gamla. Hún hefur gerzt leikkona eins og móðir hennar, og leikur um þessar mundir í vikulegum sjónvarpsþætti, sem heitir „The Secret Storm“. Ný- lega veiktist hún og varð að gangast undir uppskurð á sjúkrahúsi. Hún hafði stórt hlut- verk með höndum í sjónvarps- þættinum, lék unga húsmóður. Þegar Joan Crawford hringdi til stjórnanda þáttarins og tilkynnti veikindi dóttur sinnar, varð hann mjög miður sín og sagðist ekki sjá fram á annað, en þátturinn yrði að falla niður, á meðan ung- frúin væri veik. — Nei, það má ekki koma fyrir, sagði Joan Crawford. — Við hljótum að geta bjargað mál- inu einhvern veginn. Og þegar hún sleit samtalinu við stjórnandann hafði hún fall- ist á að hlaupa sjálf í skarðið fyrir dóttur sína og leika ungu húsmóðirina í tveimur þáttum. Hún gerði þetta og tókst með afbrigðum vel. Enginn sá neitt athugavert við, þótí hún léki unga húsmóður, en Joan Craw- ford varð nefnilega sextug fyrir fáum vikum! ☆ Sj ón varpsþættirnir kettina, sem íslenzka sjóri ið sýnir öðru hverju, haf; með afbrigðum apakattarlegir. Meira að segja táningarnir hafa ekki haft neina ánægju af þeim. En engu að síður eru Apakett- irnir vinsælir í Bandaríkjunum og einnig víða í Evrópu. Og auð- vitað eru þeir orðnir flugríkir rir löngu. A myndinni sjáum við Micky Dolenz, en aðal tóm- stundagaman hans er að aka hinum svokölluðu „go-kart“- bílum. Hann hefur gengið svo langt að' láta byggja sérstaka bílabraut við heimili sitt í Los Angeles. ☆ V. i2. tw. yiKAN 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.