Vikan - 20.03.1969, Page 39
r
Hðritfiiarkariir
INNS
OTI
BÍLSKORS
SVALA
HURÐIR
ýhhi- & 'Utihuríir H Ö. VILHJÁLMSSDN
RANARGOTU 12 SIMI 19669
hjúkrunarkonur og súrefnistjald.
Það var gluggi á tjaldinu, og
þar fékk hann matinn sinn.
— Bíðið þið bara, sagði ég.
— Hver lætur okkur hafa
vasapeninga ef þú deyrð? sagði
Patty og var mjög undrandi á
svipinn.
— Eins og er, svaraði ég, —
fáið þið ekki eyri. — Það er
ekkert salt hér.
— Jú, það er þarna í bréfinu,
mamma er að fægja saltbauk-
inn.
— Já, við fáum gest, sagði
Patty, — svo það á að hreinsa
allt. Þig líka!
Hún var ekki búin að loka
munninum, þegar Ruthie birt-
ist í dyrunum. Hún var með
einhverja tusku um hárið, og
hún hélt á teppahreinsara, kústi
og fötu.
— Ertu búinn, elskan? spurði
hún glaðlega og fór að stjaka
við gólfteppinu.
— Skiptir það máli? sagði ég
og hagræddi mér á koddanum.
— Þú getur komið inn í okkar
herbergi, pabbi, sagði sú yngri.
-— Við erum búnar að hagræða
öllu fyrir þig.
— Ég vildi óska að þú færir,
Sy, mig langar svo til að skipta
á rúminu þínu.
— Við ætlum að mæla þig, og
allt, sagði Ginny.
Telpurnar ljómuðu í framan.
— Við ætlum að skiptast á með
að vera læknir, sagði Ginny.
— Hjálp, Mayo-bræðurnir eru
á eftir mér, hrópaði ég, — og þú
gerir ekkert annað en að standa
þarna og dusta.
— Góði Sy, sagði Ruthie, —
þú tefur mig svo ...
— Jæja þá, sagði ég og staul-
aðist af veikum mætti út úr rúm-
inu. — En þú munt minnast
þessa ævilangt.
Afkomendur mínir komu
hlaupandi mér til hjálpar, og
áður en ég vissi af, leiddu þær
mig eftir ganginum inn í holu
þeirra.
— Hvar eigum við að láta
hann, spurði Patty systur sína.
Ég hri.sti þær af mér og hélt
í áttina að neðri kojunni.
— Pabbi ætlar að skríða hér
upp í og hvíla sig vel, sagði ég,
ákveðinn í bragði.
— Það er betra fyrir þig að
fara upp í Ginnýjar koju, sagði
Patty.
— Það er ágætt, sagði ég.
— Jæja, það er allt í lagi,
sagði Patty, — en skjaldbakan
mín er þarna.
— Taktu hana þá í burtu,
öskraði ég.
Hún yppti öxlum og stakk sér
svo niður í rúmfötin, en kom
von bráðar í ljós aftur. — Ég
finn hana ekki.
— Jæja þá, andvarpaði ég. —
En hvernig í ósköpunum farið
þið að því að komast upp á
þessa hillu.
— Við klifrum, sagði Ginny.
— Farið þið frá, skipaði ég og
fór að klifra upp í hæðirnar. Á
næsta andartaki var ég kominn
upp, móður en hreykinn, og
fleygði mér útaf, innan um
tuskudýr, hálfétið epli og ilm-
vatnsglas, með óskaplegri lykt.
— Passaðu dótið mitt, sagði
Ginny.
— Ég skal ekki snerta þetta
drasl, sagði ég og reyndi að
hreiðra um mig. — Þið ættuð
svo að hjálpa henni móður ykk-
ar.
— Hún sagði okkur að stunda
þig, sagði Patty.
Ég breiddi upp yfir haus. —
Haldið ykkur frá mér, sagði ég
í viðvörunarróm.
— Við ætlum ekki að gera
annað en æfa okkur á að binda
um sár, sagði Ginny. — Það er
ekkert sárt.
— Ruthie, kallaði ég.
Komdu fljótt!
Eftir andartak opnaði hún
dyrnar. Hún var þreytuleg á
svipinn. — Hvað er nú?
— Ég skal með ánægju liggja
í þessari rottuholu, sagði ég. —
En aðeins ef ég fæ að vera í
friði.
— Stelpur, sagði hún, — vilj-
ið þið ekki koma niður í eldhús
og búa til sykurfrauð?
— Já, þið skuluð ímynda ykk-
ur að þið séuð að blanda eitur,
bætti ég hressilega við.
— Allt í lagi, sagði Patty, —
pabbi er hvort sem er svo tauga-
veiklaður að það er ekki hægt
að leika við hann.
Þær sendu mér hálfkuldaleg-
ar augngotur. — Ef þú værir
á sjúkrahúsi, sagði Ginny, —
gætir þú ekki komizt hjá því
að láta setja á þig umbúðir... .
Svo voru þær farnar.
— Er þá allt í lagi? spurðí
Ruthie þurrlega.
— Ég geri ráð fyrir því.
— Þá get ég haldið áfram við
störf mín?
— Ég geri líka ráð fyrir því.
Heyrðu Ruthie?
Hún hikaði við.
— Ég elska þig. Mér líður
hræðilega illa, en ég elska þig.
Dauft bros leið yfir andlit
hennar. — Allt í lagi, sagði hún
og sendi mér fingurkoss.
Þegar ég var orðinn einn, hall-
aði ég mér aftur á bak, en þá
sá ég allt í einu, fyrirvaralaust,
eins og í draumsýn, Elliot Jar-
rod, í dökkbláum kvöldjakka,
sitjandi uppi í geysistóru rúmi,
og Ruthie, í baklausum kvöld-
kjól, var að gefa honum appel-
sínusafa í vínglasi. Augu Jar-
rods voru dökk af áhuga ...
— Ruthie! kallaði ég hátt. —
Viltu koma hingað strax?
Það varð fimm mínútna bið.
Svo stakk hún höfðinu inn um
dyragættina.
— Er Elliot Jarrod kvæntur?
— Kallaðirðu á mig eingöngu
til að spurja um þetta? sagði
hún og hallaði sér að dyrastafn-
um.
— Já, er hann kvæntur eða
ekki.
— Hann er ekki kvæntur.
— Get ég fengið appelsínu-
safa, surði ég í nöldurtón.
— Bráðum. Svo horfði hún á
mig, og ég sá votta fyrir hrifn-
ingu í svip hennar. — Sy, hvar
er kvöldjakkinn, sem ég gaf þér
í jólagjöf? Þessi blái með silki-
löfunum?
— Hversvegna spyrðu?
— Mér datt í hug að þú ættir
að vera í honum annað kvöld.
-en
mestu
gleði og
•¬
hafið þér af
automatic
0 Sjálfvirk klukka
0 Ryðfriar hellur
• Stór bakaraofn með Ijósi
0 Laust grill-element
• Laus ofnrúða
• Hitaofn með diskagrind
• Kraftmikill gufuþéttir
0 Á hjólum
Aðalumboð:
Einar Farestveit & Co. hf.
Bergstaðastræti 10 A og
Aðalstræti 18
Sími 16995
BÚSÁHÖLD
I.AUGAVEGI 59 SlMI 23349
12. tbi. VIKAN 89