Vikan - 20.03.1969, Síða 49
2 bollar hveiti !!
Vt tesk. salt
3 tcsk. lyftiduít
% bolli mjólk
% bolli eggjahvíta
M bolli strásykur
Smjörlíkið hrært vel með I
bolla af sykri. Droparnir látnir
í. Hveiti blönduðu salti og lyfti-
dufti hrært út í ásamt mjólk-
inni, hrært vel. Eggjahvíturnar
stífþeyttar með Vt bolla af sykri.
Látið varlega saman við deigið.
Bakað í ofnskúffu ca. 9x12 tomm-
ur á kant i meðalheitum ofni ca.
40 mín. Skorið í tígla meðan
kakan er volg. Má skreyta með
glassúr.
SÚKKULAÐIMOLAR
2 matsk. kókó
iVi bolli hveiti
V" tesk. lyftiduft
% bolli sykur
Vi bolli smjörlíki
1 egg
% tesk. vanilludropar
Blandað saman hveiti, kókó,
lyftidufti. Smjörlíki þeytt vel
með sykri, eggi og vanillu. Helm-
ingi hveitiblöndunnar hrært
saman við, þeytt vel, síðan því
sem eftir er. Deigið kælt ca. 30
mín. vafið í vax- eða smjörpapp-
ír. Nú má gera hvort sem vill,
búa til lengjur áður en deigið
er kælt, sem síðan eru kældar
um 4 klst. og skornar þá í sneið-
ar, eða deigið flatt út eftir 30
mín. kælitímann og skorið í
kringlóttar kökur með glasi eða
móti. Bakað við meðalhita.
ENSKT KEX
113 gr smjörlíki
85—113 gr strásykur
226 gr hveiti
Dálítil mjólk eða eggjarauða, ef
með þarf.
Smjörlíki og sykur hrært mjög
vel. Hveitið látið í og hrært unz
það virðist hafa samlagazt smjör-
líkishrærunni. Gott kexdeig á að
vera þétt og samfellt, vilji það
ekki tolla vel saman, er dálítilli
mjólk eða eggjarauðu hrært
saman við eftir þörfiun. Síðan
er deigið flatt út og stungið út í
æksilega lögun. Bakað við 200°
C 10—12 mín.
Breytingar má gera á þessu
kexi.
Súkkulaðikex: Minnkið hveiti
um 42 gr og látið 42 gr kókó í
staðinn og nokkra dropa af van-
illu.
Appelsinu- eða sítrónukex:
Bætið rifnum appelsínu- eða
sítrónuberki í deigið, notið safa
úr ávöxtunum (1 matsk.) til
þess að væta í með.
.^1
SÚKKULAÐIHJÓL
1 Vi bolli hveiti
Vi tesk. lyftiduft
Vh tesk. salt
Vi bolli smjör eða smjörlíki
% bolli sykur
1 eggjarauða
3 matsk. mjólk
lVa matsk. kókó
Smjör og sykur hrært vel í
létta froðu. Eggjarauðu bætt í
og þeytt vel. Hveitið blandað
iyftidufti og saiti og því smá-
hrært út i ásamt mjólkinni.
Deiginu skipt í tvennt og kókó
blandað í annan hlutann. Látið
kólna svo hæfilegt sé til að fletja
út. Flatt út í tvær ferkantaðar
kökur, sem jafnastar að stærð,
ljósa kakan lögð yfir þá dökku
og vafið upp líkt og rúlluterta.
Vafið þétt og kælt, helzt yfir
nótt. Skorið í sneiðar og bakað
í vel heitum ofni 5 min.
KÆLDAR SÝRÓPSKÖKUR
Stór uppskrift
6 bollar hveiti
Vt tesk. salt
Vi tesk. sódaduft
lVa bolli smjör eða smjörlíki
Va bolli sykur (strásykur eða
púðursykur eftir smekk)
1 bolli muldar hnetur
Smjörlíkið hrært í létta froðu,
sykri og sýrópi hrært saman við
og þeytt vel. Hnetum bætt í. —
Hveitið, sem sigtað hefur verið
með sódadufti og salti, er hnoð-
að upp í. Deigið verður fremur
þykkt. Búnar til þrjár lengjur,
látnar í vax- eða smjörpappír
og kælt 3—4 tíma eða unz lengj-
urnar eru mátulega harðar til
þess að sneiða niður. Skornar
fremur þunnt með beittum hnif.
Bragði má breyta með því að
nota kókósmjöl í staðinn fyrir
hnetur, eða bæta bræddu súkku-
laði eða % bolla af kókó í deig-
ið á undan hveitinu. Lika má
minnka hnetumagnið og bæta
litlum súkkulaðibitum upp í.
SÚKKULAÐISNITTUR
5 dl hveiti
1 tesk. lyftiduft
lVa matsk. kókó
lVa dl sykur
200 gr smjör eða smjörlíki
Va dl fínhakkaðar möndlur
1 eggjarauða
Til að bera ofan á: eggjahvíta,
sneiddar möndlur.
Öllu blandað saman á borði og
hnoðað létt saman. Búnar til
lengjur, sem raðað er á plötu.
Penslaðar með þeyttri eggja-
hvítu og möndlum stráð yfir. —
Bakað við vægan hita (175°C)
unz lengjurnar eru þéttar við-
komu og hafa fengið góðan lit.
Skornar á ská í bita meðan þær
eru enn heitar.
MÖGULEIKAKÖKUR
250 gr smjör eða smjörlíki
100 gr sykur
1 egg
3 matsk. rjómi
1 tesk. vanilla
7 dl hveiti
Öllum efnunum blnndað sam-
an á borði og hnoðað hratt sam-
an. Deigið látið kólna um stund
og síðan flatt út fremur þunnt.
Skornar út kökur, nota má glas
eða til þess gerð mót Kökurnar
eru bakaðar ljósbrúnar 'við 175°
hita. Þessar kökur eru ágætar
eins og þær koma fyrir, en gott
er að skreyta þær með glassúr
eða sultu. Einnig mjög góðar
lagðar saman með hvers konar
kremi, tvær og tvær og þá má
skreyta efri kökuna með glas-
súr.
SKRAUTKRANSAR
125 gr smjör eða smjörlíki
3 matsk. strásykur
6 stk. rifnar, beiskar möndlur
2Va dl hveiti
Ca. 5 dropar grænn matarlitur.
Öllu blandað saman á borði að
undanskildum matarlitnum. —
Hnoðað létt og fljótt saman.
Litnum blandað saman við Vi af
deiginu. Úr því ólitaða eru bún-
ir til venjulegir kransar (eins
og vanilluhringir) og topp af
grænu deigi sprautað í miðjuna.
Bakað fallega brúnt við 200°.
GRÆNAR HNETUKÖKUR
300 gr smjörlíki
lVa dl sykur
IVa dl hveiti
50 gr muldar hnetur
eða möndlur
Grænn matarlitur
Smjörlíki mulið saman við
sykur og hveiti og hnoðað fljótt
saman. Hnetu- eða möndlu-
mylsnunni hnoðað upp í ásamt
nokkrum dropum af lit. Búnar
til lengjur um 4 cm í þvermál,
sem látnar eru svo kólna. Búin
til blanda úr V/a matsk. kókó,
Va matsk. kaffidufti (instant), 1
matsk. sykri. Lengjurnar pensl-
aðar með blöndu af eggi og
mjólk, síðan velt upp úr kókó-
blöndunni. Skornar í ca. Va cm
þykkar sneiðar, sem eru bakað-
ar við 175° í ca. 10 mín.
HAWAIITOPPAR
2 egg
1 Va dl sykur
200 gr kókósmjöl
50 gr smjörlíki
Sykur og egg þeytt í samfellda
froðu. Kókósmjöli og bræddu
smjörlíkinu bætt í. Smjörlíkið
má ekki vera of heitt. Deigið
látið í toppa á vel smurða plötu.
Bakað við 175° í ca. 10 mín.
SKÍÐASKÁLAKÖKUR
200 gr sykur
200 gr sýróp
200 gr smjörlíki
V/a tesk. kanell
1 tesk. negull
1 tesk. sódaduft
75 gr. möndlur, hakkaðar
Ca. 500 gr hveiti
Sykur, sýróp og smjörlíki lát-
ið í þykkbotnaðan pott og brætt
saman. Kælt alveg áður en
kryddið er látið í. Sódadufti og
hveiti hrært að síðustu saman
við ásamt hökkuðu möndlunum.
Deigið hnoðað saman, þarf kann-
ske meira hveiti, svo það verði
samfellt. Búnar til þykkar
lengjur, látnar á vax- eða smjör-
pappír og látið bíða jafnvel 4—
5 daga. Þá er það sneitt í þunn-
ar skífur og bakað við 200° hita
ca. 5 mín. *
12. tbi. VIKAN 49