Vikan


Vikan - 10.07.1969, Side 4

Vikan - 10.07.1969, Side 4
í Johns Hopkins háskóla í Bandaríkjunum vinna vísindamenn að því verkefni að kortleggja lögun og stærð jarðarinnar, fjöll hennar og sjávardjúp. Hér er einn doktoranna, R.B. Kershner að nafni, með módel gerð eftir þessum. upplýsingum. Hnattlíkanið með hæðarlínunum lengst til vinstri er hið nákvæmasta, enda eru hin undarlegu sköpulög belgjanna, sem hann hefur sitt hvor- um megin við sig, töluvert utan við það sem mönnum hefur verið kennt um sköpulag jarðkringlunnar. VATNSSTUÐARI TIL ÖRYGGIS Bílaakstur er enn sem komið er tiltölulega hættulegur íerða- máti, og stöðugt er unnið að því að reyna að endurbæta bíla, umferð og umferðaræðar, þannig að sem minnst slysahætta sé. Yfirleitt þykja bílaverksmiðjurnar sýna þessari viðleitni hvað lakastan sóma og að þær séu tregar til að taka upp margs- konar dýrar og fyrirferðarmiklar slysavarnanýjungar í bila sína. En einkaaðilar eru þeim mun iðnari við að finna upp allskonar fyrirbrigði af þessu taginu. Hér er einn slíkur upp- finningamaður með vatnsstuðara, sem á að draga mjög úr afleiðingum árekstra. Stuðarinn er gerður úr plasti og fullur af vatni, sem við árekstur dregur úr höggþunga en lætur þó undan með því að þrýstast út um ventla. Ætlazt er til, að stuðarar af þessu tagi séu hafðir bæði að aftan og framan og á annarri myndinni sjáum við hvað gerist, þegar tveir vatns- stuðarabílar lenda saman. Á hinni myndinni er uppfinninga- maðurinn að fylla á stuðarann sinn. TENINGUR Á TORGI Nei, þetta eru ekki maurar, heldur menn, sem eiga leið hjá höggmyndinni Rauður teningur eftir myndhöggvarann Isamu Noguchi, sem er amerískur, þrátt fyrir nafnið. Þessi stál- mynd, sem stendur á einu homi sínu, skipar veglegan sess á torgi einu í nýju fjármála- hveríi New York borgar og vekur þar meiri athygli en vænta má eftir þessari mynd. 4 VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.