Vikan


Vikan - 10.07.1969, Síða 9

Vikan - 10.07.1969, Síða 9
RfliTT VID RAGNAR KJARTANSSON, MYNDHÖGGVARA TEXTi: DAGUR ÞORLEIFSSON - MYNDIR: SIGURGEIR SIGURGEIRSSON Augun mjög opin og heldur útstæð og alskeggið gera að verkum að hann minnir dálít- ið á fyrirmann frá Eþíópíu, en við erum aldeilis ekki staddir við hirð Halies Selassies í Addis Abeba heldur í heimsókn h'á Ragnari Kjartanssyni, leirkera- smið, myndlistarkennara og myndhöggvara. Og röbbum við hann um þetta þríeina lífsstarf hans og margt annað, svo sem æskuárin vestur í lands- ins mystískustu sýslu, en þar er Ragnar fæddur og uppalinn, sonur séra Kjartans Kjartans- sonar á Staðarstað, sem kunn- ugir segja vera aðalfyrirmynd Laxness að Jóni Prímusi, en fleiri merkiskennimenn þar á nesinu munu að vísu eiga parta í klerki. Það er því varla kyn þótt þjóðsagnamystík sé auðséð í handbragði Ragnars; nú er ís- lenzki hesturinn uppáhaldsvið- fangsefni hans. — Já, ég er hrifinn af íslenzka hestinum, segir Ragnar. Formin í honum, þau eru einstæð. í kyrrstöðu er hann oft og einatt sérkennilega líflaus. En svo þegar hann byrjar að hreyfa sig, þá er eins og hann hafi allt í einu lifnað við, þiðnað. Þá er hann orðinn allt önnur skepna en þegar hann var bundinn við staur eða stein. Gunnar Bjarna- son segir að íslenzkir staðhættir hafi mótað hann þannig, úti- gangur og hörð lífsskilyrði. í kyrrstöðu er hesturinn í eins- konar dái, slappar algerlega af til að eyða engri orku umfram það sem nauðsynlegt er. í líkamsbygg'.ngu er íslenzki hest- urinn mjög frábrugðinn öðrum reiðhestakynjum og miklu ítur- vaxnari en önnur smáhestakyn, sem ég hef séð. Hann er gróf- byggður, en það gerir hann bara enn meira freistandi. Sérkenni hans eru mörg: þetta breiða brjóst, þykki háls og grófgert höfuð, brött lend, stuttir, sterkir fætur. Hestar þeir, sem mest hef- ur kveðið að í erlendri list, eru af tegundum sem hafa miklu meiri elegans. Við getum sagt að þessi frægustu þaulræktuðu erlendu hestakyn minni á ballerínur, en íslenzki hesturinn fremur á hraustlegan sjóara. Við erum staddir í kjallara við Grundarstíg, þar sem Ragnar deilir vinnustofu með kollega sínum Magnúsi Pálssyni og sviss- neskum rithöfundi, sem lítur út eins og vasaútgáfa af sfinx og stundar Glaumbæ, hann er þar um tíma í bækistöð hins óþreytandi og fjölþætta tilrauna- listamanns Diter Rot. Ragnar, sem til þessa hefur verið hvað þekktastur fyrir Glit og kera- míkina þaðan, hefur nú lagt þá listiðn að mestu á hilluna og helgað sig myndhöggl, það er að segja þegar tími gefst frá kennsl- unni í Myndlistarskólanum við Mímisveg.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.