Vikan


Vikan - 10.07.1969, Blaðsíða 13

Vikan - 10.07.1969, Blaðsíða 13
erfitt að vita hvað slíkir menn hugsa. En góðir hálsar, jafnvel hann gafst upp, hann yfirgaf hana. Það var um sumar, á föstudegi. Hann fór að venju til almennings- baðhússins, og hvarf, eins og steinn í vatni. Þegar Hanna heyrði að einhver hafði séð hann yfirgefa þorpið, þá fékk hún flogakast og datt í göturæsið. Hún barði höfðinu við steininn, hvæsti eins og höggormur, og froð- an stóð í munnvikjum hennar. Einhver stakk lykli í vinstri lófa hennar, en það hjálpaði ekki. Höfuðklútur hennar féll af henni og það kom í ljós að hún hafði ekki rakað höf- uð sitt. Hún var borin heim. Ég hefi aldrei séð slíkt andlit, hún var græn eins og gras og augun ranghvolfdust. Þegar hún kom til sjálfrar sín, fór hún að bölva og ragna, og ég held hún hafi gert það upp frá því. Það var sagt að hún bölvaði jafnvel í svefni. Yom Kippur var í kvenfélagi samkunduhússins, og hún bað fyrir þeim sem ekki kunnu að lesa, en Hanna bölvaði henni og rabbíanum, sem var eiginmaður Yom, söngstjóranum og öldungunum. Og yfir hinn horfna eiginmann sinn kallaði hún stöðugt bölbænir, óskaði honum bólusóttar eða blóðkreppusóttar. Og hún guðlastaði stöðugt. Eftir að Tevia yfirgaf hana varð hún alveg óð. Stundum unnu konur fyrir sér með því að hnoða brauð, eða vinna þjónustustörf fyr- ir annað fólk. En enginn vildi taka Hönnu í vinnu, hún var of hættuleg. Hún reyndi að selja fisk á fimmtudögum; — en ef einhver konan spurði um verðið, þá svaraði Hanna: — Þú kaupir ekkert hvort sem er, svo þér kemur það ekki við. Hversvegna ertu að þreyta mig. Þú verður að kaupa fiskinn hjá öðrum en mér. Ein húsmóðirin potaði undir tálkn fisksins, til að sjá hvort hann væri nýr. Hanna reif hann af henni og öskraði: -— Hversvegna ertu að lykta af fiskinum? Er það fyrir neðan þína virðingu að éta úldinn fisk? Og hún öskraði upp um syndir sem foreldrar konunnar, afar og ömmur í tíu liði, hefðu framið. Hinir fisk- salarnir seldu alltaf upp sinn fisk, en Hanna sat uppi með allt sitt. Á nokkurra vikna fresti þvoði Hanna fötin sín. Það er ekki hægt að lýsa því hvernig hún hagaði sér við þau tækifæri. Hún reifst og skammaðist út af öllu; þvottakerjunum, þvottasnúrunum, vatnsdælunni. Það var hægt að heyra öskrin í henni um allan bæinn. Fólk var hrætt við hana og lét undan, en það kom út á eitt. Ef þú svaraðir henni, þrumaði hún á móti, ef þú svaraðir ekki, þá öskraði hún ennþá hærra: — Er það einhver skömm að tala við mig? Það var yfirleitt ekki hægt að nálgast hana, nema að lenda í vandræðum. í fyrstu komu dætur hennar heim í fríum sínum; þær voru góðar stúlkur, þær voru lík- ar Tevia. Eitt augnablikið kysstust mæðgurn- ar, en á næsta augnabliki rifust þær og slóg- ust eins og villikettir, og það hljómaði í Slátr- aragötu, þar sem Hanna bjó, og við bjuggum þar líka. Stúlkan kom æðandi út úr húsinu, Hanna á eftir með prik í hendi, öskrandi: — Bastarður, úrhrak, hóra, þú hefðir átt að eyðast í kviði móður þinnar! Eftir að Tevia yfirgaf hana, grunaði hún alltaf dætur sín- ar um það að vita hvar hann héldi sig. Þótt þær sverðu við nafns Guð, þá trúði hún þeim ekki: — Munnar ykkar færast aftur á hnakka fyrir það að sverja ranga eiða! Hvað áttu vesalings stúlkurnar að gera? Þær fóru að forðast hana eins og verstu plágu. Og Hanna fór til skrifara þorpsins, lét skrifa bréf, þar sem hún útskúfaði dætrum sínum. Hún var ekki lengur móðir þeirra, og þær ekki dætur hennar. Þótt þorpið hafi verið lítið og fátækt, var þó fólk ekki látið svelta í hel þar. Gott fólk kenndi í brjósti um Hönnu. Það færði henni mat; súpu, lauksoð, hvítlauk, brauð og kart- öflur, yfirleitt það sem það hafði upp á að bjóða, en það var alltaf skilið eftir á þrösk- uldinum. Að fara inn, hefði verið eins og að vaða inn í ljónagryfju. Hanna borðaði sjaldan þennan mat. Hún fleygði honum á ruslahauginn. Slíkt fólk þrífst á reiði sinni. Eftir að fullorðna fólkið fór að sniðganga hana, fór Hanna að ybbast við börnin. Dreng- ur gekk fram hjá og Hanna þreif af honum húfuna, vegna þess að hún hélt að hann hefði stolið perum af trénu hennar. Perurnar voru harðar eins og grjót, og svínin hefðu ekki einu sinni getað étið þær. Hún þurfti bara að fá átyllu. Hún laug alltaf sjálf og þá varð hún að kalla aðra lygara. Hún fór til lög- reglustjórans og ásakaði einn um að vera falsara og annan um að smygla vörum frá Galisíu. Hún sagði að Hasidim fjölskyldan svívirti zarinn. Um haustið voru ungir menn innritaðir í herinn. Hanna yfirlýsti á mark- aðstorginu að aðeins fátækir unglingar væru teknir, þeir ríku hefðu ráð á að sleppa. Það var reyndar satt, og hvaða tilgangi þjónaði það að hneppa alla pilta í herinn, en ein- hverjir urðu að gera það. En Hanna sagðist vera heiðarleg, og hún þoldi ekki að fólki væri mismunað. Rússnesku yfirvöldin voru hrædd um að hún gæti orsakað uppþot, svo henni var komið fyrir á geðveikrahæli. Ég sá þegar komið var til að sækja hana. Það var hermaður og lögregluþjónn. Hanna snerist að þeim með öxi. Hún gerði svo mik- inn hávaða að allir þorpsbúar komu þjótandi. En hún var ekki nógu sterk til að berjast við þá. Þegar þeir voru búnir að binda hana og troða henni upp í vagn, bölvaði hún á rúss- nesku, pólsku og gyðingamáli. EQjóðin í henni voru verri en í svíni, sem verið var að slátra. Hún var færð til Lublin, og sett í spennitreyju. Eg veit ekki hvernig stóð á því, en hún hlýtur að hafa hagað sér vel á hælinu, því að innan hálfs árs, var hún komin aftur heim til sín. Það hafði fjölskylda setzt að í kofa hennar, en Hanna fór þangað, rak þau út fyrir nóttina. Daginn eftir tilkynnti Hanna að þau hefðu rænt hana. Hún fór inn í hús allra nágrannanna, til að vita hvort hún sæi ekki eitthvað af eigum sínum, og svívirti alla. Henni var ekki lengur leyft að koma í samkunduhúsið, hún fékk ekki einu sinni að kaupa sæti við hátíðleg tækifæri. Það kom líka að því að þegar hún fór til brunnsins, tóku allir til fótanna. Það var hreinlega hættulegt að koma í námunda við hana. Hún bar ekki einu sinni virðingu fyrir dauðanum. Og þegar líkvagn ók fram hjá henni, þá hrækti hún í áttina að honum, og bað þeim látna allra bölbæna. Ef syrgjendur voru af heldra fólki, þá þóttust þeir ekki heyra til hennar, en ef þetta var einfalt al- múgafólk, þá réðist það oft að henni og barði hana. Svo hljóp hún um á meðal manna, sýndi glóðaraugu og rispur, eftir þennan og hinn, sem hún tiltók. Hún reyndi oft að kæra fyrir prestinum, en hann lét banna henni að koma á skrifstofu sína. Hún reyndi líka að klaga fyrir heldra fólkinu, en það skellti við skollaeyrum. Hanna átti þvi eng- an að nema Guð sjálfan. Eftir því sem hún sagði sjálf, þá voru þau beztu vinir, hún og himnafaðirinn. En nú skuluð þið heyra. Einn af nágrönn- um Hönnu var ökumaður, Kopel Klotz að nafni. Eina nóttina vaknaði hann við hávær öskur um hjálp. Hann leit út um gluggann, og sá að hús skósmiðsins, sem var hinum megin við götuna, stóð í björtu báli. Hann greip vatnsfötu og skundaði til hjálpar. En eldurinn var ekki í húsi skósmiðsins, það var kofi Hönnu, sem var að brenna. Hann hafði séð endurskin loganna í gluggum skósmiðs- ins. Kopel hljóp til kofans og sá þá að eld- ur var í flestu, sem þar var inni. Þetta var ekki venjulegur eldsvoði. Smálogar voru eins og á flakki, náttkjóll Hönnu var logandi. Kopel reif hann af henni, og hún stóð þá eins nakin og þegar hún fæddist í þennan heim. Það er alvörumál, ef eldur kemur upp í Slátraragötu. Húsin eru skraufþurr, jafnvel um hávetur. öll gatan getur logað upp af einum neista, og brunnið til ösku. Fólk kom til hjálpar, en réði ekki við neitt. Hanna reyndi að hylja líkama sinn með sjali, en eldurinn komst í það og kögrið brann, rétt eins og það væru mörg smákerti. Karlmenn- irnir börðust við eldinn alla nóttina. Sumir voru alveg yfirkomnir af reyknum. Þetta voru ekki venjulegir logar, þetta voru púk- ar hins illa. Næsta morgun fór aftur að brenna. Rúm- föt Hörinu brunnu, eins og kviknað hefði í þeim af sjálfsdáðum. Þann dag heimsótti ég Hönnu. Það var ljót sjón. Allt var meira og minna götótt og brunnið. Brauðhleifur í trogi var eins og kolamoli. Logandi kústskaft hafði hrokkið í ruslafötuna. Það var eins og eld- tungur hefðu sleikt allt. Guð hjálpi okkur, þetta voru töfrabrögð hins illa. Hanna hafði alltaf sagt öllum að fara til fjandans, nú hafði fjandinn snúið sér að henni. Framhald á bls. 37. 28. tbl. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.