Vikan - 10.07.1969, Qupperneq 17
Ingimar Eydal er í fullu fjöri með hljómsveit sína um þessar
mundir eins og endranær, og að sögn þeirra, sem eru hvað heima-
kærastir í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri, hefur hljómsveitin sjaldan
eða aldrei sprækari verið. Ný hljómplata er líka á leiðinni, tvö lög
sungin af Þorvaldi, eitt af Helenu, en í fjórða laginu kankast á
klarinetta og söngtríó.
Síðast talda lagið er eftir Finn Eydal, sem þarna kemur upp
um ágæta hæfileika sína til að setja saman skemmtileg lög. Þegar
við ræddum við þá bræður Finn og Ingimar var helzti höfuðverk-
urinn sá, að finna heiti á lagið. Ætli „Sveiflandi klarinetta" verði
ekki ofaná, sagði Ingimar íbygginn, og þar með var það næstum því
ákveðið.
Lagið, sem Helena syngur, er hið fræga „Boom-bang-a-bang“, en
það var framlag Breta í Eurovision söngvakeppnina 1969, sungið af
Lulu. Textann gerðu Þorvaldur og Ásta Sigurðardóttir (kona Ingi-
mars), og kalla þau lagið „Og þó“.
Eitt laganna á plötunni er eftir Þorvald og syngur hann það
sjálfur. Lagið, sem hann nefnir „Ég þrái þig“, er beat-kynjað og
hreint ekki svo galið. Er óhætt að spá því vinsældum.
Þá er ótalið fjórða lagið á plötunni, sem Þorvaldur syngur einnig.
Það er grundvallað á aríu í d-dúr eftir Bach. Ingimar lét þess getið,
að hinn upprunalegi kontrapunktur væri látinn halda sér að mestu
leyti en bætt væri við léttum rythma á trommur og bassa. í þessu
lagi leikur Finnur á bassaklarinettu, sem er mjög tignarlegt hljóð-
færi og gefur frá sér hin fágætustu hljóð.
Þessi hljómplata mun koma á markaðinn í ágústbyrjun. Útgefandi
er Tónaútgáfan.
☆
Von er á nýrri hljómplötu frá
Heiðursmönnum innan tíðar.
Hljómsveitin, sem um nokkurt
skeið hefur leikið í Klúbbnum,
er skipuð Þóri Baldurssyni, Rún-
Þórir Baldnrsson.
Keynir Harðarson, trymbili Heiðurs-
manna.
ari Georgssyni, Baldri Arngríms-
syni og Reyni Harðarsyni. Við
hittum Þóri á dögunum og báð-
um hann að segja okkur eitthvað
um lögin á þessari plötu, sem
er hin fyrsta frá hljómsveitinni.
Þrjú laganna eru erlend, en
eitt er eftir Þóri. Erlendu lögin
eru: Hvar? eða „Can't Take My
Eyes Of You“. Þetta lag hafa
margir góðir söngvarar sungið,
m.a. Andy Williams. Auk hljóm-
sveitarinnar koma fram fjórir
blásarar en Þórir syngur. Hann
sér raunar um sönginn í öllum
lögunum fjórum.
Þá er lag, sem nefnist ,,Kjark-
leysi“ eða Conquestator" á frum-
málinu. Þetta er beatlag, sem
hljómsveitin Procol Harum hef-
ur flutt.
Þriðja erlenda lagið er svo
„Vor eða haust“, sem er íslenzk
útgáfa lagsins „Valley of the
Dolls“ úr samnefndri kvikmynd.
Lagið er eftir André Previn. Tíu
fiðlarar eru Heiðursmönnum til
aðstoðar í þessu lagi.
Að lokum er svo lag eftir Þóri,
sem nefnist Ilamingjuást. Þetta
er rólegt lag með talsverðum
íburði því að alls koma fram 18
manns, þegar fiðlarar og blásar-
ar eru taldir með. Þórir leikur að
sjálfsögðu á hið stóra og vand-
aða orgel sitt í öllum lögunum á
plötunni. Með tilkomu þessa
hljóðfæris þurfti hljómsveitin
ekki á bassaleikara að halda, því
að fetlar (pedalar) orgelsins gera
sama gagn og bassi. Að sögn
Þóris þurfti fjóra kraftajötna til
að bera orgelið upp og niður
stiga í húsi Ríkisútvarpsins, þar
sem upptakan fór fram! Þórir
sagðist vera nokkuð ánægðúr
með þessa hljómplötu, þegar á
heildina væri litið. Hann sagði,
að skemmtilegt hefði verið að
fást við útsetningar laganna, en
hann hefur ekki fyrr útsett fyrir
svo stóran hóp spilara eins og
á þessari plötu. Tónaútgáfan gef-
ur plötuna út, en hlj óðritun ann-
aðist Guðmundur R. Jónsson.
☆
as. fbi. VIKAN 17