Vikan - 10.07.1969, Side 19
SAGT
ER AÐ ALDREI
SÉU TVÍBURAR SVO
LÍKIR AÐ FORELDRARNIR
ÞEKKI ÞÁ EKKI í SUNDUR. EN í ÞVÍ
TILFELLI SEM HÉR SEGIR FRÁ,
VAR EKKI EINU SINNI
MOÐIRIN VISS f
ÞEIRRI SÖK
— Sjáðu hvað Tracy er falleg,
þegar hún hlær sagði herra
Bruce við konu sín DeWitt, um
leið og hann sveipaði stóru bað-
handklæði utan um spriklandi
barnið.
— Tracy? sagði frú Bruce. —
Þetta er ekki Tracy þú hlýtur þó
að sjá að það er Terry sem þú
ert með.
— Terry? Nei, það hlýtur að
vera Tracy, svaraði herra Bruce
íhugull.
— Almáttugur, hrópuðu hjón-
in samtímis. — Hver er hver?
Bruce-hjónin, til heimilis í De-
troit, Bandaríkjunum, voru til-
neydd að horfast í augu við sann-
leikann. Þau þekktu ekki sundur
börnin sín, tvíburastúlkurnar
Terry og Tracy. í upphafi hafði
það ekki verið erfitt, því að þá
var Tracy heldur þyngri en
Terry. En svo þyngdist Terry
nógu mikið til að ná stóru syst-
ur, sem var heilum tveimur
mínútum eldri.
Og þá fóru vandræðin fyrst að
aukast fyrir aumingja foreldrun-
um.
4
Að halda hönd smábarns kyrri
nógu lengi til að greinilegt þrykk
náist — það er ekki auðvelt verk,
jafnvel ekki fyrir þaulæfðan
fingrafarasérfræðing eins og
Wilmer Kroll.
Naglalakk dugði ekki
Frú Bruce notaði fyrst einfald-
asta ráðið, sem henni datt í hug.
Hún klíndi naglalakki á aðra
stórutána á Terry. Það hjálpaði
þangað til stúlkurnar voru næst
settar í bað og veltust hver um
aðra í baðbalanum.
Þegar frú Bruce uppástóð að
maður hennar héldi á Terry,
svaraði hann:
En þú sérð að hún er ekki
með neitt naglalakk á tánni.
En hvorug stóra táin á hinni
litlu stúlkunni var heldur rauð.
Baðvatnið hafði leyst lakkið upp.
Hver var hver?
f örvæntingu sinni skrifaði frú
Bruce spurningaþættinum í blað-
inu sem hún var áskrifandi að,
og bað um ráð. Blaðamennirnir
fengu áhuga á vandamáli hennar,
sem var heldur óvenjulegt, og
hringdu í sjúkrahúsið, þar sem
telpurnar höfðu fæðzt. Þar var
þeim sagt að afþrykk hefði verið
tekið af lófum telpnanna.
Þegar frú Bruce heyrði þetta,
andvarpaði hún fegin. Nú hlaut
allt að verða í lagi. En það sýndi
sig að nú fyrst varð málið alvar-
legt. Það kom sem sé í ljós að
Hnur í húðinin eru ekki sérlega
skýrar við fæðingu og að starfs-
menn sjúkrahússins, sem tekið
höfðu afþrykkið, voru engir
snillingar í því verki.
— Reynið sjálf að halda hönd
barns, sem spriklar öllum öng-
um kyrri nógu lengi til að hægt
sé að ná greinilegu afþrykki,
sögðu þeir móðgaðir.
En kannski gætu sjúkrahús-
skýrslurnar leitt eitthvað í ljós.
Sú varð ekki raunin á. Tvíbur-
arnir höfðu verið hinir spræk-
ustu, svo að frú Bruce hafði ekki
farið með þá til læknis í fimm
mánuði. Ur þeirri átt var því
engrar hjálpar að vænta. Það
var líklega ekkert frekar hægt
að gera, hugsuðu Bruce-hjónin og
fóru að reyna að sætta sig við þá
tilhugsun að verða aldrei viss um
að þekkja börnin sín sundur.
Þegar hér var komið barst
hjálp úr óvæntri átt — frá lög-
reglu staðarins. Hún hafði sam-
band við frú Bruce og sagðist
álíta að fingrafarasérfræðingar
hennar gætu leyst vandann. Einn
þeirra skyldi taka ný þrykk af
lófum tvíburanna og bera þau
saman við þrykkin á sjúkrahús-
inu.
— Ef þetta ráð brygðist, var
ég farin að halda að við yrðum
að umskíra þær, sagði frú Bruce.
Svart blek
— Þetta er óvenjulegt verk-
efni, sagði fingrafarasérfræðing-
urinn, Wilmer Kroll, þegar hann
gerði innrás á heimili Bruce-
hjónanna með útbúnað sinn.
Kroll hafði í átján ár unnið að
því hjá lögreglunni að þekkja
fingraför. Hann var meira en
klukkustund að ná nýjum þrykk-
um af lófum telpnanna.
Tvíburarnir voru ekkert hrifn-
ir af þessari meðferð; lófarnir
þeirra litlu voru allir löðrandi í
bleki áður en lauk. En um síðir
tók þetta enda.
Kroll var stundarfjórðung að
grannskoða þrykkin og gerði það
engu óvandlegar en læknir rönt-
genmynd. Smátt og smátt varð
hann glaðari í bragði og að lok-
um leit hann upp frá stækkunar-
glerinu:
— Ég hygg að ég hafi leyst
vandann.
Hann benti á annað þrykkið.
— Þetta er af Tracy, og þá
hlýtur þetta að vera af Terry.
Þakklæti Bruce-hjónanna átti
sér engin takmörk.
— Ég vissi þetta alltaf, sagði
frú Bruce, hreykin af því að eðl-
isávísun hennar sem móður hafði
reynzt rétt.
Tvíburarnir píptu óáængjulega
yfir uppistandinu. Svo veltu þeir
sér á hliðina og sofnuðu.
Nú gerðu Bruce-hjónin örugg-
ari ráðstafanir en áður. Þau
merktu nú tvíburana með plast-
armböndum, sem þau fengu á
sjúkrahúsinu og bundu um úln-
liði telpnanna. Þau eru fast-
ákveðin í að sjá til þess að öll
endaleysan geti ekki byrjað einu
sinni enn.
☆
28. tbi. VIKAN 19