Vikan


Vikan - 10.07.1969, Qupperneq 20

Vikan - 10.07.1969, Qupperneq 20
Urdráttur úr skáldsögu Johns Galsworthys 14. HLUTI Hann sá hana koma, hún leit út eins og sjálft vorið. andlit henn- ar IjómaSi, eins og eitthvað sérstaklega skemmtilegt hefði borið að..... — ‘Ég er mesta mannfæla í heimi. En þú ert öðruvísi, ég hefði átt að hugleiða það. — Ég hefi aðeins áhuga á þér einum; ég hlýt að hafa eitthvert hundseðli. Ég gæti ekki án þín verið nú. Kippirnir við munn hans voru ljósari en svar. — Hefirðu séð upptökuheimilið fyrir týnda hunda? Það er hér rétt hjá. — Nei, það er hræðilegt að hugsa sér hunda í vanskilum. Við skulum fara þangað. Þetta var snyrtilegur, en kuldalegur staður. Hundarnir ýmist geltu eða litu spyrjandi á þau og dingluðu rófunni, þegar þau nálguðust. Hundarnir, sem greinilega voru af betra kyni, voru kyrrlátari, en um leið hryggari á svipinn. Svartur fuglahundur sat úti í horni og hengdi hausinn. Þau gengu til hans. — Hvernig í ósköpunum getur svona fallegur hundur setið hér svona sorgmæddur, án þess að hans sé vitjað? sagði Dinny. Wilfrid stakk fingrinum í gegnum vírnetið. Hundurinn leit upp. Þau sáu að hann var blóðstorkinn fyrir neðan augun, og hárlaus blettur var á enni hans. Það var greinilegt að hann hafði lent í áflogum. — Komdu vinurinn! Hundurinn gekk hægt til þeirra. Hann stóð næstum því í arm- lengd, rófan dinglaði lítið eitt sem snöggvast, en drúpti svo. — Jæja, vinurinn, sagði Wilfrid. Hundurinn dinglaði aftur skottinu. — Þú ert ekki mannblendinn heldur, sagði Wilfrid. — Hann er of hryggur til að láta nokkuð í ljós, sagði Dinny. Hún beygði sig niður og gat komið hendinni inn um netið. — Komdu til mín! Hundurinn lyktaði af glófa hennar, og dingl- aði skottinu, ljósrauð tungan kom aðeins út úr honum. Með tölu- verðri áreynslu náði Dinny því að strjúka um silkimjúkt trýnið. — Hann er af góðu kyni og vel upp alinn, Wilfrid. — Ætli honum hafi ekki verið stolið, og hafi svo strokið. Hann er líklega frá einhverjum hundabúgarðinum. — Það ætti að hengja hundaþjófa! hún leit upp. — Ó, Wilfrid! Hann kinkaði kolli og skildi hana eftir hjá hundinum. Hún sat á hækjum sér og klóraði hundinum bak við eyrun, þangað til Wilfrid kom aftur, í fylgd með manni, sem hélt á hundaól og hálsbandi. — Ég gat fengið hann, sagði Wilfrid. ■— Það var komið fram yfir geymslutímann í gær, en þeir hafa látið hann vera, vegna þess hve faUegur hann er. Dinny sneri sér snöggt við, tárin voru að brjótast fram. Hún þurrkaði sér um augun, og heyrði að maðurinn sagði: — Eg set á hann hálsbandið, áður en ég hleypi honum út; það gæti verið að hann tæki til fótanna, honum hefir ekki liðið vel hérna. Dinny sneri sér að manninum. — Ef réttir eigendur gefa sig fram, þá skilum við honum strax. — Það er ekki mjög líklegt, ungfrú. Ég held að eigandi hans sé látinn. Hann hefir sloppið út, og líklega farið að leita að húsbónda sínum, og enginn hefir hirt um að leita hann uppi. Wilfrid tók við bandinu og rétti manninum spjald. — Þetta er heimilisfangið, ef eigandinn kemur. Komdu Dinny, við skulum liðka hann svolítið. — Ég vona. að ágizkun hans sé rétt, sagði Wilfrid, — við eigum eftir að halda mikið upp á þennan hund. Þegar þau komu út á grasið, reyndu þau að gæla við hann. Hann tók því rólega, sýndi engin gleðimerki, horfði niður, rétt eins og hann væri að bíða dóms. — Það er bezt að við förum með hann heim, sagði Wilfrid. — Bíddu hér, meðan ég næ í leigubíl. Dinny virti hundinn fyrir sér. Hann elti Wilfrid, eins langt og ólin náði; svo settist hann og beið. Hún fór að hugsa hvernig honum liði, hundar áttu auðvitað sína sorgir og gleði, en þeir höfðu ekki málið til að tjá sig. En allt hlaut að vera betra en að vera lokaður inni í búri. Hundurinn settist hjá henni, en horfði í áttina þangað sem Wilfrid hvarf, ýlfraði dauflega. Svo kom bíllinn. Hundurinn hætti að ýlfra og togaði í bandið. f bílnum lá hundurinn kyrr, með hausinn á fótum Wilfrids, en þegar þau komu til Piccadilly ókyrrðist hann, og lagði þá hausinn í kjöltu Dinnyar. — Hvað skyldi Stack segja. Eg veit ekki hversu þægilegt það er að hafa hund í Cork Street. Hundurinn hljóp hratt upp stigann. — Hann er húsvanur, sagði Dinny. Þegar þau komu inn í dagstofuna, lyktaði hann af gólfteppinu, og stólfótunum og lagði svo snoppuna upp á legubekkinn — Upp, sagði Dinny. Hundurinn stökk strax upp á bekkinn. — Drottinn minn, sagði Wilfrid, það er óskapleg ólykt af honum. — Við sulum baða hann. Ég skal leita á honum, meðan þú lætur renna í baðkarið. Hún hélt í hundinn, sem ætlaði að elta Wilfrid, og fór að leita að óþrifum á honum. Hún fann nokkrar gular flugur, annað ekki. — Þú lyktar frekar illa, vinurinn, sagði hún, og hundurinn sneri sér við og sleikti nefið á henni. — Baðið er tilbúið, ef þú ætlar að hjálpa mér, þá skaltu fara í baðkápuna þarna, svo þú eyðileggir ekki kjólinn þinn. Dinny fór úr kjólnum fyrir aftan hann, vonaði hálft í hvoru að hann senri sér við, en virti hann fyrir að gera það ekki. Hundurinn var þægur í baðinu og að því loknu bar Wilfrid hann inn í stofu, vafinn innan í gamalt hermannateppi. Dinny var glöð í hjarta sínu 20 VIKAN 28- tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.