Vikan


Vikan - 10.07.1969, Qupperneq 21

Vikan - 10.07.1969, Qupperneq 21
yfir þessu fyrsta sameiginlega skylduverki þeirra, henni fannst sem þau væru bundin sterkari böndum. Eftir að hershöfðinginn kom aftur heim til Condaford, var and- rúmsloftið nokkuð þvingað. Dinny hafði sagt að hún kæmi heim aftur á laugardag, en nú var kominn miðvikudagur og hún var ennþá í borginni. Hann varðist allra frétta um hvað hafði farið á milli þeirra Wilfrids. —, Hann sagði varla orð. Liz. Ákaflega háttvís, en hann leit ekki út fyrir að vilja gefa allt á bátinn. Hann hefir lika fram að þessu haft bezta orð. Þetta er alveg óskiljanlegt. — Hefirðu lesið ljóðin hans, Con? — Nei, hvar eru þau? — Dinny hefir þau einhversstaðar. Þau eru mjög bitur. Skáldin virðast hafa yndi af biturleika. En mér er sama um allt, aðeins ef Dinny verður hamingjusöm. -—- Dinny segir að hann ætli að birta ljóðið um þennan atburð. Hann hlýtur að vera mjög hégómalegur. — Það eru skáld alltaf. — Eg veit ekki hver getur haft áhrif á Dinny. Hubert segist hafa glatað tiltrú hennar. Mér finnst vonlaust að byrja búskap undir þessum kringumstæðum. — Stundum hugsa ég, tautaði lafði Cherrell, — að við, sem búum hér í sveitinni, vitum lítið um umheiminn. — Allt sem einhvers er virði, sagði hershöfðinginn, — og um alla sem einhvers eru virði. — Er hverjir eru þeir? Hershöfðinginn var þögull um stund, svo sagði hann: — England er ennþá aðalsborið, undir og niðri. Það sem heldur okkur ofan jarðar er það hefðbundna. Þjónusta og hefðir eru ennþá það sem ræður. Raddir sósialistanna heyrast ekki vel, þótt háværar séu. Lafði Cherrell leit upp, undrandi yfir ræðu hans. — Jæja, sagði hún, — en hvað getum við gert í málefnum Dinny- ar? Hershöfðinginn hristi höfuðið. — Við verðum að bíða og sjá hvað setur. Að gera hana arflausa er bæði gamaldags og kemur ekki til mála, til þess þykir okkur of vænt um hana. Þú talar við hana, Liz, þegar þú færð tækifæri til. Samræður Huberts og Jean voru nokkuð annars eðlis. — Ég vildi óska þess að Dinny hefði tekið bróður þínum. — Allan er kominn yfir það. Ég fékk bréf frá honum í gær. Hann er í Singapore núna. Ef til vill hittir hann einhverja þar. Eg vona bara að það sé ekki gift kona. Það eru svo fáar ógiftar þar. — Ég geri ekki ráð fyrir að hann ásælist gifta konu. Það gæti ver- ið einhver af þeim innfæddu; Malayastúlkurnar eru oft mjög fallegar. Jean gretti sig. — Malayastúlka í stað Dinnyar! Svo sagði hún: — Eg hefði gaman af að hitta herra Desert. Eg held að ég gæti gefið honum hugmynd um það, Hubert, hvert álit við hefðum á honum, ef hann kemur Dinny í vandræði. — Þú verður að fara varlega að Dinny. — Ef ég má fá bílinn, þá fer ég til borgarinnar á morgun og tala við Fleur. Hún hlýtur að þekkja hann vel, hann var svaramaður Michaels. — Michael er nú meiri maður, að mínu áliti, en í guðs bænum farðu varlega. Jean, sem alltaf framkvæmdi fyrirætlanir sinar strax, ók til borg- arinnar næsta morgun, áður en fólkið var almennt komið á fætur. Hún ók beint að South Square og var komin þangað klukkan tíu. Michael var í heimsókn í kjördæmi sínu. — Því öruggari sem hann er í sæti, því meira finnst honum hann þurfi að gera fyrir kjósendur, sagði Fleur. — Þetta er einhver þakk- lætisárátta. Hvað get ég gert fyrir þig, Jean. Jean pírði undan löngum augnhárunum á málverkið eftir Frago- nard, sem hún hafði áður sagt að sér fyndist alltof franskt. Fleur kipptist við, já, víst var hún einna líkust hlébarða. — Það er um Dinny og þennan unga mann, Fleur. Eg reikna með að þú hafir heyrt hvað kom fyrir hann þarna austur frá? Fleur kinkaði kolli. — Er þá ekki hægt að gera eitthvað? Fleur var á verði. Hún var sjálf tuttugu og níu ára, Jean tuttugu og þriggja; en það þýddi örugglega ekki að koma með ráðsettar uppástungur! — Eg hefi ekki séð Wilfrid í mörg ár. __ Einhver þarf að taka sig til og leiða hann í allan sannleika, um það hvað við hugsum um hann, ef hann kemur Dinny í vandræði. — Eg er alls ekki svo viss um að það verði nokkur vandræði, jafnvel þótt hann birti kvæðið. — Þú hefir ekki verið í Austurlöndum. — Jú, það hefi ég reyndar, ég fór kringum jörðina. — Það er annað. — Góða mín, sagði Fleur, — fyrirgefðu hvað ég er tungulöng, en Cherrellfjölskyldan er þrjátíu árum eftir tímanum. — Eg er ekki fædd Cherrell. — Nei, Tasburgh. Ef eitthvað er, þá er það ekki betra. Sveita- prestar, riddaraliðsmenn, sjóherinn, Indlandsþjónusta, — hver held- urðu að taki mark á þessu nú á dögum? —• Það gera þeir sem einhvers eru virði. — Það skiptir ekki máli fyrir þau sem eru ástfangin í raun og veru. Skiptir þú þér af almenningsáliti, þegar þú giftist Hubert, þótt hann hefði dóminn hangandi yfir sér? — Það var annað, Hubert hafði ekki gert neitt sem hann þurfti að skammast sín fyrir. Fleur brosti. — En táknrænt. Verðurðu hissa ef ég segi þér að ekki einn af tuttugu borgarbúum myndu líta upp, þótt þú spyrðir þá hvort þeim fyndist Wilfrid ekki fyrirlitlegur. Og það eru ekki einn af fjörutíu, sem ekki væru búnir að gleyma því eftir hálfan mánuð. — Ég trúi þér ekki, sagði Jean. — Þú þekkir ekki til nútíma þjóðfélags, væna mín. —- Það er þetta nútíma þjóðfélag sem er einskis virði. — Eg veit ekki hvað fyrir öðru er. — Hvar á hann heima? Fleur hló. — í Cork Street, beint á móti sýningarsalnum. Þú ætlar þó ekki að fara til að berja hann? — Eg veit það ekki. —- Wilfrid getur bitið frá sér. — Jæja, sagði Jean, — þakka þér fyrir. Eg verð að fara. Fleur horfði á hana með aðdáuna. Jean hafði roðnað, og þessi roði á brúnum kinnunum, gerði hana fjörlegri en ella. — Vertu blessuð, væna mín, og láttu mig vita hvernig gengur. Eg veit að þú ert seigari en sá ljóti sjálfur. — Eg veit ekki hvort ég legg í að tala við hann. Vertu blessuð. Hún ók hratt. Hún var þannig skapi farin að hinn veraldlegi vís- dómur Fleur fór í taugarnar á henni. En henni fannst það ekki auð- velt að fara til viðtals við Wilfrid Desert. Það var ekki hægt að segja hreinlega við hann: — Skilaðu aftur mágkonu minni. Hún ók samt til Piccadilly, kom bílnum fyrir. Fólk sem sá hana, sérstak- lega karlmenn, horfðu um öxl, því yndisþokki hennar, hreyfingar og litaraft var sannarlega eftirtektarvert. Hún vissi ekki hvar Cork Street var, vissi aðeins að það var nálægt Bond Street. Hún gekk fram og aftur, þangað til hún kom auga á sýningarsalinn. — Það hljóta að vera dyrnar þarna á móti, hugsaði hún. Hún stóð í óvissu fyrir framan þær, þegar mann með hund í bandi bar þar að. — Ungfrú? — Eg er frú Herbert Cherrell. Býr herra Desert hér? — Já, frú, en ég veit ekki hvort hann er heima. Vertu nú góður Foch. Mínútu síðar stóð Jean andspænis honum. Hún kyngdi, og hugs- aði með sér að hann gæti alls ekki verið erfiðari en safnaðarkonurn- ar, þegar hún bað þær um samskot. Wilfrid stóð við gluggann, og lyfti brúnum. — Ég er mágkona Dinnyar, sagði Jean. — Eg bið yður að afsaka að ég skuli koma hingað, en mig langaði til að tala við yður. Wilfrid hneigði sig. Hundurinn var að þefa af pilsi Jeans, og gengdi ekki fyrr en hann var búinn að kalla aftur á hann. Hann sleikti hönd Wilfrids og settist hjá honum. Jean hafði roðnað. — Þetta er auðvitað frekja af mér, en ég vona að þér fyrirgefið. Við erum nýkomin frá Súdan. Wilfrid var háðskur á svipinn, og háð fór alltaf í taugarnar á henni. Hún hélt áfram og það var ekki laust við að hún stamaði: — Dinny hefir aldrei verið í Austurlöndum. Þetta var sannarlega ekki líkt neinum safnaðarfundi. — Viljið þér ekki fá yður sæti. — Þakka yður fyrir, ég skal ekki vera lengi. Sjáið þér til, Dinny er alls ekki dómbær á það hvaða þýðingu ákveðnir hlutir geta haft á þeim slóðum. — Vitið þér að það var einmitt það sem kom fyrir mig. — Ó! Það varð andartaks þögn; roðinn á kinnum hennar varð dýpri, og sömuleiðis brosið á vörum Wilfrids. Svo sagði hann: — Þakka yður fyrir komuna. Var það nokkuð annað sem þér vilduð mér? — E-nei. Verið þér sælir. Þegar hún gekk niður stigann, fannst henni að aldrei á ævinni hefði hún verið svo lítil. En það var skrítið, að þótt henni hafi Framhald á bls. 41 28. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.