Vikan - 10.07.1969, Side 22
KONURNAR
SEMISRAOS-
MBi ðTTAST
Fatimah, sem er aðeins tvítug, hefur
verið dæmd í lífstíðarfangelsi. Hún
verður aldrei leyst úr haldi, og mun
deyja í klefa sínum.
Fatimah: dæmi um ófriðinn í
Arabalöndunum.
Á hver.ium degi við sólarlag, krýpur hún í klefa
sínum, snýr andlitinu til Mekka og biður....
Þúsundir Araba sitja í fangelsum í ísrael, og
bíða dóms eða rannsóknar í máli sínu. Flestir
eru grunaðir um samstarf við Al Fatah og A1
Jabha. Margir fanganna eru konur, sem yfirleitt
leggja sig mun meira fram í baráttunni við
ísrael.
EF T I R NOKKRAR mínútur
springur sprengjan. Stúlkan
rís upp, og flýtir sér út úr
kvikmyndahúsinu, en skilur
eftir á gólfinu pakka, sem inni-
heldur kraftmikla 9 kílóa
sprengju.
Gyðingadrengur sem situr fyr-
ir aftan hana tekur eftir því að
hún skilur eftir pakkann, og
heldur að hún hafi gleymt hon-
um. Því tekur hann pakkann og
hleypur með hann út á eftir
henni. En þegar hann kemur út,
sést hún hvergi. Hann skimar í
kringum sig og veit ekki hvað
hann á að gera. Hann verður
óþolinmóður — langar aftur inn í
bíóið til að horfa á afganginn af
myndinni.
Þá heyrir hann eitthvað tifa
inn í pakkanum, og hrópar á
lögregluþjón sem er á gangi hin-
um megin á götunni. Lögreglu-
þjónninn gerir sér strax grein
fyrir hvað er um að vera, og
hendir pakkanum inn í næsta
húsagarð. Því næst stöðva lög-
regluþjóninn og drengurinn alla
umferð um götuna, og vegfar-
endur leita skjóls. Sprengjan
liggur á grasinu og tifar
Mínúta líður. Og önnur
Sprenging! Gras, mold og grjót
þeytist í loft upp, og skilur eft-
ir sig stóran gíg í garðinum.
Þetta gerðist haustið 1967, við
Zion-kvikmyndahúsið í miðri
Jerúsalemborg. Enginn slasaðist,
en 700 manns voru í bíóinu.
Stúlkan sem stóð að tilræðinu er
arabísk, og heitir Fatimah
Barnavi. Hún situr nú í eina
kvennafangelsi ísrael, Za-Neveh,
sem er mitt á milli Tel-Aviv og
Jerúsalem.
Fatimah Barnavi var dæmd
til ævilangrar fangelsisvistar
fyrir hryðjuverkastarfsemi. A
hverjum degi, við sólarlag,
krýpur hún í klefa sínum, snýr
22 VIKAN “■tbL
Hér hefur lögreglan látið til skar-
ar skríða gegn arabískum konum,
sem ekki vildu hlýða fyrirmæium
óvina sinna. Með táragasi og
vatnssprautum ræðst svo ísraelska
öryggislögreglan gegn konunum.
Konur og hörn flýja í örvæntingu,
en þeir sem ekki komast undan
lenda í fangeisi.
Þctta er húsið, sem sænski blaða-
maðurinn sá, þar sem hafði verið
múrað upp í dyr og glugga. „ísra-
elsmennirnir hugsa bara um að
sprengja og drepa ....“ sagðl Ar-
abi nokkur. T.h. er eitt húsanna
sem þeir sprengdu f loft upp.