Vikan - 10.07.1969, Side 27
staðar frammi fyrir stórri, fer-
fættri skepnu og sagði:
— Eigum við ekki að kalla
þennan flóðhest?
— Af hverju það, elskan mín?
spurði Eva.
— Ég veit það ekki, hann bara
minnir mig svo mikið á flóðhest.
Það er aldeilis asi á honum,
sagði öndin, þegar þotan flaug
fram hjá henni.
— Ætli þú myndir ekki herða
þig líka, svaraði steggurinn, —
ef það logaði í stélinu á þér.
Fái maður ekki þann eða þá,
sem maður elskar, verður maður
að tukta makann til.
Vitur maður hefur sagt:
Hjónabandið heppnast undan-
tekningalítið, ef hjónin hafa eitt-
hvað, sem þau geta hlegið að í
sameiningu.
Þess vegna eru brúðkaups-
myndir svo æskilegar.
Þau voru nýgift og lukkuleg
í litla hreiðrinu sínu, en þó var
ofurlítið ský á himni. Hann var
svo skæður með að tala um
„mitt hús“ og „minn bíl“ og
„mína peninga."
— Krúttið mitt, þú mátt ekki
kalla allt þitt. Nú áttu konu, og
þá er það „okkar hús“, „okkar
bíll“ og „okkar peningar."
— Já, það er satt, yndið mitt,
ég skal muna það.
Næsta morgun fékk hann bréf
með póstinum, og varð harla nið-
urlútur af. — Hvað stóð í þessu
bréfi, krúttið mitt?
— Við eigum von á barni með
gömlu kærustunni okkar í Kópa-
vogi.
Faðirinn kom á skólaskrifstof-
una til að skrá barnið sitt í skól-
ann. Þetta er áttunda barnið
sem þér skráið í skólann, sagði
skólastjórinn. — Eru fleiri börn
eftir?
— Já, ég á tvö eftir heima.
— Tíu börn í allt. Það er ekki
svo lítið nú til dags.
— Jæja, verra gæti það verið,
bróðir minn á fjórtán.
— Fjórtán! Með sömu kon-
unni?
— Nei, við eigum sína konuna
hvor.
— Hér er frásögn af Araba,
sem seldi konuna sína fyrir
hest. Gætir þú hugsað þér það,
elskan?
— Nei — hvað ætti ég að gera
við hest?
— Hvernig urðuð þér milljón-
eri?
— Ég keypti eitt epli fyrir 25
aura, pússaði það og seldi aftur
fyrir 50 aura. Fyrir þá keypti ég
tvö epli, sem ég pússaði og seldi
fyrir krónu. Fyrir hana keypti
ég fjögur epli — og þá dó frændi
minn og arfleiddi mig að fimm
milljónum.
— Getið þér nefnt mér dæmi
um hæfileika yðar sem sölu-
manns?
— Já, einu sinni seldi ég bónda
mjaltavél.
— Ekki er það nú merkilegt.
— Jú, hann átti bara eina kú.
— Það var betra, en ekki af-
rek.
— Jú, því ég fékk kúna sem
útborgun.
Vopnafirma fékk stóra pöntun
frá suður-amerísku ríki, og að
kaupunum gerðum bað forstjóri
vopnafirmans forsætisráðherra
ríkisins að þiggja Rolls Royce í
kaupbæti.
— Hvað á þetta að þýða, sagði
forsætisráðherrann. — Ég þigg
ekki mútur.
— Þetta er að sjálfsögðu ekki
hugsað sem mútur, svaraði for-
stjórinn, — en til að fyrirbyggja
allan misskilning í þá átt. getum
við selt yður bílinn fyrir 100
krónur.
— Það var allt annað mál,
sagði forsætisráðherrann. — Þá
ætla ég að fá eina tylft, takk.
— Hvað starfið þér?
— Ég er götusali.
— Einmitt já. Hvað kosta göt-
ur nú til dags?
Kona féll í höfnina, en nær-
staddur maður kastaði sér þeg-
ar flötum á hafnarbakkann og
teygði sig með regnhlífinni nið-
ur til hennar. Konan hristi hárið
frá augunum, leit upp til manns-
ins og sagði: — Sama og þegið,
en ég er orðin gegndrepa.
— Hún sagði mér, að þú hefðir
sagt henni söguna um mig, sem
ég sagði þér, að þú mættir ekki
segja henni.
— Oh, hvað hún er andstyggi-
leg! Ég sagði henni, að hún mætti
ekki segja þér, að ég hefði sagt
henni hana.
— Jæja, en lofðu mér því, að
þú skulir ekki segja henni, að
ég hafi sagt þér að hún hafi
sagt mér það.
— Nei, fröken María. Pening-
ar skipta ekki öllu máli í þessum
heimi. Ég er til dæmis viss um,
að þér mynduð aldrei taka í mál
að giftast gömlum asna, bara af
því að hann ætti eitthvað í
handraðanum.
— Ó, Guðmundur þetta kem-
ur svo óvænt ......
Hesturinn varð veikur, og
hestseigandinn gaf hestasveinin-
um fyrirmæli í síma um hvað
han ætti að gera. Svo settist,
hann sjálfur upp í bílinn og ók-
þangað sem hesturinn var. Þeg-
ar þangað kom, fann hann hesta-
sveininn hóstandi og skyrpandi,
eldrauðan í framan og votan um
augun.
— Hvað hefur gerzt? spurði
hestseigandinn gáttaður. Hellt-
irðu ekki duftinu í rörið, eins og
ég sagði, stakkst öðrum endan-
um upp í klárinn en blést sjálfur
í hinn?
— Ég reyndi — en hesturinn
varð fljótari að blása .
— Heldur þú, að nokkur tæki
Framhald á bls. 37.
28. tw. VIKAN 27