Vikan - 10.07.1969, Qupperneq 28
Höggmyndalist er
Odýru búsáhöldin
frá Reykjalundi
REYKJALUNDUR
Plastáhöld ryðja sér æ meir til rúms í sífellt fjölbreyttari gerðum.
Þau hafa marga ótvíræða kosti:
• Þau brotna ekki. • Þau eru létt og þægileg í meðförum, fara vel í skáp.
• Auðvelt er að þrffa þau. • Lokuð matarílát eru mjög vel þétt.
Reykjalundur býður yður nú margvíslegar gerðir búsáhalda úr plasti í fjölmörgum litum: föt,
lítil og stór; fötur, opnar og lokaðar; kassa og box (bitabox); skálar, könnur, glös o. fl.
VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI
AÐALSKRIFSTOFA REYKJALUNDI,
Mosfellssveit — Simi 91 66200
SKRIFSTOFA I REYKJAVÍK
Bræðraborgarstíg 9 — Simi 22150
Framhald af bls. 11.
— Segðu okkur frá einhverj-
um ævintýrum ykkar Þórðar.
— Meðal annars var það einu
sinni um hvítasunnuna, að fisk-
urinn var hættur að taka á
krókinn beran, og tími kominn
til að fara í beitufjöru. Þá var
norðanrok og bylur. Og Þórð-
ur ræsir okkur út, tvo strákl-
inga sem voru með honum og
segir: nú förum við í Akraós. í
góðu veðri var þetta sjö tíma
stím. Og við gerðum eins og
hann bauð, en alíir héldu að
hann væri kolvitlaus. Þetta var
hávaðastormur og norðan byl-
þræsingur. Og Þórður keyrði
allar víkur; við fórum alltaf með
landinu, örgrunnt, og vorum í
skjóli undir bökkunum. Það var
aðeins þegar við komum fyrir
Stakkhamarsós og fyrir ósana á
Löngufjörum, að við fengum
mjög harða byistrengi á okkur.
En þegar við komum í Akraós
var veðrinu slotað, og við fyllt-
um bátinn á beitufjöru.
Eitt sinn var það líka sem oft-
ar að við fórum um borð í fær-
eyskar skútur — hann hafði gam-
an af að rabba við Færeyingana.
Við vorum djúpt úti af Malar-
rifi, og það gerði kafald og við
vorum kompáslausir. Þegar við
snerum til baka, vorum við ekki
vissir um að hann hitti á land-
ið. Það var lognkafald. Þá
sagði hann: Þetta er allt í lagi
strákar, við fylgjum bara bár-
unni. Báran vísar alltaf á land
í logni. Og við komum beint upp
á Malarrif.
— Varstu eitthvað farinn að
iðka myndlist í þá daga, jafn-
framt sjósókninni og búskapn-
um?
— Já, ég var þá á vetrum í
Reykjavík, við nám í leirkera-
smiði hjá Guðmundi frá Mið-
dal. Þannig gekk það til ein fjög-
ur sumur, yfir stríðsárin. En
fjörutíu og fimm fór ég út til
frekara náms, þá var enginn sér-
skóli í þessu hér. Leiðin til
Evrópu var þá opnuð og ég fór
til Svíþjóðar. Alla veturna hiá
Guðmundi var ég jafnframt i
Handíðaskólanum. það er að
segia á kvöldin. Ég byrjaði þar
veturinn þriátíu og níu hjá Kurt
Zier, sem þá var að koma til ís-
lands. Ég varð einn af fyrstu
nemendum hans hér; lærði hjá
honum teikningu.
— Og í Svíþjóð?
— Myndhögg, skúlptúr. Þá var
ekki far;ð að kenna Það hér
heima. Ég var í Gautaborg. í
skóla hreyfingar sem nefndist
Slöjdföreningen og mikið kvað
að á þessum árum. Skólinn var
'nliðstæður Kunstfack í Stokk-
hólmi. í honum voru margar
deildir fyrir hina ýmsu greinar
listiðnaðar og svo höggmynda-
og málaradeild. Við hkðina á
þessum skóla er Valand-skól-
28 VIKAN 28- tbl-