Vikan


Vikan - 10.07.1969, Síða 30

Vikan - 10.07.1969, Síða 30
NYIT FRA RAFHA 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir- og undirhita stýrt með hita- stilli. Sérstakt glóðarsteikar- element (grill). Klukka með Timer. I STJÖRNUSPÁ m Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú átt í erfíðleikum með verkefni, sem þú átt að skila af þér innan tíðar, en ert varla byrjaður á. Þú nýtur tómstundanna vel. Heimilislífið verður frið- samlegt, kvenfólkið á þar mikinn þátt í. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú stendur þig alveg prýðilega og eru þeir sem mest hafa vænzt af þér ánægðir með árangurinn. Láttu ekki mikið á þér bera; þú átt hægara með að imynda þér eigin skoðanir ef þú ferð varlega. m Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Tækifæri til að gera góð kaup eru á næstunni. Per- sóna er þú vantreystir sýnir aðdáunarverða eigin- leika. Fréttir valda þér ekki vonbrigðum. Taktu meiri þátt í félagsstarfi. Von á góðum gestum. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Forskot sem þú hafðir hefur ekki reynzt nægilegt, þvi þú dregst óhjákvæmilega aftur úr. Oþægileg kennd meðalmennsku hefur gripið þig; ráðstu ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Tvíburamerkið (22. moí — 21. júnf): Það er ótrúlegt að nokkur hindri þig í áformum þínum. Oviljandi kemstu að hlutum sem þú vilt gjarnan víta sem minnst um. Það væri viturlegt að halda sig sem mest heima. Bogmannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Veika kynið reynist karlmönnum þessa merkis eink- ar góðir félagar þessa vikuna. Heppni á sviði fjár- mála og framkvæmda. Persóna, þér lítið kunn, bér fram óþægilega athugasemd. Krabbamerkið (22. júní — 23. iúK); Vertu ekki að hafa áhyggjur þótt þér mistakist smávegis; notaðu þér reynsluna og byrjaðu aftur. Þú kynnist fólki sem opnar þér nýjan heim. Láttu sem fæsta vita um erfiðleika þína. £ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú hefur fylgt kunningja þínum fast eftir, en vegna fjárskorts verðurðu að draga þig í hlé. Þú gerir smá yfirsjón i fljótræði. Föstudagskvöldið býður upp á nýjungar. jsm Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Hlutir sem þú hafðir áhyggjur af fyrir nokkrum dögum eru nú á dagskrá. Fólk sem þú umgengst mest mun reynast þér vel og fúst að leggja nokkuð á sig í þína þágu. Hristu af þér vald kúgara þinna. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þú breytir um skoðun á málefni, sem þú hefur verið mjög upptekinn af. Það ríður á að þú getir tekið sjálfstæðar ákvarðanir. Þú hefur löngun til að gefast upp, en þú verður að herða þig. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Hugsaðu um hagkvæmu hliðina á málum þínum og láttu lönd og leið það sem þú getur ekki byggt á. Þú þarft að taka virkan þátt í fundarhöldum og ráðlegast að skorast ekki undan því. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz); Þú gerir rétt í að halda áformum þínum leyndum um sinn. Þú ferð í stutta ferð og hvílir þig mjög vel. Það væri skynsamlegt að halda sambandi við gömlu félagana. Fimmtudagur viðskiptadagur. 30 VIKAN 28. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.