Vikan - 10.07.1969, Qupperneq 31
Mentol sigarettan sem hefur
hreint og hressandi bragð.
inn, sem íslendingar hafa farið
að sækja í seinni tíð. Það er
málaraskóli, aðeins myndlist-
arskóli, engar listiðnir þar.
Þetta var lítill skóli þegar ég
var þarna, en við stunduðum
þar til dæmis módelteikningu.
Þessir tveir skólar höfðu með
sér nokkurskonar samvinnu.
— Var þessi hreyfing með
nýjar teóríur?
— Þú kannast við sýningu,
sem haldin var í Stokkhólmi, og
talað var um að skapað hefði
þáttaskil í sænskri og síðan
skandinavískri listiðn. Þeir köll-
uðu það modernismens genom-
brott. Sýning þessi var 1930.
Það var langur þróunarferill á
móderne kúnsthandverki í Sví-
þjóð. Þessvegna voru Svíar
hvað fremstir Evrópuþjóða í
listiðnum á kreppu- og stríðs-
árunum. Áhrif þeirra breiddust
svo út til nágrannaþjóðanna.
Þegar ég var þarna, þá voru
Finnar búnir að brjóta sér leið
á alþjóðamarkaði í listiðn-
um, en Danir ekki nálægt því
eins, þeir voru í sárum eftir
stríðið, og Norðmenn komu
nokkrum árum seinna. I þess-
um skóla var líka innanhúss-
arkitektúr og de:ld fyrir leik-
myndateiknara. Nemendur voru
um átta hundruð. Þar á meðal
geysimargir útlendingar. Þarna
var margt Norðmanna, Finnar og
Danir, fólk frá Eystrasaltslönd-
um, Lettar og Eistar, og Þjóð-
verjar. Norðmennirnir voru
margir börn baráttumanna í
frelsishreyfingunni norsku. Þau
gengu fyrir með styrki á skóla
erlendis.
— Kennararnir hafa trúlega
ekki verið af verri endanum.
— Þarna var listmálari, Nils
Vetel, sem var hvað þekktastur
kennaranna, og skólastjórinn,
Áke Hult. Hann var bygginga-
listfræðingur og varð seinna
forseti Slöjdföreningen í Sví-
þjóð. Myndhöggvarinn Arthur
Johansson var meðal kennara
minna þarna; hann var þá ungur,
en hefur orðið þekktur síðan.
— Hvernig höfðuð þið það
þarna?
— Frekar gott. Það var ekki
svo dýrt að lifa í Svíþjóð þá.
Lífsafkoman var miklu betri í
Svíþjóð en hinum Norðurlönd-
unum, eftir stríðið.
— Hvernig var stemningin á
Norðurlöndum í þá daga?
— Mér líkaði vel við Svía, þótt
þeir séu dálítið fráhrindandi,
líka í Gautaborg, þótt hún þyki
léttari á svip en Stokkhólmur.
Skömmtunin var nokkuð ströng
á þessum árum, en lífskjörin þó
miklu betri en til dæmis í Nor-
egi. Þar andaði þá köldu í garð
Svía. Norðmönnum þótti sem
Svíar hefðu brugðist frændum
sínum á hættustund og jafnvel
sýnt Þjóðverjum vinsemd. Þá
voru Norðmenn vanir að segja
um þá, sem gengu á gefin lof-
orð, að þeir gerðu sig líka
Svíum. Við urðum þess
greinilega varir, íslendingarnir
í Gautaborg og nágrenni, þegar
við eitt sinn skruppum á skíði til
Rena í Austurdal, um jólin. Ég
man eftir smáatviki. Við báðum
þá um sígarettur í kaffistofu á
járnbrautarstöð ,en var sagt
heldur stuttlega að þær væru
ekki til. Það var ósatt mál, en
síðar komumst við að því að
ástæðan til þess að Norðmenn-
irnir vildu ekki afgreiða okkur
var sú, að við töluðum með
sænskum áherzlum og þeir héldu
okkur því Svía. En að öðru leyti
þurftum við ekki að kvarta yfir
viðtökunum hjá Norðmönnum,
nema síður væri.
Við fengum þetta húsnæði
þarna uppi í Rena gegnum höf-
und Börs Börssonar, Johan Falke-
berget. Einn okkar skrifaði Helga
Hjörvar, þýðanda Börs, og Helgi
skrifaði Falkeberget, og það varð
til þess að okkur var tekið þarna
tveim höndum, og meira að
segja hafði fólkið safnað jóla-
gjöfum handa okkur, og það var
það sem kom okkur mest á óvart
þegar kveikt var á jólatrénu á
aðfangadagskvöld, þá var pakki
til hvers og eins. Það voru bæk-
ur, sem fólkið hafði safnað fyrir.
Gautaborg fannst okkur næst-
um eins og saklaus sveitabær,
eftir að hafa farið gegnum Kaup-
mannahöfn. Stórborgarlífið var
þar ekki meira en svo. Næturlíf
var ekkert, nema í gegnum lok-
aða hópa. Skömmtunarbók fyr-
ir áfengi fengu menn ekki undir
tuttugu og fjögurra ára aldri,
svo að við lágum ekki í neinu
fylliríi þarna, það voru ekki
nema einn eða tveir okkar ís-
lendinganna orðnir nógu gaml-
ir til þess.
— Kaupmannahöfn hefur þá
ekki verið mjög bág, þótt skammt
væri frá stríðslokum.
— Það var strax líf í tuskun-
um þar þá. Hermennirnir úr
setuliðinu í Þýzkalandi voru
farnir að sækja þangað, það var
mikið af Ameríkönum þarna og
jafnvel Bretum. Þá lyktuðu göt-
urnar yndislega af hrossataði í
sólarhitanum í ágúst, þegar ég
kom þangað fyrst. Mér fannst
ég vera kominn í Kaupmanna-
höfn Nonna (Jóns Sveinssonar).
Þá var ennþá skortur á bensíni
eftir stríðið og þungaflutningur
mjög mikið á hestvögnum.
Leigubílar voru yfirleitt kyntir
með koksi eða viði. Með hálf-
tíma millibili eða svo urðu bíl-
M. tbi. VIKAN 31