Vikan - 10.07.1969, Side 32
NÚ ER AUÐVELT
AÐ ENDURNÝJA
ELDHÚSIÐ
HINGAÐ TIL
hafa slíkar endurbætur kostaS mikiS rask, sem margar hús-
mæSur vilja hlífa sér viS. Nú er allt breytt. ViS tökum gömlu
innréttínguna niSur og setjum upp nýja og nýtízkulega, inn-
flutta innréttingu — allt á tveim dögum. ViS breytum ekki
heimilinu í trésmíSaverkstæSi á meSan og þér undrizt, hvaS
eldhúsiS gerbreytist, hvaS ibúSin breytist og hvaS störfin
verSa ánægjulegrr. Allar okkar innréttingar eru úr harSplasti
i miklu litaúrvali og þér getiS fengiS eldavél, uppþvottavél
og ísskáp frá sama framleiSanda. — VerSiS er mjög hagstætt.
HÚS OG SKIR Ármúli 5 - Sfmar: 84415-84416
V______________I_____________________J
stjórarnir að fara út og skara í
og bæta á. Þetta voru módel allt
aftur til 1925, mjög skemmtilegir
bílar, en ekki fóru þeir hratt yf-
ir.
— Hversu lengi varstu í
Gautaborg?
— Ég var þarna tvö semester,
einn vetur, og á framhaldsnám-
skeiði um vorið. Svo axlaði ég
mín skinn og fór heim.
— Þá fórstu að framleiða
keramík?
— Já, þá byrjaði ég ásamt
fleirum með Funa, sem var fyrsti
konkúransinn við Guðmund frá
Miðdal. Þannig er það oft: nem-
endurnir gerast keppinautar
meistara sinna. Jafnframt lærði
ég myndhögg í skóla frístunda-
málara ,sem þá var búið að
stofna, og var það fyrsta skúlp-
túrkennsla á íslandi, burtséð frá
því að myndhöggvarar hafa efa-
laust tekið einkanemendur áð-
ur. Þar kenndi Ásmundur
Sveinsson, og ég byrjaði þar um
haustið. Þar var ég til 1952, við
nám á kvöldin. 1952 fór ég aftur
til Svíþjóðar, í þetta sinn til
Uppsala. Þar komst ég í vinnu
hjá Uppsala-Ekeby, sem er
geysistórt keramikfyrirtæki. Þar
var ég fyrst sem rennari, en
komst svo í málarasalinn. Þá
stóð nú til að flytja með fjöl-
skylduna út. En tímamir voru
batnandi heima, meiri möguleik-
ar í keramik, svo að ég fór aftur
heim. í Uppsölum var ég líka
í skúlptúrskóla og þar kynntist
ég myndhöggvaranum Bror
Hjort. Þegar ég kom heim, bauðst
mér teiknikennarastaða við frí-
stundamálaraskólann, sem þá
hafði skipt um nafn og hét
Myndlistarskólinn í Reykjavík.
Þar hef ég starfað siðan, fyrst
sem teiknikennari og nú á síð-
ari árum hef ég tekið við af Ás-
mundi Sveinssyni í skúlptúr-
deildinni.
— Svo varstu með Glit.
— Þegar ég var í Uppsölum,
hafði ég aðgang að stórri efna-
rannsóknarstofu, og á þeim ár-
um sem við vorum með Funa,
leituðum við að nýjungum í
keramik,.til dæmis að efni til að
steypa, sem var dálítið erfiður
prósess í byrjun, og að leiðum
fyrir fjöldaframleiðslu, til dæm-
is á blómsturpottum og borð-
búnaði. En það voru vissir ann-
markar á íslenzka leirnum, það
mynduðust göt í brennslunni,
sem gerðu að verkum að gler-
ungurinn varð ekki nógu þéttur.
Og Tómas heitinn Tryggvason
jarðfræðingur, — ég leitaði til
Atvinnudeildar háskólans —
hann reyndist mér mjög hjálp-
legur. Við fórum ferðir út á land
og rannsökuðum leir, ýmsar
tegundir, og áður en ég fór aft-
ur út, var hann búinn að benda
mér á að það væru miklir mögu-
leikar í íslenzku basalthrauni eða
gjalli ,sem er að miklu leyti orð-
ið gler, það er það mikið brunn-
ið. Og ég fór með sýnishorn af
þessu þarna út, og til Uppsala-
Ekeby, og þar unnum við að
þessu. Þar var mér haukur í
horni Jón Jónsson, jarðfræðing-
ur, sem var við nám. Þeir fengu
áhuga fyrir málinu, aðallega til
að nota í glerunga. íslenzki
hraunleirinn er grófkornóttur,
og það er meiginmunurinn á
honum og venjulegum brennslu-
leir. Grófkornóttur leir er þekkt-
ur erlendis, en þar nota þeir
bara brenndan leir, sem þeir
mylja niður, þetta heitir á ensku
bricklay, og sjammot-lera á
skandinavísku. Og þegar ég kom
aftur heim, þá hóf ég aftur í
smáum stíl tilraunir með að
blanda í basalti. Það hefur gefið
ansi skemmtilega raun. Með því
móti hefur tekist að gefa ís-
lenzka leirnum alveg sérstakan
karakter. Fyrirtækið Glit var
stofnað fimmtíu og sjö, og sextíu
og tvö, þá höfðum við stóra
sýningu í Ásmundarsal, og svo
fórum við að vera með á sýning-
um erlendis. Einu sinni var ég
með íslenzkum myndlistarmönn-
um á sýningu í Gautaborg. Þar
var sýnd keramik frá tveimur ís-
lenzkum aðilum og svo málverk.
Þar fékk ég góða dóma. Nú, og
svo komumst við í samband við
amerísk samtök, sem heita The
Kilnclub, sem hafa alþjóða-
sýningar í Smithsonian Institut
i Washington. Þar sýndum við
tvisvar sinnum, meðan ég var
með Glit, og fengum ágæta
dóma. Ég hélt einkasýningu í
London 1963 í Hill's Gallery og
seldi öll verkin. Svo sýndum við
í Bern. Það var á vegum stofn-
unar, sem heitir International
Ceramic Academy, og tilgangur
sýninga hennar er að fá fram
það bezta í keramikframleiðslu
heimsins hverju sinni, til að
kaupa fyrir söfn.
Eftir að reynsla var komin á
meðferð hraunleirsins, gaf það
aukna möguleika. Hættan
minnkaði á að leirinn spryngi.
Það varð til þess að hægt var
að vinna miklu myndrænna. Við
fórum að gera veggmyndir, relief.
Ég fékk verkefni í félagsheim-
ilinu Stapa í Njarðvíkum, það
var sextíu og fimm. Þar gerði
ég feiknastóra veggmynd, sem
er þrisvar sinnum sjö metrar.
Árið eftir gerði ég veggskreyt-
ingu í Iðnaðarbankann, nýtt úti-
bú við Háaleitisbraut. Svo gerði
ég tvær veggdekorasjónir í Hótel
Holt, og gegnum það fékk ég
pöntun frá Hamborg, um vegg-
dekorasjón þar. Það var hótel-
eigandi þaðan, sem þar var á
ferðinni, og pantaði mynd.
Um áramótin 1966—1967 hætti
Ragnar með Glit til að geta helg-
að sig þeim tveimur áhugamál-
um, sem honum standa næst
hjarta, listkennslu og mynd-
höggi. Um það segir hann:
— Ég tók við barnadeildinni
í Myndlistarskólanum og lagði
áherzlu á útfærslu í keramík-
kennslunni, að kenna börnunum
að gera jafnt myndir og hluti úr
keramík. Magnús Pálsson var
með mér í því fyrstu tvö árin
og að láta börnin gera sam-
vinnumyndir. Þær hafa verið
settar upp á vegum fræðslu-
stjóra. Fyrsta verkefnið voru
myndir í barnaheimilið við Dal-
braut og síðastliðna tvo vetur
höfum við verið að gera sam-
vinnumyndir úr skólalífinu, sem
börnin hafa unnið í hóp, fyrir
Álftamýrarskólann. Ég fór til
Danmerkur veturinn fimmtíu og
átta, að kynna mér það nýjasta,
sem þeir voru að gera þar þá í
barnateikningum. Og þar ein-
mitt höfðu þeir gert merkilega
hluti með því að láta börn vinna
saman og skreyta skólana sína
sjálf. Þar við var notaður papp-
írsmassi, trékubbar og pappír.
En ég hafði fengið reynslu fyrir
því, hve mikla starfsgleði börn-
in fengu út úr leirnum — leir-
inn er svo geysilega þjált og
skemmtilegt efni, það liggur
ekkert próblem fyrir barni, þeg-
ar það byrjar að hnoða, þá er allt
í einu komin mynd upp úr þessu
og barnið er himinglatt og undr-
andi yfir árangrinum. Þessvegna
fórum við að gera þetta í leir,
brennsluleir og mósaík. Gera
fígúrurnar, teikninguna í mynd-
irnar úr leir, og fylla upp fletina
með mósaík.
— Nemendur Myndlistarskól-
ans eru flestir börn núorðið, er
ekki svo?
— Ja, svo var það síðastlið-
inn vetur. Það hefur fjölgað stöð-
ugt í barnadeildum, og svo hef-
ur unglingadeild verið bætt við.
En húsnæðisvandræði valda því
að orðið hefur að fækka deildum
fyrir fullorðna í bili. Skólinn
hefur haft árlega styrki, bæði
frá Reykjavíkurborg og ríkinu,
og þeir styrkir haldast ekki í
hendur við aukna dýrtíð. í vet-
ur var því aðeins ein málara-
deild fjrrir fullorðna og tvær
teiknideildir, og myndmótunar-
deild. Næstu vetur á undan voru
deildir fyrir fullorðna sjö. Von
okkar er að hægt verði að bæta
úr húsnæðismálunum nú i sum-
ar.
— Þessi samvinna við barna-
kennsluna hefur að sjálfsögðu
mikla þýðingu fyrir börnin.
— Já, ég held að hún hafi mik-
ið uppeldislegt gildi. Þetta hefur
mikið að segja til að auka fé-
lagsþroska barnanna. Þau eru
ekki minni einstaklingsverur en
fullorðna fólkið, nema frekar
væri. Og maður finnur fyrir því
við gerð þessara samvinnu-
mynda, að börnin taka þessu
misjafnlega, sum er erfitt að fá
með, önnur eru aftur á móti mjög
fús og njóta sín jafnvel bezt i
samvinnuverkum. Ég er sann-
32 VTKAN »•tbI