Vikan


Vikan - 10.07.1969, Page 33

Vikan - 10.07.1969, Page 33
færður um að þetta borgar sig. í skólum, sem ég heimsótti í Kaupmannahöfn, fannst mér veggskreytingarnar, sem börnin sjálf höfðu gert, bera af hinum. Þau eru svo fersk, upprunaleg. Það er eitthvað í barninu, sem fullorðni listamaðurinn er Eilveg búinn að tapa, upprunaleg til- finning. Og nú er farið að leggja áherzlu á þetta í íslenzkum barnaskólum, að láta börnin vinna saman. — Ég hef heyrt kunnáttumann um listir kalla þig eina klass- íska myndhöggvarann okkar, meinandi að þú værir sá eini, sem ynnir realískt eftir módel- um. — Það er ekki rétt. Ólöf Páls- dóttir vinnur að verulegu leyti realískt. Kannski fleiri. En mér finnst þróunin um þessar mund- ir stefna á einhverskonar real- isma. Ég held að listamanninum sé nauðsynlegt að byggja að ein- hverju leyti á umhverfi sínu. Abstrakt-listin er meira huglægt skáldverk um leið. Nú, það á auðvitað öll list að vera, skáld- verk. En stíllinn, sem listamað- urinn vinnur í, ég hef skynjað hann þannig að hann væri nán- ast eins og bragarháttur. Góðum listamanni er leyfilegt að nota hvaða stíl sem er. En þegar menn eru famir að byggja lífsafkomu sína á listinni, og þeir verða að trúa á það sjálfir er þeir gera — það er meginorsök þess að marg- ir listamenn eru mjög dómharð- ir á aðra stíla en þeir sjálfir hallast að. Mér finnst þetta ekki óeðlilegt, því að listamaður, sem er hrifinn af listaverkum, sem byggð eru upp á gerólíkan hátt, eru óskyld því sem hann gerir, bæði í útliti og huglægt, það lilýtur að trufla hann. Einu sinni hélt ég að gáfaðir og mikilhæfir listamenn væru víðsýnustu menn um listir, en frá þeirri skoðun er ég fallinn núna. — Hvernig finnst þér ára fyrir myndhöggi hér á landi um þess- ar mundir? — Við erum mjög bjartsýnir myndhöggvararnir. Þróunin þessi árin hefur orðið myndhöggvur- unum að meira gagni en málur- unum. Því að ennþá blífur þessi gamla olíumálning og hefur gert það allt frá miðöldum, en alltaf eru að koma fram ný og ný efni fyrir myndhöggvarana. Einna mikilvægust eru efnin, sem fund- in hafa verið upp fyrir bygg- ingariðnaðinn. Það er komið fullt af plastefnum. Þau þurfa að hafa þá tvo höfuðeiginleika, að það sé hægt að móta þetta upp, svip- að og leir eða gips, og að þau innsviðni ekkert við að harðna. Allt efni sem minnkar þegar það harðnar, er hættulegt. Og svo er það með þessi plastefni mörg, að þau hafa ekki neina bindandi liti, það er hægt að setja í þau þann lit sem maður óskar eftir. Til dæmis núna með þessa JC JC JC < » * sjB Handavinna heimilanna Ullarverksmiðjan Gefjun efnir til hugmyndasamkeppni í samráSi viS verzl. fslenzkur heimilisiðnaður, um beztu tillögur að ýmsum handunnum vörum úr: Islenzkri ull í sauðalitum og öðrúm litum (löðbandi, kambgárni, lopa og Grettisgarni frá Gefjun. Keppnin er í fjórum greinum: 1. Prjónles og hekl. 2. Röggvahriýting og vefnaður. 3. Útsaumur. 4. Mynstur I ofannefndum greinum. 1. verðlaun í hverri grein eru kr. 10.000.—, en slðan skiptast fjögur þrjúþúsund króna verðlaun og átta eittþúsund króna verðiaun á greinamar eftir mati dómnefndar. Sömuleiðis verður efni og vinna f verðlaunamunum greitt aukalega eftir mati dómnefndar. Verðlaunamunir verða eign Gefjunar. Skilafrestur er til 31. ágúst n. k. Keppnismuni með vinnulýsingu skal senda merkta númeri til Iðnaðardeildar SiS, Sambandshúsinu, Reykjavlk, en nafn þátttakanda með sama númeri skal fylgja i lokuðu umslagi. Allt efni fæst i Gefjun, Austurstræti og verzlunum Islenzks heimilisiðnaðar I Hafnarstræti 3 og á Laufásvegi 2 I Reykjavík, og ennfremur liggja frammi á sömu stöðum fjölritaðar upplýsingar um keppnina, sem eru öllum frjálsar og verða fúslega póstlagðar frítt eftir beiðni. Dómnefnd skipa fulltrúar frá Helmllisiðnaðarfólagi fslands, Handavinnu- kennarafélagi fslands, Myndlistar og handlðaskóia fsiands, Félagi fslenzkra teiknara og Gefjun, Akureyri. Gerlst hluthafar f: HUGMYNDABANKA fSLENZKRA HANNYRÐA. Gcfjun hesta, sem ég ætla að hafa á Skólavörðuholtinu. Þú sérð að t.veir þeirra standa aðeins á ein- um púnkti. Það hefur alltaf ver- ið próblem í höggmyndalist, jafnvel í bronsi, vegna þungans. Nú er hægt að nota léttan fylli í þetta, og þetta verður ekki eins þungt og brons. Mörg riddara- og konungamonúment verður að endurnýja á nokkurra ára fresti, því að þau síga og springa. Það eru þessi nýju, léttu plastefni, sem leysa okkur úr þeim vanda. — Og þú ætlar að halda áfram með hestana? — Já, ég hafði að vísu ekki áætlað að verða neinn hestasér- fræðingur, en þetta var búið að liggja mér lengi á hjarta, og ég er með ákveðin verkefni í koll- inum sem ég þarf að leysa, áður en ég sný mér að öðru. En það er fjöldinn allur af viðfangsefn- um úr þjóðlífinu, sem væri gam- an að taka fyrir. Til dæmis sjó- mannalífið. r V. 2». tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.