Vikan


Vikan - 10.07.1969, Síða 36

Vikan - 10.07.1969, Síða 36
vaxandi. „Við verðum fljótlega að fara að byggja sérstakt fang- elsi fyrir þessar stúlitur," segir fangelsisstjórin í Za-Neveh. Fatimah og hinar stúlkurnar eru ekki glæpakvendi. Þær líta á sjálfa sig sem hermenn í frelsisher Palestínu. ísraelsmenn eru óvinir þeirra, á sama hátt og þýzku nasistarnir sem hertóku Noreg í heimsstyrjöldinni síðari voru óvinir Norðmanna. Fatimah hlustaði á niðurstöður dómsins án þess svo mikið sem að sýna nokkur svipbrigði. Hún vill ekki láta finna á sér nokkur veik- leikamerki. ísraelsmenn búast til varnar gegn hryðju- og skemmdar- verkum þessara arabísku stúlkna. Börnum eru kennd ýmis atriði um sprengjur og þess háttar, og ísraelskar stúlkur læra að hand- leika skotvopn og bombur ýmis- konar, og judo læra þær af mikl- um áhuga. Þeim er síðar ætlað- ur staður í sérstakri deild ísra- elsku öryggislögreglunnar, og hlutverk þeirra verður að hafa hendur í hári arabísku stúlkn- anna. Þetta kemur til með að verða kvennastríð. Dagblaðið „Jerusalem Post“, sem ritað er á ensku, skýrði frá því nýlega, að Aida Said, ein stúlknanna í Za-Neveh fangels- inu hafi hlotið 7 ára tugthúsvist. í því sama blaði var sagt frá manni nokkrum í Nablus, Mah- moud al-Sharabini, sem var handtekinn og fangelsaður eftir heimsókn til Amman. Kona hans er kennslukona, og sænskur blaðamaður, sem var þarna á ferð hafði tal af henni, sem að vísu var miklum erfiðleikum háð, þar sem enginn virtist þora að vísa honum leiðina til heimilis hennar. Loks tókst honum að hafa upp á frúnni, Lailu al- Sharabini, og tveggja ára göml- um syni þeirra hjóna, með að- stoð skóburstara sem hann gat talið á að koma með sér. „Ég veit ekkert um manninn minn,“ sagði hún. „ísraelsmenn hafa ekki sagt mér neitt, hvort þeir hafi sett hann í fangelsi eða hvað, en ég hef fengið þær upplýsing- ar frá öðrum aðilum. Ég vona bara, að hann komi aftur. En margir hverfa algjörlega spor- laust.“ A1 Fatah og A1 Jabha drepa óbreytta borgara, fsraelsmenn fangelsa Araba í þúsundatali: hatrið vex; hvers vegna er ekki hægt að koma á friði? „ísraels- menn hafa kennt okkur að hata,“ segir Laila al Sharabini. „Við ættum að geta búið saman í sátt og samlyndi, en nú ríkir hreint styrjaldarástand hér. Konur og börn hafa verið drepin, en það eina, sem við viljum, er að fá aftur heimaland okkar.“ Laila al-Sharabini segir frá húsum sem ísraelsmenn hafa sprengt í loft upp; frá arabísk- um stúlkum, sem læðast frá TRYGGIR ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ GÆÐIN Karlmannaföt Golden Arm fyrirliggjandi í fallegu úrvali á mjög hagstæðu verði. Útsölustaðir: ANDIIÉS Ármúla 5, sími 83800 Skólavörðustíg 22b, sími 18250 FATAMIÐSTÖÐIN Bankastræti 9, sími 18252 HERRAMAÐURINN Aðalstræti 16, sími 24795 V_________________________) heimilum sínum á nóttunni til að vinna fyrir föðurlandið og frá skólabörnum sem ísraelskir her- menn pynta á hryllilegasta hátt. Þetta er hræðilegt, og mikið af því sem Laila segir frá er sann- leikur. En þegar hún er beðin um að sýna viðkomandi eitthvert þessara húsa, vísar hún til ná- granna síns: Hann þorir það ekki: „ísraelskir hermenn gætu séð mig, og þá gæti ég komizt í vandræði." Enginn þorir að láta taka af sér myndir. Síðar sá sænski blaðamaðurinn eitt þessara húsa, sem ísraels- menn höfðu gert sprengjuárás á fimm dögum áður. í rauninni var ekki hægt að kalla það hús lengur — mikið frekar grjót- hrúgu. Sprengingin hafði verið svo öflug, að þakið hafði farið af næsta húsi líka. Þar í ná- grenninu var einnig hús, þar sem hafði verið múrað upp í dyr og glugga. „ísraelsmennirnir héldu því fram, að Al-Fatah-maður byggi í húsinu, en það er lygi,“ segir vegfarandi nokkur. „Israels- mennirnir hugsa bara um að sprengja og drepa um leið og minnsti grunur vaknar.“ í ráðhúsinu í Nablus, fást þær upplýsingar að hermenn fsraels hafi í allt sprengt í loft upp um 1500 hús, misþyrmt börnum, her- numið ungar stúlkur og fangelsað meira en eitt þúsund karlmenn. Landbúnaðarverkamaðurinn Wahid Omar Mazri, segir: „Þeir ætla að svelta okkur héðan. ísra- elskir bændur fá 15% meira fjrrir mjólkina sína en við, og bænd- urnir í herteknu héruðunum fá ekkert. Við fáum ekki leyfi til að selja vörur okkar í ísrael, en svo verðum við að kaupa vörur það- an. En þeir eiga eftir að fá að borga fyrir þetta. Framtíðin er okkar, það á eftir að sýna sig. Umhverfið hér er eins og ávöxt- ur, sem er að skrælna úr þurrki; ísraelsmennirnir verða að læra að hugsa um landið sitt. Þeir eru slæmir jarðyrkjumenn. Eina nóttina vaknaði ég við það, að ég heyrði fótatak á þak- inu á húsinu mínu, svo ég ætlaði að hringja á lögregluna. Þá heyrði ég að rúða var brotin og byssu var miðað að mér inn um gluggann. Þetta voru ísraelskir hermenn. Þeir þvinguðu mig til að vekja fjölskyldu mína, og svo var okkur öllum stillt upp í dagstofunni. Eftir að hafa skoð- að skilríki okkar fóru þeir.“ Wasfi Masri, lögfræðingur tek- ur við: „Við erum engir ofstæk- ismenn, og engir morðingjar — ekki einu sinni í stríði. Hverju arabísku barni er kennt að deyða hvorki konur né börn, leggja rækt við vinnu sína og að höggva ekki niður tré.“ En A1 Fatah og A1 Jabha deyða óbreytta borgara, og arabískar útvarpsstöðvar auglýsa það — og að arabar muni reka júðana í sjóinn .... „A1 Fatah gerir ein- ungis það sama og Gyðingarnir. Á dögum sex daga stríðsins voru 16 skólapiltar við nám í Amm- an. Þeir fóru fram á að fá að fara heim, en voru þá allir dæmdir til dauða fyrir smygl. Og þegar fsraelsmenn tala um að við ætlum að reka þá í sjó- inn, þá er sannleikurinn sá, að það eru þeir sem ráku okkur upp í fjöllin. Þeir hafa þröngv- að okkur til að yfirgefa strönd- ina, sem er okkar. Gyðingar og Arabar lifðu hér saman í friði og ró — þangað til Gyðingarnir byrjuðu að herja á land okkar.“ Og Yahia Ooadeh, borgarstjór- inn, segir: „Við vitum að al- menningsálitið úti í heimi er Gyðingunum hliðhollt, en fólk veit bara ekki sannleikann. ísra- elsmennirnir geta betur komið sínum skýringum á framfæri, og þá hagræða þeir oft raunveru- leikanum áður en við getum sagt frá hvað í rauninni skeði. Nýlega réðust þeir á borgina Salt í Jórdaníu, og átján menn létu lífið, þar af tveir héðan frá Nablus. Þeir keyrðu vöruflutn- ingabíla og voru að vinna við nýja veginn héðan til Amman. Þeir voru grafnir hér í gær. fsraelski hershöfðinginn hér hef- ur beðið mig afsökunar á að óbreyttir borgarar skuli hafa fallið í þessari árás, en um leið stendur fulltrúi ísraels hjá Sam- einuðu þjóðunum í ræðustóli og heldur því fram, að allir sem féllu hafi verið arabískir skæru- liðar.“ Stúlka nokkur segir grátandi frá því, að hún hafi verið á gangi, og séð. tvo litla drengi reka út úr sér tunguna framan í ísraelska hermenn. Drengirnir tveir stóðu upp á svölum, og það skipti eng- um togum, að hermennirnir ruddust inn í húsið, út á svalirn- ar, og tóku að snúa upp á eyru drengjanna. En móðir þeirra kom út til að reyna að verja syni sína, slógu hermennirnir hana í and- litið, svo að blóðið fossaði úr nefi hennar. Wahid Omar Mazri, landbún- aðarverkamaðurinn, segir: „Á hverjum degi misþyrma her- menn ísraels konum og börnum og það er alls ekki undarlegt, að flestir piltanna héðan eru farn- ir til A1 Fatah og A1 Jabha.“ Ráðhúsið í Nablus er mið- depill alls sem skeður í borg- ixmi, og þangað koma allir með sín vandamál. Kennslukona kem- ur þar, og vill fá borgarstjór- ann til að hlutast til um að skólinn hennar verði opnaður aftur. Hvers vegna var honum lokað? Vegna þess að litlir strákar höfðu kastað grjóti að ísraelskum hermönnum — en skólinn sem hún kenndi við var eingöngu fyrir stúlkur. Það virtist ekki breyta neinu, og her- mennirnir lokuðu skólanum með það sama. Borgarstjórinn fór og baðst afsökunar. Eftir þetta smá-atvik, sem mun vera dæmigert fyrir ástand- ið í Nablus, segir Wahid Omar Mazri sögu um atvik sem skeði fyrir dómstólunum í borginni réttu ári áður. Maður nokkur, sem fyrir sex daga stríðið hafði búið í Nablus, hefði komið aft- ur til heimabæjar síns, og var stefnt fyrir rétt, fyrir að hafa komið þangað á ólöglegan hátt. „Hvers vegna komuð þér aftur?“ spurði dómarinn. „Hvers vegna kom ég aftur? Þér getið spurt um þetta, sem aðeins hafið búið hér í nokkra mánuði. Ég hef búið hér allt mitt líf, faðir minn bjó hér allt sitt líf, og það sama gerði afi minn. Fjölskylda mín hefur búið hér eins lengi og nokkur man eftir. Og svo spyrjið þér þér hvað ég sé a ðgera hér. Hvað eruð þér að gera hér???“ Sjúkrahúslæknirinn í Nablus yppir öxlum, ef hann er spurð- ur hvort margir leiti þar lækn- inga eftir misþyrmingar Gyð- inga: „Á hverjum degi kemur einhver sem hefur lent í her- mönnunum. Fæstir eru alvar- lega slasaðir, en margir þora ekki að koma hingað. Þá vita þeir sem 36 VIKAN ^8- tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.