Vikan - 10.07.1969, Page 41
heyrt að eldur gæti kviknað í
innyflum manna. Læknirinn
hristi höfuðið og sagði: — Þetta
er ráðgáta.
Það var tilgangslaust að klæða
Hönnu í líkklæði, svo það sem
eftir var af beinunum var sett í
poka og grafið í kirkjugarðinum.
Grafarinn sagði fram nokkur
ritningarorð. Síðar kom dóttir
hennar frá Lublin, en það kom
ekkert frekar á daginn. Eldur-
inn hafði verið á eftir Hönnu, og
hann hafði tortímt henni að lok-
um. í bölbænum sínum hafði
hún oft nefnt eldinn, eld í höfði,
eld í maga. Hún hafði oft sagt:
— Þú skalt brenna eins og kerti;
— þú skalt brenna af hita! Máls-
háttur segir: — Vindurinn fer
en orðin geymast.
Góðir hálsar. Hanna hélt
áfram að valda örðugleikum eft-
ir að hún var látin. Kopel, öku-
maðurinn, keypti húsið af dætr-
um hennar og gerði úr því hest-
hús. En hestamir svitnuðu á
nóttunni og fengu kvef. Þegar
hestur fær kvef, þá verður það
venjulega hans bani. Stundum
kviknaði í hálminum. Nágranna-
kona, sem hafði átt í erjum við
Hönnu, sór og sárt við lagði að
afturganga Hönnu rifi þvottinn
af snúrunum hjá sér. Afturgang-
an hvolfdi líka þvottabölum. Ég
sá það ekki, en það er hægt að
trúa öllu á Hönnu. Ég sé hana
fyrir mér ennþá, flatbrjósta, eins
og karlmann, með æðisleg augu,
eins og villidýr á flótta. Hún
hlýtur að hafa kvalizt. Þökk sé
Guði fyrir það að það eru ekki
allir sem harma hlutskipti sitt.
Prestur í þorpinu okkar sagði
einu sinni: — Ef fólk þyrfti ekki
að vinna fyrir sínu daglega
brauði, þá væri hlutskipti þess
sorglegt og lífið ein endalaus
jarðarför..... ☆
Hjátrúin sem.......
Framhald af bls. 45.
Meðan Grace var í burtu, hafði
Rainer nóg að hugsa um, og sinnti
ekki skyldum sínum sem þjóðhöfð-
ingi; var hreint í öðrum heimi.
Við opinberar móttökur virtist
hann taugaóstyrkur — sem hann
vafalítið var. Ef á hann var yrt,
svaraði hann aðeins með einsat-
kvæðisorðum. Hann gekk um, með
hendur í buxnavösum, sem er hrein
og bein hneisa meðal eðalborinna
manna, og var jafnvel órakaður við
ýmis teekifæri. Buxurnar hans litu
út eins og þær hefðu aldrei komizt
í kynni við nokkuð sem kallað er
straujárn.
Ferðamenn, sem sáu til hjónanna
í Ölpunum, segja að þau hafi litið
út eins og nýgift hjón; hann er
sagður hafa beðið eftir henni við
rætur hverrar einustu brekku þar
sem hann svo vafði hana örmum
og kyssti hana eins og nýtrúlofað-
ur skólastrákur.
Og án þess að hreyft sé við helg-
um íbúðum forfeðranna, hefur
fundizt lausn á vandamálinu; það
verður einfaldlega byggt við. Heilt
hús með rafmagnslýsingu, mið-
stöðvarhitun og húsgögnum sam-
kvæmt nýjustu tízku.
Og Karólina ætlar til Ameríku f
sumar! ☆
Framhald af bls. 21.
fundizt hann lítillækka sig, þá fann hún ekki til gremju í hans garð.
Það var einkennilegt, en hún hafði ekki lengur þá tilfinningu að
Dinny væri í hættu.
Hún ók strax heim, og ók svo hratt að hún var eiginlega hættuleg
vegfarendum, enda var hún komin heim fyrir hádegisverð.
Það eina sem hún sagði við heimkomuna, var að hún hefði ekið
sér til hressingar. Það var ekki fyrr en hún var komin í rekkju
um kvöldið að hún sagði við Hubert:
— Ég fór til að hitta hann. Hubert veiztu hvað, ég held að Dinny
verði hamingjusöm, í raun og veru. Hann er ákaflega aðlaðandi.
Hubert sneri sér við. — Hvað í veröldinni hefir það að segja.
— Heilmikið, sagði hún. — Kysstu mig, og vertu ekki að þrefa....
Þegar hinn furðulegi gestur var farinn, þá fleygði Wilfrid sér á
legubekkinn og starði upp í loftið. Honum var innanbrjósts eins og
herforingja, sem hefir unnið „sigur“, en samt fannst honum hann
vera í ennþá meiri vanda. í þau þrjátíu og fimm ár, sem hann hafði
lifað, hafði hann aldrei kært sig neitt um kringumstæður, alltaf
farið eftir eigin vilja. Hann var því óvanur þeim hugsunum, sem
stöðugt gerðu vart við sig, síðan hann kynntist Dinny. Hið gamla
orð „tilbeiðsla", var það eina sem gat lýst tilfinningum hans. Þegar
hann var með henni, fann hann til friðar og gleði, sem hann hafði
aldrei þekkt áður, en þegar hún var ekki hjá honum, fannst honum
.sem hann hefði hengt sál sína upp á vegg. Og samfara þessarri nýju
HEILDSÖLUBIRGÐIR;
V. SIGURÐSSON & SNÆBJÖRNSSON HF.
Símar 13425 og 16425.
V_______________________________________________X
þekktustu kexbakarar
Bretlands síSan
1830
senda reglulega
til íslands 25 tegundir
af kexi.
M & D kexiS er
óviSjafnanlegt aS gæðum
og verSi.
tilfinningu, var honum það ljóst, að hamingja hans væri einskis
virði, nema hún væri fullkomlega hamingjusöm.
Það var eins og hundurinn fyndi sálarástand hans; hann lagði höf-
uðið yfir fætur hans. Jafnvel þennan hund átti hann Dinny að
þekka. Hann vsir kominn úr sambandi við fólk, og með þetta leiðinda-
mál hangandi yfir sér, var hann eiginlega alveg einangraður. Ef
hann kvæntist Dinny, dró hann hana með sér í þessa einangrun.
Var nokkurt rétlæti 1 þvL
En þar sem hann hafði ákveðið að hitta hana eftir hálftíma,
hringdi hann.
— Ég fer út núna, Stack.
— Það er gott, herra minn.
Hann leiddi hundinn með sér að skemmtigarðinum, settist á bekk,
og hugleiddi hvort hann ætti að segja Dinny frá gestinum. En þá
sá hann hana nálgast. Hún gekk hratt, og hafði ekki komið auga
á hann. Það var eins og hún svifi, grönn eins og pílviðargrein. Hún
leit út eins og sjálft vorið; andlit hennar ljómaði, eins og eitthvað
sérstaklega skemmtilegt hefði borið að. Wilfrid naut þess að virða
hana fyrir sér, það róaði hann. Ef hún gat verið svona ánægð og
sýnilega áhyggjulaus, þá þurfti hann ekki að kvíða. Hún leit í allar
áttir, svolítið undrandi á svipinn. Hann stóð upp. Hún veifaði til
hans, og flýtti sér yfir götuna.
— Hefir þú setið fyrir hjá Botticelli núna, Dinny?
— Nei, hjá veðlánara. Ef þú þarft einhverntíma á slíkum að
halda, þá get ég mælt með Frewers í South Molton Street.
— Þú, hjá veðlánara?
— Já, elskan. É'g hefi nú ráð yfir meiri peningum en ég hefi
nokkurn tíma haft á ævinni.
— Til hvers?
Dinny beygði sig niður og klappaði hundinum.
— Síðan ég kynntist þér, er mér ljóst hvert gildi peninga er.
— Hvað áttu við?
— Svo ég verði aldrei aðskilin frá þér, vegna peningaleysis. Við
þurfum að anda að okkur fersku lofti, Wilfrid. Losaðu Foch, hann
fylgir okkur eftir.
í borg eins og London, sem er miðstöð bókmennta, getur það
varla verið stórviðburður, þótt lítið ljóðakver komi á markaðinn.
En kringumstæðurnar gerðu það að útkoma bókarinnar „Hlébarð-
inn og önnur ljóð“, varð viðburður. Þetta var fyrsta bók Wilfrids á
28. tbi. VIKAN 41