Vikan


Vikan - 10.07.1969, Blaðsíða 49

Vikan - 10.07.1969, Blaðsíða 49
unaður að sigra þær, að slíta þær frá sjálfum. sér og flytja þær, nær dauða en lífi af unaði, til hinna forboðnu stranda. Með Angelique naut hann ólýsanlegs unaðar, því hún gaf honum hundraðfalt, því sem hann hlóð á hana og þarna lá Angelique og langaði að biðjast miskunn- ar, en vildi það þó ekki, þvi hann kunni að örva hana á þúsund mis- munndi vegu og hún var varnarlaus gagnvart leikni hans sem elsk- huga; svo að lokum slóst hún í för með honum á þeirri djúpu og hrífandi ástaröldu, sem sveiflaði þeim báðum upp á tind hins sam- eiginlega unaðar. Hún fylltist aðdáunar á honum og var algjörlega á valdi þess fyrirheits sem reis með henni um fullnægjuna, sem hún hróp- aði á. Hann hlífði sér ekki lengur, þvi nú deildu þau sömu ástríðu og þörf til að ná ströndum ástareyjunnar í flýti. Og aldan hreif þau með sér og saman náðu þau ströndinni, flutu í faðmlögum upp á hinn gullna sand; hann skyndilega grimmur í spennu 'Síðasta andartaksins, en hún máttvana í endalausri, unaðslegri sælu- lausn ...... Og þeim kom á óvart, þegar þau opnuðu augun að sjá hvorki gullinn sand né himinblátt haf......Cythera.........Land elskendanna! Þang- að ná menn hvaðanæva. Peyrac reis upp á annan olnbogann meðan hún !á þarna, enn langt í burtu með draumkenndan svip á andlitinu og deyjandi glóð eldsins í eldstæðinu undir hálfluktum augnlokum. Hann sá hana sleikja handarbakið annarshugar, sem hún hafði bitið í fyrir skemmstu og þessi dýrslega hreyfing snart hann djúpt.. Karlinn vill að konan sé annað hvort synd eða engill. Synd til að veita honum unað, en engill svo hún geti unnað honum með óhvikulli trú, en hinn eilífi kvenleiki eyðileggur það fyrir honum, því fyrir henni er hvorki til synd né helgidómur. Hún er EVa. Eva frelsari vor! Hann vafði hári hennar um háls sér og lagði höndina á hlýjan kvið hennar. Þessi nótt kynni vel að bera ávöxt ...... Hann ásakaði sjálfan sig fyrir skeytingarleysið. Það er ekki alltaf auð- velt að vera gætinn, þogar það er annarsvegar að bjarga því mikilvæg- asta sem til er miili tveggja hjartna, og hún sjálf hefði ekki farið i felur með til hvers hún ætlaðist í lokaandartakinu. — Jæja þá, hvað um þessar villistelpur, muldraði Peyrac! Hún kipptist við, hló lágt og sneri höfðinu letilega í áttina til hans. — Hvernig gat ég trúað þvílíku um þig? Ég get ekki ímyndað mér .... — Litli kjáninn minn, er svona auðvelt að snúa á þig í málefnum hjartans? Og þú kvaldist í raun og veru vegna þess? Hefurðu i raun og veru svona litla trú á valdi þínu yfir mér? Hvað geturðu ímyndað þér að ég sæi i Indíánastelpunum? Ég neita þvi ekki að þessir þefj- andi, litlu grassnákar geta stundum verið bráðskemmtilegir, en hvað gætu þær mögulega boðið mér, þegar ég hef þig? Drottinn minn, heldurðu að ég sé guðinn Pan, eða einhver af hinum klauffættu meðreiðarsvein- um hans? Hvar og hvenær ímyndarðu þér að mér ynnist tími til að njóta nautna annarra en þín? Drottinn minn, hvað konur geta verið heimsk- ar! Dögunin var enn langt undan, þegar Peyrac greifi reis hljóðlaust upp af rúmi sínu. Hann klæddi sig, girti sig sverði sinu, kveikti á stormlukt, fór út úr herberginu og yfir meginskálann til afkimans, þar sem Ital- inn Porguani svaf. Eftir örar samræður í lágum hljóðum, gekk hann aftur yfir meginskálann og lýsti upp hluta af tjaldinu, sem félagar hans sváfu bak við. Þegar hann hafði fundið manninn, sem hann leitaði að hristi hann hann hlýlega til að vekja hann. Florimond opnaði annað aug- að og í skimunni frá luktinni sá hann hlýlegt bros föður síns. —Farðu á fætur, drengur minn, sagði greifinn — og líomdu með mér. Ég ætla að kenna þér hvað heiðursskuld er. 54. KAFLI Angelique teygði letilega úr sér, undrandi yfir því að dagurinn skyldi koma svona fl.iótt. Hún hafði sofið alla nóttina í einum blundi. Óskiljanleg þægindatilfinning streymdi í gegnum huga hennar og lagðist á útlimina. Svo minntist hún þess. Fyrst hafði hún fundið til efasemdar og ótta, hafði mátt þola svartar hugsanir og ömurleika, en síðan hafði það allt gufað upp í örmum Joffreys de Peyracs. Hann hafði ekki leyft henni að berjast einni, hann hafði neytt hana til að leita hjálpar hjá honum og það hafði verið dásamlegt ....... Henni var illt í hendinni. Hún leit undrandi á hana og sá að hún hafði meitt sig og minntist þess þá hvað gerzt hafði. Hún hafði bitið i hana til að bæla niður óp sín meðan þau nutust. Hún hristi höfuðið, hló lítið eitt og hreiðraði um sig undir loðfeld- unum. Þarna í yl rúmsins hugsaði hún um ýmislegt það sem hún hafði gert og sagt um nóttina. Hreyfingarnar, sem fólk gerir, orðin sem það lætur út úr sér, án þess því sem næst að heyra þau í dulúð skugganna og kátínu unaðarins, orð sem síðar koma þeim til að roðna ........ Hvað hafði hann sagt við hana um nóttina? — Þú ert svo fullkomin i þessum málum, ástin min! Ég gæti verið hér alla ævi .......... Hún minntist orða hans, brosti og strauk með hendinni yfir auðan staðinn í rúminu, þar sem hann hafði legið. Þannig er það í ævi hjóna eru það þessar nætur roða og gulls sem eru kennileitin í lífi þeirra og Þessar nætur marka þau leynilega, stundum jafnvel greinlegar en hávaðasamir viðburðir daganna. Þegar Angelique blandaði sér i hóp vina sinna í stóra herberginu, full iðrunar yfir þvi að koma svo seint til sinna skyldustarfa, komst hún að því að Monsieur de Peyrac hafði yfirgefið virkið í rauða býtið um morguninn, ásamt með Florimond. Þeir höfðu bundið á sig þrúgur og tekið á sig nægan mat til langrar ferðar. — Sagði hann hvert hann ætlaði? spurði Angelique undrandi yfir þeirri ákvörðun hans að rjúka svona af stað án þess að segja henni nolclíuð frá því. Madame Jonas hristi höfuðið, en þrátt fyrir afneitunina, hafði Angelique á tilfinningunni, að þessi góða kona Iiefði sinn grun um þetta óvænta ferðalag. Hún leit undan og drap samsærislega tittlinga framan í frænku sina. Angelique yfirheyrði Signeur Porguani, en hann vissi jafn lítið og hinir. Monsieur de Peyrac hafði komið mjög snemma til hans þennan morgun og sagt honum að hann myndi verða í burtu i nokkra daga, þrátt fyrir kulda og veður. — Sagði hann nokkuð fleira? spurði Angelique. •—■ Nei, hann bað bara um að fá sverðið mitt lánað ......... Hún fann sig kólna og starði á Italann. Svo ákvað hún að segja ekkert frekar og fór. Allir héldu áfram sínum störfum og dagur- inn leið eins og allir aðrir dagar þessa hljóða og harða veturs. Enginn minntist. á brottför Monsieur de Peyracs. 55. KAFLI Eftirförin sem de Peyrac greifi og sonur hans höfðu lagt upp i krafðist yfirnáttúrlegrar áreynslu af þeirra hendi, þvi Pont-Briand hafði fengið hálfs dags forskot og var sjálfur á hraðri íerð. Þeir lögðu af stað meðan enn var nótt og loftið var hart, eins og stál og þá sveið ofan í lungun. Þeir áðu, þegar tunglið tók að fölna, þeir yljuðu sér við eld og sváfu i nokkrar klukkustundir en lögðu síðan aftur af stað, þegar sólin reis. Sem betur fór voru sporin, sem þeir fylgdu, ný og snjórinn harður. Hreinviðrið hélzt. Stjörnurnar voru mjög skýrar og glitrandi og með hjálp sextantsins, tók greifinn tvisvar þá áhættu að yfirgefa slóðina, sem Pont-Briand og Húróninn höfðu skilið eftir og stytta sér leið með því að yfirstiga einhvern erfiðan hjalla sem myndi taka Þá margar klukkustundir að ganga fyrir. Hann og menn hans höfðu kannað þetta svæði rækilega árið áður og hann þekkti utanað öll kortin, sem þeir höfðu teiknað upp eftir upplýsingum, sem Þeir höfðu þannig aflað sér, en inn á þessi kort höfðu þeir fært allt sem máli skipti varðandi slóða, mögulegar leiðir og torfærur, sem þeir höfðu frétt af hjá Indíánunum eða loð- dýraveiðimönnunum. Þessi kort, sem Florimond hafði hjálpað til að teikna, þvi honum lét vel að meðhöndla penna, pensla og mælitæki, voru engu siður mikilvæg yfir veturinn, en á vorin og sumrin og það var þeim að þakka, að feðgarnir, nýkomnir til landsins höfðu vogað sér að leggja upp í ferð, sem álitin hefði verið hreinasta brjálæði á Þessum tíma árs. Óreglulegt, en þó tilbreytingarlaust landslagið, undir þéttu lagi snævar og ísa, hinar mörgu gildrur og einnig það sem til hlunninda mátti teljast, allt var þetta vandlega letrað í minni hans og hins unga sonar hans. Engu að síður varð Florimond um og ó, þegar þeir eina tunglskinsbjarta nóttina yfirgáfu sýnilega slóð, sem lá yfir breiða sléttu og styttu sér langa leið með því að fara yfir hæðina, sem skar sig fram á sléttuna. 1 þessari hæð voru djúpar gjár, huldar undir snævi þöktum trjám; þeir hefðu auðveldlega getað fallið í þessar gjár, hefðu þær ekki verið merktar á kortin. Þegar yfir hæðina kom fundu þeir áningarstaðinn, þar sem kanadiski liðsforinginn og Húróninn höfðu látið fyrirberast og heit askan var sönnun þess að mennirnir tveir væru aðeins nýlega farnir. Þá ýtti Florimond loðhúfunni aftur á hnaklía og blístraði með aðdáun. — Ég verð að viðurkenna, pabbi, að stundum hélt ég að nú hlytum við að vera villtir. — Hversvegna hefðum við átt að vera það? Varst það ekki Þú sjálfur, sem uppgötvaðir að hér mátti stytta sér leið? Sonur minn, efastu aldrei um tölur eða stjörnur ..... Þetta tvennt er það eina sem ALDREI segir ósatt. E’ftir stutta hvíld lögðu þeir af stað á ný. Þeir ræddu lítið saman og spöruðu kraftana fyrir það næstum yfirmannlega átak, að ganga þessa löngu leið á þrúgum, gerðum úr köðlum, klunnalegum og hindr- andi i hverju spori, og ekki nægilega góðum til að halda þeim stöð- ugt ofan á þessum mjúka, gljúpa snæ. I hvert skipti sem fótur sökk niður fyrir yfirborðsskelina urðu þeir að lyfta honum upp með því að beygja hann um hnéð og þegar þeir færðu fótinn næst fram fyrir, fundu þeir yfirborðið aftur bresta undan þunganum á hinum fætin- um. Florimond tautaði yfir þessu hvað eftir annað og lét svo um- mælt að einhver ætti að finna upp aðra aðferð til að ganga á í snjó. Myndin sem hann hafði af föður sínum, sem gekk stöðugt og óþreyt- andi áfram, var mjög lík þeirri mynd sem Pont-Briand sá sér fyrir hugskotssjónum, einmitt á þeirri sömu stundu. Greifinn skálmaði áfrtim eins og dimmur, óseðjandi refsiandi, án þess að láta í ljósi minnstu þreytumerki og á honum mátti skilja, að náttúran hefði i allri grimmd sinni viðurkennt ofjarl sinn og lyti honum nú að fótum, skógurinn, sem þeim virtist ókleifur úr fjarska var nú að baki og sléttan, sem þeir héldu að þeir myndu aldrei ná, yfir hana voru þeir nú að fara og voru næstum komnir yfir. Florimond verkjaði i allan skrokkinn. Hann hafði álitið sjálfan sig ungan og sterkan, en nú gerði hann sér ljóst hve máttvana handlegg- ir hans voru, þegar hann varð á tuttugu mínútum að gera sömu hreyf- inguna tíu sinnum til að draga sig upp úr skafli með aðstoð yfir- hangandi furugreinar. Það var allt þessum tíma að kenna, sem hann hafði sóað í að læra hebresku og latinu, í þessari bænaholu í Harward. Það var nóg til að koma hverjum sem var út úr þjálfun og lioma hon- um til að missa hæfileikann til að ferðast í landi ísa. En faðir hans þaut áfram eins og vélmenni og ef Florimond hafði einhverntímann í hroka æskunar haft noltkurn efa um þol manna eins og Peyracs, komst hann nú að hinu sanna svo ekki varð um villzt. — Hann drepur mig, hugsaði bann áhyggjufullur. — Ef hann held- ur svona áfram mikið lengur verð ég að geíast upp. Hann tók að velta því fyrir sér hve lengi stoltið gæti hjálpað honum að dragast áfram, án þess að viðurkenna að hann væri ör- magna. Hann gaf sjálfum sér hvert timahámarkið eftir annað og ósegj- anleglegur varð léttir hans þegar Peyrac sagði: — Við skulum stanza andartak, því þessi uppástunga náði eyrum hans, þegar hann var í þann veginn að falla á hnén. Svo hann gat leyft sér að segja kæruleysislega, Þótt andstuttur væri: — Þurfum við að stanza pabbi? Ef þú vilt get ég haldið áfram .... ennþá .... ágætlega .... minnsta kosti svolitið lengur ..... Framhald á næstu síðu 28. tbi. VIICAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.