Vikan


Vikan - 10.07.1969, Side 50

Vikan - 10.07.1969, Side 50
En Peyrac hristi höfuðið, sagði ekkert og ýtti mæðinni til hliðar með innri einbeitingu, sem Florimond reyndi að líkja eftir. 1 sannleika sagt gerði greifinn sér varla ljóst afrek sitt, þrátt fyrir ferðahraðann. Þróttur hans og seigla hafði svo mörgum sinnum fengið prófraun sína og ofsafengin löngun hans til að ná keppinautnum bein- línis fleygði honum yfir erfiðustu hluta íerðarinnar. Eins og maðurinn, sem hann var að elta, hafði hann mynd Angeli- que stöðugt fyrir hugskotssjónum sínum. Hún hvatti enn för hans og kveikti eld í hjarta hans, sem virtist gera hann óháðan bítandi kuld- anum. Og hugsanirnar, sem fylltu huga hans héldu honum svo önn- um köfnum, að hann þrammaði yfir dalí og fjöll, næstum án þess að gera sér það ljóst. Andlit Angelique stóð í geislum frammi fyrir honum og hann uppgötvaði alltaf eitthvað nýtt í þessu andliti. Hann hafði ekki fyrr yfirgefið hana, en hún varð honum ótrúlega nærri í Stórkostlegt listaverk ímynduninni. Varla hafði síðasta bergmál holdsunaðar þeirra dáið út, fyrr en minningin um hana sofandi, eins og hann hafði skilið við hana um morguninn, i kaldri birtu fyrstu aftureldingar, með höfuðið reigt aftur á bak og lokuð augu, kom blóði hans til að þjóta örar um æð- arnar. Þetta var enn einn af hæfileikum Angelique; hún gat fagnað og gersamlega fullnægt manninum sem þráði hana, hann myndi aldrei þreytast á henni. Hann væri ekki fyrr kominn frá hlið hennar en þrá hans og löngun til að vera hjá henni aftur, til að sjá hana, njóta hennar og snerta hana einu sinni enn, kveikti eld í blóði hans. Hún var ævinlega ný. Hún fullnægði öllum vonum og olli aldrei von- brigðum. I hvert skipti var það eins og ný uppgötvun, sem heillaði mann og gladdi. Því frjálsari sem hann fann sig til að njóta hennar á nóttunni, þeim mun erfiðara átti hann með að vera án þess. Þvi nær henni sem hann stóð í daglegu lifi byrgisins, sem þau deildu saman. þar sem hann gat séð hana lifa og hrærast, án tilgerðar eða uppgerðar, þeim mun meira efldist vald hennar yfir honum, vegna þokka alls hennar persónuleika. Og þetta olli honum töluverðri furðu, því hann hafði helzt búizt við að verða fyrir vonbrigðum með hana. Var ekki eitthvað einkennilegt við það að hún skyldi hafa svona mikil tök og átti hann ekki að sýna fyllstu varkárni. Af hvaða huldu- gjöfum, sem henni höfðu verið færðar í vöggugjöf, krafti af leyndar- dómsfullri töíraiind var hún haldin? Nú var hann kominn til á skjóttum, farinn að tala eins og menn þessa lands, sem voru svo fljótir til að kenna kraftaverkum eða yfir- náttúrlegum fyrirbærum um hvaðeina, sem þeir ekki skildu. Frá þeirri stundu, sem hún hafði fyrst stigið fæti á ameriska grund höfðu allir hlutir tekið á sig nýja mynd. Kanadamennirnir sáu þegar í henni persónugerfing þeirrar djöful- legu kraftbirtingar sem ásótti þá, konuna sem réðst til valda í Akadíu og hafði í för með sér niðurlag hennar ...... Þótt Joffrey de Peyrac berðist á móti þvi langaði hann mest til að viðurkenna, að Angeiique, sem hann hafði fundið aftur, eftir fimmtán ára aðskilnað, byggi yfir þessum sérstæða krafti. Og ef hann sjálfur var farinn að trúa þvíliku varð hann að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að í þessu kyrra landi, þar sem hinir upprunalegu, frumstæðu og náttúrulegu straumar eru svo áberandi, hlaut kona eins og hún, með fágæta hæfileika, að vera allt frá upp- hafi tortryggð út í æsar, jafnvel svo mjög, að hún yrði að helgisögu eða ævintýri. Þetta var algengt fyrirbæri í landi hyllinganna, í landi Þar sem svo margir undarlegir fyrirburðir eru algengir, neistar sem enginn vissi hvaðan komu, runnu brestandi yfir líkama eða föt og ollu sárs- aukafullum stingum, marglit ljós birtust á himni, eins og yfirnáttúru- leg flugeldasýning; sólin skoppaði á sjóndeildarhringnum svo klukku- stundum skipti meðan myrkrið nálgaðist, en hvarf síðan allt í einu inn i nóttina. 1 þessum fyrirburðum sáu Kanadamennirnir brennandi eintrjáninga, með sálir framliðinna loðdýraveiðimanna eða trúboða sem Irokarnir höfðu pyntað, en ensku púrítanarnir sáu plánetu koma til að tilkynna einhverja refsingu fyrir syndir þeirra og byrjuðu þeg- ar í stað að fasta og biðja ...... Á meginlandi sem þessu, harðlyndu og virðulegu, var gengið beint framan að sannleikanum. Það <var eðlilegt og óumflýjanlegt að sú út- geislun, sem umkringdi Angelique ylli óskýranlega sterkum kennd- um. Það var eðlilegt, sagði hann við sjálfan sig, að þegar hún hafði stigið sínum fagra fæti á ströndina yrði nafn iiennar á vörum allra frá Nýja-E’nglandi til Quebec, frá vötnunum miklu í vestri til eyjanna á Saint-Lawrence ílóa i austri og frá dal Móhaukanna úr hópi Irok- anna, þvert yfir til Nipissing og Nadessioux eftir frosnum ströndum Saint Jamesflóa. Bn þótt hann skildi ástæðurnar til þessa tilfinninga- flóðs, gerði hann sér fulla grein fyrir hættu þess. Starf hans í nýja heiminum var miklu erfiðara nú vegna þeirra miklu átaka, sem Angelique var miðpunkturinn í. Og með innsæi þess hjarta sem elskar, hafði hann þegar í stað gert sér ijóst að koma Pont-Briand til Wapassou var árangurinn af ein- hverju samsæri, sennilega þó illa formuðu enn, en miklu mikilvægara öllum þrám þessa manns. Þessi vitstola bónorðsför Pont-Briands var ekkert annað en skærur, yfirvarp, fyrirboði nokkurs miklu ákveðnara og verra og með Þvi að ráðast á helgihjúp konunnar, leitaðist einhver eftir að eyðileggja hann gegnum hana. Með því að taka hana sér að hlið hafði hann útsett hana fyrir árásir. Hann hafði afhjúpað hana, vafalítið heimi, sem enn var ekki reiðu- búinn slíkri afhjúpun, og heimi, sem vafalítið myndi gera sitt bezta til að hrinda henni frá sér, hvað sem það kostaði. Frá þeirri stundu, sem hann hafði tekið hönd hennar og sagt við fólkið, sem saman hafði safnazt á ströndinni við Gouldsboro: — Ég kynni fyrir ykkur konu mína, de Peyrac greifafrú, hafði hann dregið hana út úr skuggunum, þar sem hún hafði alein, með þeim klækjum sem tilheyra ofsóttri veru, kosið að fela sig; hann hafði dregið hana aftur framfyrir auglit karlmannanna, sem aðeins gátu skilið ást eða hatur; þvi enginn var skeytingarlaus gagnvart henni. Peyrae virti fyrir sér kyrran, hvítan snjóinn, frosið, ómennskt lands- lagið eins og hann sæi óvini sína safnast saman þar, andlitin ósýni- leg, en óbreytanleg. Með því að haga sér svo sem hann gerði var hann að falla í óvinagildru; hann gerði það sem til var ætlazt af honum, en ekkert gæti hindrað hann, þvi í miðjum öllum þessum óvinum, var konan, sem var hans, með óvéfengjanlegum rétti, konan, sem hann vissi að var viðkvæm, auðsæranleg í kvenleik sínum, konan sem hann var að verja, af grimmd og óskeikulleik ........ — Pabbi! Pabbi! — Hvað er það? — E'kkert, svaraði Florimond, hugur hans var dumbur af þreytu. Þegar drengurinn sá svip föður síns harðan sem stál, hafði hann ekki kjark til að viðurkenna að fætur hans væru orðnir eins og blý. Faðir hans var eini maðurinn sem gat komið honum úr jafnvægi, um leið gat hann ekki varizt því að dást að þessum mannlega risa, sem bar þarna við drungalegan, lágskýjaðan himin, gráan og kaldan um sólsetursskeið. Silfrið við gagnaugun, örótt andlitið sem stundum var óárennilegt. Þetta var maðurinn, sem hann hafði lagt upp í leit að. Maðurinn, sem ekki hafði valdið honum vonbrigðum. Faðir hans. öll réttindi áslcilin. Opera Mundi, París. — Framh. i næsta blaði. 50 VIKAN 28-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.