Vikan


Vikan - 23.10.1969, Síða 36

Vikan - 23.10.1969, Síða 36
 i i A íui re vJ mj LTr 1 1 ■ EIN ANGRUN ARGLER ■ SÍMI 84481 - SKEIFAN 3B Kvöldið fyrir brúðkaupið Framhald af bls. 23. eitthvað á? Ruglað saman radda- sýnishornum eða þvíumlíkt? Hames herpti varirnar: — Ég veit, hvaða ábyrgð fylgir þessu starfi! Ég geri engar skyssur. f sama bili voru dyrnar rifnar upp á gátt og Barney fleygðist inn. — Hún er farin! — Hvar er hún? — Hún var að fara út af bíla- stæðinu! Hún ók varlega meðfram nokkrum húsalengjum, en sveigði síðan út á hraðbrautina. Það var svo lítið bil milli bíl- anna, að stuðararnir námu næst- um alveg saman. Hún deplaði augunum til að sjá skýrar. Hana verkjaði í bak- ið, og hún reyndi að bæta úr því með því að skipta oft um stellingu. Hún hafði bitið sig svo oft í varirnar, að varaliturinn hafði allur flagnað af. Hún fikraði sig inn á flóknar krossgötur, og síðan gat hún aukið hraðann í áttatíu. Lög- regluþjónn á mótorhjóli kom henni til að hægja á sér aftur, en þegar hann var horfinn, jók hún hraðann í hundrað. Ljósið frá öllum þessum bílum mynd- aði stórkostlegan samleik á ak- brautinni. Um leið og hún fór framhjá gríðarstóru auglýsingaspjaldi við veginn, lifnaði vasasendirinn við: — Heyrir þú til mín, Helen? — Já, ég heyri. — í sama bili sveigði bíll fyr- ir hana, svo hún náði með naum- indum að forðast árekstur. — Farðu varlega, sagði hún við sjálfa sig. — Gættu að þér. Þú mátt ekki lenda í bílslysi núna! Hugsaðu þér bara! Tvöhundruð þúsund blóðblettaðir dollarar flögrandi um hraðbrautina! Hann virtist óvenju æstur, röddin var næstum heit. — Loks á fyrir okkur að liggja að hittast aftur, mér og þér, Helen. Nú er stundin komin. Þú gerðir rétt í því að skáka lögguna af þér. Þú ert snjöll stúlka, Helen. Ég vissi, að þér mátti treysta, þegar í harðbakkann slægi! Hann ræskti sig, en hélt svo áfram: — Jæja, taktu nú eftir. Haltu áfram eftir hraðbrautinni, þar t:l þú kemur að afleggjar- anum til Kennedy. Haltu til vinstri inn á Laurel, og haltu beint áfram, þar til ég segi. Barney geystist á hundrað og fjörutíu inn á hraðbrautina. Hann fór fram úr bíl og smeygði sér inn á fyrir framan hann. — Gættu þín, sagði Hawkins, en Barney heyrði það ekki. Upplýsingarnar streymdu inn gegnum lögregluradíóið. Mótor- hjólamennirnir voru mjög nærri henni. Þeir sem voru á bílum, fylgdust ennþá með henni. Hún gerði enga tilraun til að aka þá af sér. Svo heyrðu þeir á móttöku- tækinu fyrir rás eitt, þessa æstu, heitu rödd: Loks á fyrir okkur að liggja — Ég vissi, að hún myndi ekki svíkja okkur, sagði Hawk. Svo tók hann hljóðnemann og sagði: — Hlustið, allar einingar. Kúg- arinn hefur nú haft samband við Helen Rogers. Hún beygir af hraðbrautinni við Kennedy og fer til vinstri inn á Laurel. Eft- ir öllum sólarmerkjum að dæma, hefur hún tekið upp samstarfið aftur. Barney hnykkti til höfðinu. — Þarna kemur hún! Á útopnuðu eins og fordæmd sál frá Helvíti! Hún verður tekin fyrir of hrað- an akstur! Hawk greip hljóðnemann aft- ur: Lögreglustöð: Gefið fyrir- mæli til allra umferðarlögreglu- manna á hraðbrautinni um að stöðva ekki bíl með númerinu QDD 223! — Eining 14 fylgist með henni, þegar hún beygir af hraðbraut- inni. 22 fylgir á eftir 14. 18. og 20 halda áfram undan henni. Við látum ykkur vita um ferðir hennar. Lögreglustöð: Ég vil fá allan þungan útbúnað hingað svo fljótt sem auðið er! Látið mótorhjólalögreglu ryðja hon- um veginn. Móðursýkiskennd rödd kúgar- ans glumdi í vasasendinum. — Hraðar! Hraðar! Settu hann í hundrað og fjörutíu og haltu honum þar! Hún fór fram úr bíl að utan- verðu, sveigði aftur inn á mið- akreinina og fór fram úr öðr- um, en óskaði þess um leið að hún hefði spennt á sig öryggis- beltið. Þegar hún ósjálfrátt hægði ferðina aftur, kom rödd- in: — Þú heyrðir, hvað ég sagði! Haltu ferðinni! Bensínið í botn! Hraðar, hraðar! Hann er brjálaður, hugsaði hún. En óvitlaus. Ef einhver veitir mér eftirför. ek ég hann af mér með þessu lagi. Skilti með áletruninni KENNEDY BOULE- VARD kom í ljós, og í hljóm- kviðu reiðilegra bílflautna, rudd- ist hún af miðakreininni út til hægri og af hraðbrautinni, og stöðugt glumdi hvatning hans: — Hraðar! Hraðar! Barney ók af hraðbrautinni svo vældi í dekkjunum, svo sveigði hann bílnum inn á Laurel. Um leið sagði kúgar- 36 VIKAN 43- tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.